Vandræðin aukast vegna veirunnar en NBA heldur áfram Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2021 07:30 Anthony Davis fór mikinn í Texas í nótt. Getty/Carmen Mandato Þó að leikmannahópar nokkurra NBA-liða hafi þynnst og að í gær hafi þurft að fresta leik Boston Celtics og Miami Heat, vegna kórónuveirusmita eða gruns um smit, stendur ekki til að stöðva keppni í deildinni. Þetta segir Mike Bass, talsmaður NBA, en blaðamaðurinn Sopan Deb hjá New York Times hafði eftirfarandi eftir honum: „Við sáum það fyrir að það yrði leikjum frestað á þessu tímabili og skipulögðum tímabilið út frá því. Það eru engar áætlanir um að stöðva tímabilið. Við höldum áfram í samræmi við ráðgjöf frá okkar heilbrigðissérfræðingum og miðað við okkar heilbrigðis- og öryggisreglur.“ NEW from NBA spokesman Mike Bass: We anticipated that there would be game postponements this season and planned this season accordingly. There are no plans to pause the season. We will continue to be guided by our medical experts and our health and safety protocols. — Sopan Deb (@SopanDeb) January 10, 2021 Leik Boston og Miami var frestað þar sem að Miami var ekki með átta leikmenn til taks til að spila, vegna gruns um smit, en það er lágmarksfjöldinn sem þarf svo að lið spili. Boston-menn ætluðu að spila en voru aðeins með átta leikmenn til taks samkvæmt ESPN. Þetta er annar leikurinn sem fresta þarf vegna Covid-19 en sá fyrri var á milli Houston Rockets og Oklahoma City Thunder þegar tímabilið var að hefjast, á Þorláksmessu. Hins vegar hefur kórónuveiran sett sterkan svip á fjölda leikja, því lið hafa verið án leikmanna vegna hennar. Philadelphia 76ers léku til að mynda ansi fáliðaðir gegn Denver Nuggets um helgina og óvíst er hvernig næstu leikir verða hjá liðinu. Davis bara að vera Davis Sjö leikir fóru hins vegar fram í gærkvöld og í nótt. Meistarar Los Angeles Lakers áttu ekki í vandræðum með Houston Rockets og unnu 120-102 sigur þar sem að Anthony Davis var í aðalhlutverki og skoraði 27 stig. LeBron James bætti við 18. „Í kvöld var A. D. bara að vera A. D. og það að fá hann aftur gefur okkur allt annað gangverk bæði í sókn og vörn,“ sagði James um Davis sem missti af leik á föstudaginn vegna meiðsla í nára. @AntDavis23 (27 PTS, 3 BLK) and @KingJames (18 PTS, 7 REB, 7 AST) lead the @Lakers to 8-3. #LakeShow pic.twitter.com/uFwgBNu7D0— NBA (@NBA) January 11, 2021 Það dugði Zach LaVine ekki að skora 45 stig fyrir Chicago Bulls þegar liðið tapaði 130-127 fyrir Los Angeles Clippers. Kawhi Leonard skoraði 35 stig fyrir Clippers og hefur þar með náð 10.000 stigum á sínum ferli. Damion Lee tryggði Golden State Warriors 106-105 sigur á Toronto Raptors af vítalínunni þegar 3,3 sekúndur voru eftir. Andrew Wiggins (@22wiggins) gets it done on both ends for the @warriors! 17 PTS 4 BLK Game-winning defensive stop pic.twitter.com/sDf1FbvBwk— NBA (@NBA) January 11, 2021 Stephen Curry var í afar óvenjulegum vandræðum í leiknum, klúðraði níu af tíu þriggja stiga skotum sínum, og skoraði aðeins 11 stig í leiknum eftir samtals 143 stig í síðustu fjórum leikjum. Það kom þó ekki að sök. Úrslitin í nótt Denver 86 – 96 Utah LA Clippers 130 – 127 Chicago Bulls Brooklyn 116 – 129 Oklahoma New York 89 – 114 Denver Houston 102 – 120 LA Lakers Minnesota 96 – 88 San Antonio Golden State 106 – 105 Toronto NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Þetta segir Mike Bass, talsmaður NBA, en blaðamaðurinn Sopan Deb hjá New York Times hafði eftirfarandi eftir honum: „Við sáum það fyrir að það yrði leikjum frestað á þessu tímabili og skipulögðum tímabilið út frá því. Það eru engar áætlanir um að stöðva tímabilið. Við höldum áfram í samræmi við ráðgjöf frá okkar heilbrigðissérfræðingum og miðað við okkar heilbrigðis- og öryggisreglur.