„Við þurfum að skoða fyrstu 20 mínútur leiksins betur við vorum ekki nógu ákveðnir og voru þeir ekki að skora mikið af mörkum heldur, það var rætt fyrir leik að við þurftum að vera grimmir í okkar aðgerðum sóknarlega,” sagði Arnór sem var ánægður með viðsnúninginn í liðinu eftir vonda byrjun.
Arnór Þór er fyrirliði íslenska liðsins í dag og hefur hann skrifað undir að bréf þar sem banna eigi áhorfendur á leikjunum í HM á Egyptalandi.
„Ég skrifaði undir að mér finnst ekki eðlilegt að það séu áhorfendur á vellinum bæði okkar og áhorfendana vegna þar sem það er heimsfaraldur og þurfum við að passa uppá fólkið. Allir fyrirliðarnir skrifuðum undir þetta bréf og getum við ekki gert meira það er Moustafa sem ræður þessu þarna úti.”