Erlent

Japarov vann stór­sigur í for­seta­kosningunum

Atli Ísleifsson skrifar
Sadyr Japarov verður næsti forseti Kirgistans.
Sadyr Japarov verður næsti forseti Kirgistans. Getty

Svo virðist sem að Sadyr Japarov hafi unnið stórsigur í forsetakosningum í Mið-Asíuríkinu Kirgistan sem fram fórum um helgina. Þegar búið er að telja nær öll atkvæði virðist sem að Japarov hafa fengið um 80 prósent greiddra atkvæða.

BBC segir frá því að Japarov, sem sat nýverið í fangelsi fyrir að hafa tekið pólitískan andstæðing í gíslingu, muni sem nýr forseti einnig njóta aukinna valda eftir að stjórnarskrá landsins var sömuleiðis breytt.

Upplausn hefur verið í kirgískum stjórnmálum eftir þingkosningarnar sem fram fóru í október. Deilt var um niðurstöður þeirra kosninga sem leiddi til mikilla mótmæla á götum kirgískra borga og afsagnar forsetans Sooronbay Jeenbekov.

Í sigurræðu Japarov í gær hét hann því að losa landinu undan spillingu. Hann sagði að þrjú til fimm ár myndi taka að „leiðrétta“ mistök fyrri stjórnar í efnahagsmálum landsins. 

Atvinnuleysi hefur aukist mikið í landinu síðustu ár þar sem ungmenni hafa mörg flúið land í leit að vinnu.


Tengdar fréttir

For­seti Kirgistans segir af sér

Sooronbai Jeenbekov, forseti Kirgistans, hefur sagt af sér embætti eftir mikla mótmælaöldu sem gengið hefur yfir landið síðustu dagana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×