NBA dagsins: Versta skotnýting ferilsins en Curry gat brosað Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2021 14:30 Stephen Curry og Eric Paschall ánægðir í sigrinum nauma á Toronto Raptors. Getty/Ezra Shaw Stephen Curry var sjálfsagt manna fegnastur að sjá boltann dansa upp úr hringnum um leið og lokaflautið gall, í 106-105 sigri Golden State Warriors á Toronto Raptors í NBA-deildinni í nótt. Lokaskotið, sem Pascal Siakam tók, er meðal þess sem sjá má í NBA dagsins hér á Vísi en myndbandið er hér neðar í greininni. Curry er vanur því að vera í aðalhlutverki hjá Golden State en eftir nokkra stórleiki að undanförnu átti hann sitt versta kvöld á ferlinum gegn Toronto ef horft er til skotnýtingarinnar. Hann nýtti aðeins tvö af 16 skotum sínum úr opnum leik og hefur ekki átt verri frammistöðu hvað skot varðar, í leikjum þar sem hann hefur reynt að minnsta kosti fimm skot. Warriors fengu aftur á móti 46 stig af bekknum og Curry kvaðst sjálfur ekki hafa neinar áhyggjur af frammistöðu sinni í leiknum. Hann myndi halda áfram að skjóta í næstu leikjum. Náði þessu með mikilli vinnu á hverjum degi Í Los Angeles unnu heimamenn í Clippers nauman sigur á Chicago Bulls, 130-127, þar sem Kawhi Leonard átti tímamótaleik er hann rauf 10.000 stiga múrinn á sínum ferli. Leonard skoraði 35 stig og fagnaði sigri, á meðan að 45 stig Zach LaVine fyrir Chicago skiluðu engu. „Þetta er bara mikil vinna og fórnfýsi. Ég hef eytt ótal tímum í ræktinni til að komast hingað. Enginn bjóst við neinu af mér – ég náði þessu bara með mikilli vinnu á hverjum degi, með augun á settu marki,“ sagði Leonard. Meistararnir í Los Angeles Lakers eru svo á toppi vesturdeildarinnar með 8 sigra og 3 töp, eftir að hafa unnið öruggan sigur á Houston Rockets, 120-102, þar sem Anthony Davis var í aðalhlutverki með 27 stig. Svipmyndir úr leiknum, sem og sigrum Warriors og Clippers auk tíu bestu tilþrifa kvöldsins, má sjá hér að neðan: Klippa: NBA dagsins 11. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ Handbolti Dagskráin: Víkingar í umspili Sambandsdeildar og Bónus deildin í körfu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Sjá meira
Lokaskotið, sem Pascal Siakam tók, er meðal þess sem sjá má í NBA dagsins hér á Vísi en myndbandið er hér neðar í greininni. Curry er vanur því að vera í aðalhlutverki hjá Golden State en eftir nokkra stórleiki að undanförnu átti hann sitt versta kvöld á ferlinum gegn Toronto ef horft er til skotnýtingarinnar. Hann nýtti aðeins tvö af 16 skotum sínum úr opnum leik og hefur ekki átt verri frammistöðu hvað skot varðar, í leikjum þar sem hann hefur reynt að minnsta kosti fimm skot. Warriors fengu aftur á móti 46 stig af bekknum og Curry kvaðst sjálfur ekki hafa neinar áhyggjur af frammistöðu sinni í leiknum. Hann myndi halda áfram að skjóta í næstu leikjum. Náði þessu með mikilli vinnu á hverjum degi Í Los Angeles unnu heimamenn í Clippers nauman sigur á Chicago Bulls, 130-127, þar sem Kawhi Leonard átti tímamótaleik er hann rauf 10.000 stiga múrinn á sínum ferli. Leonard skoraði 35 stig og fagnaði sigri, á meðan að 45 stig Zach LaVine fyrir Chicago skiluðu engu. „Þetta er bara mikil vinna og fórnfýsi. Ég hef eytt ótal tímum í ræktinni til að komast hingað. Enginn bjóst við neinu af mér – ég náði þessu bara með mikilli vinnu á hverjum degi, með augun á settu marki,“ sagði Leonard. Meistararnir í Los Angeles Lakers eru svo á toppi vesturdeildarinnar með 8 sigra og 3 töp, eftir að hafa unnið öruggan sigur á Houston Rockets, 120-102, þar sem Anthony Davis var í aðalhlutverki með 27 stig. Svipmyndir úr leiknum, sem og sigrum Warriors og Clippers auk tíu bestu tilþrifa kvöldsins, má sjá hér að neðan: Klippa: NBA dagsins 11. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ Handbolti Dagskráin: Víkingar í umspili Sambandsdeildar og Bónus deildin í körfu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Sjá meira