Lífið

Auður hágrét eftir lofræðu Bubba Morthens

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bubbi sagði ótal sögur í þættinum í gærkvöldi.
Bubbi sagði ótal sögur í þættinum í gærkvöldi.

„Mér finnst þetta besti tónlistarmaðurinn sem hefur komið fram á Íslandi í áratugi. Hann heitir Auður og og hann er hérna með okkur í kvöld,“ sagði Bubbi Morthens á Þorláksmessutónleikum sínum fyrir rúmlega ári.

Þá var tökulið Stöðvar 2 á svæðinu að taka upp efni fyrir fyrsta þáttinn í nýrri þáttaröð sem kallast Tónlistarmennirnir okkar og er í umsjón Auðuns Blöndal.

„Hann er gífurlega flottur textahöfundur, geggjaður lagahöfundur, geggjaður pródúsent og geggjaður gítarleikari. Þá er ég búinn að mæra uppáhalds tónlistarmanninn í kvöld,“ sagði Bubbi en Auður sat á fremsta bekk og náðist myndband af viðbrögðum hans. 

Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, hágrét er hann heyrði orð Bubba Morhtens en hér að neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi og verða næstu fimm sunnudaga.

Klippa: Auður hágrét eftir lofræðu Bubba Morthens





Fleiri fréttir

Sjá meira


×