“ NEW from NBA spokesman Mike Bass: We anticipated that there would be game postponements this season and planned this season accordingly. There are no plans to pause the season. We will continue to be guided by our medical experts and our health and safety protocols. — Sopan Deb (@SopanDeb) January 10, 2021 Leik Boston og Miami var frestað þar sem að Miami var ekki með átta leikmenn til taks til að spila, vegna gruns um smit, en það er lágmarksfjöldinn sem þarf svo að lið spili. Boston-menn ætluðu að spila en voru aðeins með átta leikmenn til taks samkvæmt ESPN. Þetta er annar leikurinn sem fresta þarf vegna Covid-19 en sá fyrri var á milli Houston Rockets og Oklahoma City Thunder þegar tímabilið var að hefjast, á Þorláksmessu. Hins vegar hefur kórónuveiran sett sterkan svip á fjölda leikja, því lið hafa verið án leikmanna vegna hennar. Philadelphia 76ers léku til að mynda ansi fáliðaðir gegn Denver Nuggets um helgina og óvíst er hvernig næstu leikir verða hjá liðinu. Davis bara að vera Davis Sjö leikir fóru hins vegar fram í gærkvöld og í nótt. Meistarar Los Angeles Lakers áttu ekki í vandræðum með Houston Rockets og unnu 120-102 sigur þar sem að Anthony Davis var í aðalhlutverki og skoraði 27 stig. LeBron James bætti við 18. „Í kvöld var A. D. bara að vera A. D. og það að fá hann aftur gefur okkur allt annað gangverk bæði í sókn og vörn,“ sagði James um Davis sem missti af leik á föstudaginn vegna meiðsla í nára. @AntDavis23 (27 PTS, 3 BLK) and @KingJames (18 PTS, 7 REB, 7 AST) lead the @Lakers to 8-3. #LakeShow pic.twitter.com/uFwgBNu7D0— NBA (@NBA) January 11, 2021 Það dugði Zach LaVine ekki að skora 45 stig fyrir Chicago Bulls þegar liðið tapaði 130-127 fyrir Los Angeles Clippers. Kawhi Leonard skoraði 35 stig fyrir Clippers og hefur þar með náð 10.000 stigum á sínum ferli. Damion Lee tryggði Golden State Warriors 106-105 sigur á Toronto Raptors af vítalínunni þegar 3,3 sekúndur voru eftir. Andrew Wiggins (@22wiggins) gets it done on both ends for the @warriors! 17 PTS 4 BLK Game-winning defensive stop pic.twitter.com/sDf1FbvBwk— NBA (@NBA) January 11, 2021 Stephen Curry var í afar óvenjulegum vandræðum í leiknum, klúðraði níu af tíu þriggja stiga skotum sínum, og skoraði aðeins 11 stig í leiknum eftir samtals 143 stig í síðustu fjórum leikjum. Það kom þó ekki að sök. Úrslitin í nótt Denver 86 – 96 Utah LA Clippers 130 – 127 Chicago Bulls Brooklyn 116 – 129 Oklahoma New York 89 – 114 Denver Houston 102 – 120 LA Lakers Minnesota 96 – 88 San Antonio Golden State 106 – 105 Toronto NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Denver 86 – 96 Utah LA Clippers 130 – 127 Chicago Bulls Brooklyn 116 – 129 Oklahoma New York 89 – 114 Denver Houston 102 – 120 LA Lakers Minnesota 96 – 88 San Antonio Golden State 106 – 105 Toronto
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira