Sigurinn glæsti í gær gæti losað strákana okkar við Frakka eða Dani Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2021 13:00 Elvar Örn Jónsson fór á kostum í seinni hálfleik gegn Portúgal í sigrinum dýrmæta. Vísir/Hulda Margrét Með hinum frábæra 32-23 sigri á Portúgal í gær fór Ísland langt með að tryggja sér sæti á EM í handbolta í janúar að ári liðnu. Sigurinn gefur liðinu líka betri möguleika á mótinu sjálfu. Í stuttu máli sagt er það þannig að magnaður seinni hálfleikur íslenska liðsins í gær gæti skilað sér í því að Ísland sleppi við stórlið á borð við Frakkland eða Danmörku þegar dregið verður í riðla fyrir EM. Hefði Ísland verið í efri styrkleikaflokki fyrir EM í fyrra, öðrum flokki í stað þess þriðja, hefði liðið til að mynda ekki átt á hættu að dragast í riðil með Noregi eða Þýskalandi. Það er kannski erfitt að vera að velta EM á næsta ári fyrir sér núna, þegar HM í Egyptalandi er að bresta á, en úrslitin í gær gætu sem sagt reynst afar dýrmæt síðar. Leyfist blaðamanni að lengja mál sitt örlítið þá fylgir hér nánari útlistun á stöðunni. Með sigrinum á Portúgal er Ísland sem sagt með betri innbyrðis úrslit gegn Portúgal í undanriðlinum fyrir EM 2022, en liðin eru einnig í riðli með Litáen og Ísrael sem eru lægra skrifuð. Endi Ísland og Portúgal jöfn að stigum, eins og er líklegt, verður Ísland því ofar sem kemur til með að skila liðinu í hærri styrkleikaflokk fyrir EM 2022. Staða Íslands í undanriðli EM: Ísland vann 36-20 stórsigur á Litáen í haust, tapaði 26-24 gegn Portúgal ytra en vann 32-23 heima. Ísland á eftir leiki við lakasta lið riðilsins, Ísrael, á útivelli 11. mars og heima 2. maí, og útileik við Litaén í lok apríl. Tvö efstu lið riðilsins komast beint á EM, og lið með bestan árangur í 3. sæti í fjórum riðlum af átta komast einnig. Því myndi einn sigur gegn Ísrael jafnvel duga til að Ísland kæmist á EM. Það að enda sem efst í riðlinum er hins vegar mikilvægt fyrir röðun í styrkleikaflokka. Á EM í fyrra var Ísland í 3. styrkleikaflokki af fjórum, eftir að hafa endað fyrir neðan Norður-Makedóníu í undankeppninni. Ísland fékk Danmörku úr 1. flokki þegar dregið var á EM, Ungverja úr 2. flokki og svo Rússa úr neðsta flokki. Á meðan fengu Makedónar talsvert viðráðanlegri riðil, með Austurríki, Tékklandi og Úkraínu. Það fór þó svo að Norður-Makedónía sat eftir í sínum riðli, en Ísland sló Danmörku við og fór með Ungverjalandi upp úr sínum riðli. Styrkleikaflokkarnir fyrir EM 2020: Flokkur 1: Spánn Svíþjóð Frakkland Danmörk Króatía Tékkland Flokkur 2: Noregur Slóvenía Þýskaland Norður-Makedónía Ungverjaland Hvíta-Rússland Flokkur 3: Austurríki ÍSLAND Svartfjallaland Portúgal Sviss Lettland Flokkur 4: Pólland Rússland Serbía Úkraína Bosnía Holland EHF raðaði í styrkleikaflokka fyrir síðasta EM út frá stöðu í undankeppninni, og lokastöðunni á EM 2018. Verði sami háttur hafður á núna gæti til dæmis farið svo að Frakkland og Danmörk verði í 2. flokki, og þá væri væntanlega freistandi fyrir Ísland að vera í þeim flokki frekar en þeim þriðja. Um það virðist baráttan standa en útilokað að Ísland verði í efsta styrkleikaflokki. Ekki misst af EM á þessari öld Strákarnir okkar héldu af stað til Egyptalands í morgun til að spila á heimsmeistaramótinu sem hefst þar í vikunni. Fyrsti leikur Íslands á HM er gegn Portúgal og því jafnframt þriðji leikurinn á níu dögum við Portúgali, eftir naumt tap og stórsigur í leikjum liðanna í undankeppni EM. Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leikið á stórmóti, HM eða EM, á hverju einasta ári frá og með árinu 2010. Liðið hefur ekki misst af EM síðan á síðustu öld og það má fastlega gera ráð fyrir Íslandi á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu á næsta ári. EM 2022 í handbolta EM 2020 í handbolta HM 2021 í handbolta Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Sport Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Í stuttu máli sagt er það þannig að magnaður seinni hálfleikur íslenska liðsins í gær gæti skilað sér í því að Ísland sleppi við stórlið á borð við Frakkland eða Danmörku þegar