„Það mun enginn vorkenna okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2021 07:30 Dwight Howard argur í leiknum við Atlanta Hawks í nótt. Getty/Todd Kirkland Philadelphia 76ers glíma áfram við vandamál vegna kórónuveirusmits Seth Curry. Níu leikmenn liðsins gátu þó spilað í nótt en félagið fékk sekt upp á 3,2 milljónir króna fyrir brot á reglum um meiðsli leikmanna. Eftir góða byrjun á tímabilinu tapaði Philadelphia þriðja leik sínum í röð gegn Atlanta í nótt, 112-94. Liðið var aðeins með sjö nothæfa leikmenn í tapinu gegn Denver Nuggets um helgina en fékk Mike Scott og Joel Embiid aftur í sinn hóp gegn Atlanta. Embiid skoraði 24 stig og tók 11 fráköst. En auk Curry eru fjórir leikmenn liðsins í sóttkví. „Það mun enginn vorkenna okkar,“ sagði Doc Rivers, þjálfari Philadelphia. „Við verðum bara að reyna að vinna þessa leiki. Við erum í erfiðum málum vegna COVID en ég hef lúmskan grun um að mörg lið eigi eftir að lenda í þessum vandræðum. Upplýstu ekki um meiðsli Hvert lið þarf að hafa átta leikmenn til taks til að mega spila, samkvæmt kórónuveirureglum deildarinnar. Philadelphia svindlaði á þeim reglum með því að hafa Ben Simmons, sem er meiddur í hné, á bekknum gegn Denver. Hann missti einnig af leiknum í nótt. Philadelphia hefur nú verið sektað fyrir að upplýsa ekki um meiðsli Simmons í samræmi við reglur um að meiðslastaða leikmanna í deildinni sé uppi á borðum Trae Young var stigahæstur Atlanta með 26 stig en hann skoraði meðal annars fyrstu þrjár körfur liðsins í öflugri byrjun á þriðja leikhluta, þegar Atlanta svo til gerði út um leikinn. Þrenna hjá Siakam en tap á síðustu stundu Kórónuveiran heldur áfram að hafa áhrif á NBA-deildina en leik New Orleans Pelicans og Dallas Mavericks sem fara átti fram liðna nótt var frestað. Sömuleiðis var leik Boston Celtics og Chicago Bulls, sem átti að vera í kvöld, frestað. CJ McCollum tryggði Portland Trail Blazers eins stigs sigur á Toronto Raptors, 112-111, með körfu þegar 9,6 sekúndur voru eftir. Hann skoraði 30 stig í leiknum og Damian Lillard 23. Toronto komst 17 stigum yfir en glutraði niður forskotinu, þrátt fyrir að Pascal Siakam skoraði sína fyrstu þrennu en hann var með 22 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar. CJ is cold-blooded! #Crunchtime pic.twitter.com/Wqq1Xboik7— NBA TV (@NBATV) January 12, 2021 Úrslitin í nótt: Charlotte 109 – 88 New York Cleveland 91 – 101 Memphis Orlando 99 – 121 Milwaukee Washington 128 – 107 Phoenix Atlanta 112 – 94 Philadelphia Portland 112 – 111 Toronto Sacramento 127 – 122 Indiana Dallas – New Orleans, frestað NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Sjá meira
Eftir góða byrjun á tímabilinu tapaði Philadelphia þriðja leik sínum í röð gegn Atlanta í nótt, 112-94. Liðið var aðeins með sjö nothæfa leikmenn í tapinu gegn Denver Nuggets um helgina en fékk Mike Scott og Joel Embiid aftur í sinn hóp gegn Atlanta. Embiid skoraði 24 stig og tók 11 fráköst. En auk Curry eru fjórir leikmenn liðsins í sóttkví. „Það mun enginn vorkenna okkar,“ sagði Doc Rivers, þjálfari Philadelphia. „Við verðum bara að reyna að vinna þessa leiki. Við erum í erfiðum málum vegna COVID en ég hef lúmskan grun um að mörg lið eigi eftir að lenda í þessum vandræðum. Upplýstu ekki um meiðsli Hvert lið þarf að hafa átta leikmenn til taks til að mega spila, samkvæmt kórónuveirureglum deildarinnar. Philadelphia svindlaði á þeim reglum með því að hafa Ben Simmons, sem er meiddur í hné, á bekknum gegn Denver. Hann missti einnig af leiknum í nótt. Philadelphia hefur nú verið sektað fyrir að upplýsa ekki um meiðsli Simmons í samræmi við reglur um að meiðslastaða leikmanna í deildinni sé uppi á borðum Trae Young var stigahæstur Atlanta með 26 stig en hann skoraði meðal annars fyrstu þrjár körfur liðsins í öflugri byrjun á þriðja leikhluta, þegar Atlanta svo til gerði út um leikinn. Þrenna hjá Siakam en tap á síðustu stundu Kórónuveiran heldur áfram að hafa áhrif á NBA-deildina en leik New Orleans Pelicans og Dallas Mavericks sem fara átti fram liðna nótt var frestað. Sömuleiðis var leik Boston Celtics og Chicago Bulls, sem átti að vera í kvöld, frestað. CJ McCollum tryggði Portland Trail Blazers eins stigs sigur á Toronto Raptors, 112-111, með körfu þegar 9,6 sekúndur voru eftir. Hann skoraði 30 stig í leiknum og Damian Lillard 23. Toronto komst 17 stigum yfir en glutraði niður forskotinu, þrátt fyrir að Pascal Siakam skoraði sína fyrstu þrennu en hann var með 22 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar. CJ is cold-blooded! #Crunchtime pic.twitter.com/Wqq1Xboik7— NBA TV (@NBATV) January 12, 2021 Úrslitin í nótt: Charlotte 109 – 88 New York Cleveland 91 – 101 Memphis Orlando 99 – 121 Milwaukee Washington 128 – 107 Phoenix Atlanta 112 – 94 Philadelphia Portland 112 – 111 Toronto Sacramento 127 – 122 Indiana Dallas – New Orleans, frestað NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Charlotte 109 – 88 New York Cleveland 91 – 101 Memphis Orlando 99 – 121 Milwaukee Washington 128 – 107 Phoenix Atlanta 112 – 94 Philadelphia Portland 112 – 111 Toronto Sacramento 127 – 122 Indiana Dallas – New Orleans, frestað
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum