Handbolti

Ekki gerst hjá Frökkum í tuttugu og fimm ár

Anton Ingi Leifsson skrifar
Adrien Dipanda og félagar í Frakklandi eru ekki á miklu skriði um þessar mundir.
Adrien Dipanda og félagar í Frakklandi eru ekki á miklu skriði um þessar mundir. Srdjan Stevanovic/Getty Images

Franska landsliðið í handbolta kemur ekki á fljúgandi siglingu inn á HM í Egyptalandi en úrslit þeirra hefur ekki verið upp á marga fiska.

Frakkland spilaði á dögunum tvo leiki gegn Serbíu í undankeppni EM 2022 en Frakkarnir undirbúa sig einnig undir HM í Egyptalandi sem hefst í næstu viku.

Frakkar töpuðu fyrri leiknum gegn Serbum þann 5. janúar, 27-24, í Serbíu og þegar liðin mættust á laugardaginn í Frakklandi skildu þau jöfn, 26-26.

Þetta er í fyrsta sinn síðan í undankeppni 1996 að Frakkar vinna ekki tvo leiki í röð í undankeppninni.

Haustið 1995 töpuðu þeir tveimur leikjum í röð; gegn Júgóslavíu 25-18 og Belgíu 21-20.

Frakkarnir í riðli með Noregi, Austurríki og Bandaríkjunum á HM og spurning hvort að franska veldið sé í molum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×