dregið verður í riðla fyrir EM. Hefði Ísland verið í efri styrkleikaflokki fyrir EM í fyrra, öðrum flokki í stað þess þriðja, hefði liðið til að mynda ekki átt á hættu að dragast í riðil með Noregi eða Þýskalandi. Það er kannski erfitt að vera að velta EM á næsta ári fyrir sér núna, þegar HM í Egyptalandi er að bresta á, en úrslitin í gær gætu sem sagt reynst afar dýrmæt síðar. Leyfist blaðamanni að lengja mál sitt örlítið þá fylgir hér nánari útlistun á stöðunni. Með sigrinum á Portúgal er Ísland sem sagt með betri innbyrðis úrslit gegn Portúgal í undanriðlinum fyrir EM 2022, en liðin eru einnig í riðli með Litáen og Ísrael sem eru lægra skrifuð. Endi Ísland og Portúgal jöfn að stigum, eins og er líklegt, verður Ísland því ofar sem kemur til með að skila liðinu í hærri styrkleikaflokk fyrir EM 2022. Staða Íslands í undanriðli EM: Ísland vann 36-20 stórsigur á Litáen í haust, tapaði 26-24 gegn Portúgal ytra en vann 32-23 heima. Ísland á eftir leiki við lakasta lið riðilsins, Ísrael, á útivelli 11. mars og heima 2. maí, og útileik við Litaén í lok apríl. Tvö efstu lið riðilsins komast beint á EM, og lið með bestan árangur í 3. sæti í fjórum riðlum af átta komast einnig. Því myndi einn sigur gegn Ísrael jafnvel duga til að Ísland kæmist á EM. Það að enda sem efst í riðlinum er hins vegar mikilvægt fyrir röðun í styrkleikaflokka. Á EM í fyrra var Ísland í 3. styrkleikaflokki af fjórum, eftir að hafa endað fyrir neðan Norður-Makedóníu í undankeppninni. Ísland fékk Danmörku úr 1. flokki þegar dregið var á EM, Ungverja úr 2. flokki og svo Rússa úr neðsta flokki. Á meðan fengu Makedónar talsvert viðráðanlegri riðil, með Austurríki, Tékklandi og Úkraínu. Það fór þó svo að Norður-Makedónía sat eftir í sínum riðli, en Ísland sló Danmörku við og fór með Ungverjalandi upp úr sínum riðli. Styrkleikaflokkarnir fyrir EM 2020: Flokkur 1: Spánn Svíþjóð Frakkland Danmörk Króatía Tékkland Flokkur 2: Noregur Slóvenía Þýskaland Norður-Makedónía Ungverjaland Hvíta-Rússland Flokkur 3: Austurríki ÍSLAND Svartfjallaland Portúgal Sviss Lettland Flokkur 4: Pólland Rússland Serbía Úkraína Bosnía Holland EHF raðaði í styrkleikaflokka fyrir síðasta EM út frá stöðu í undankeppninni, og lokastöðunni á EM 2018. Verði sami háttur hafður á núna gæti til dæmis farið svo að Frakkland og Danmörk verði í 2. flokki, og þá væri væntanlega freistandi fyrir Ísland að vera í þeim flokki frekar en þeim þriðja. Um það virðist baráttan standa en útilokað að Ísland verði í efsta styrkleikaflokki. Ekki misst af EM á þessari öld Strákarnir okkar héldu af stað til Egyptalands í morgun til að spila á heimsmeistaramótinu sem hefst þar í vikunni. Fyrsti leikur Íslands á HM er gegn Portúgal og því jafnframt þriðji leikurinn á níu dögum við Portúgali, eftir naumt tap og stórsigur í leikjum liðanna í undankeppni EM. Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leikið á stórmóti, HM eða EM, á hverju einasta ári frá og með árinu 2010. Liðið hefur ekki misst af EM síðan á síðustu öld og það má fastlega gera ráð fyrir Íslandi á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu á næsta ári.
Ísland vann 36-20 stórsigur á Litáen í haust, tapaði 26-24 gegn Portúgal ytra en vann 32-23 heima. Ísland á eftir leiki við lakasta lið riðilsins, Ísrael, á útivelli 11. mars og heima 2. maí, og útileik við Litaén í lok apríl. Tvö efstu lið riðilsins komast beint á EM, og lið með bestan árangur í 3. sæti í fjórum riðlum af átta komast einnig. Því myndi einn sigur gegn Ísrael jafnvel duga til að Ísland kæmist á EM. Það að enda sem efst í riðlinum er hins vegar mikilvægt fyrir röðun í styrkleikaflokka.
Flokkur 1: Spánn Svíþjóð Frakkland Danmörk Króatía Tékkland Flokkur 2: Noregur Slóvenía Þýskaland Norður-Makedónía Ungverjaland Hvíta-Rússland Flokkur 3: Austurríki ÍSLAND Svartfjallaland Portúgal Sviss Lettland Flokkur 4: Pólland Rússland Serbía Úkraína Bosnía Holland
EM 2022 í handbolta EM 2020 í handbolta HM 2021 í handbolta Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Sport Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða