Segist enga ábyrgð bera Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2021 18:05 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fyrir utan Hvíta húsið í dag. Hann sakaði Demókrata um að valda deilum í Bandaríkjunum og sagði að mótmæli og óeirðir vegna lögregluofbeldis í sumar væru hið raunverulega vandamál. AP/Gerald Herberrt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir gífurlega reiði í Bandaríkjunum vegna þess að fulltrúadeild þingsins undirbúi að kæra hann aftur fyrir embættisbrot. Að þessu sinni er verið að kæra hann fyrir að hvetja fólk til uppreisnar. Kæran, sem hefur ekki verið samþykkt í fulltrúadeildinni, tekur sérstaklega fyrir hlutverk forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Trump hefur haldið því fram að kosningunum hafi verið stolið af honum með umfangsmiklu kosningasvindli. Engar vísbendingar um slíkt svindl hafa litið dagsins ljós. Trump og bandamenn hans hafa tapað tugum dómsmála eða dómarar hafnað þeim, og rannsóknir og endurtalningar hafa ekki leitt neitt í ljós. Til stendur að greiða atkvæði um kæruna á morgun. Verði hún samþykkt, yrði það í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem forseti er kærður tvisvar sinnum fyrir embættisbrot. Trump ræddi við blaðamenn þegar hann var á leið til Texas í dag og var það í fyrsta sinn sem hann hefur sést opinberlega síðan í síðustu viku. Þá sakaði hann Demókrata um að valda gífurlegri reiði í Bandaríkjunum með viðleitni þeirra og sagði það hræðilegt. Hann sagðist ekkert hafa gert af sér. Ummæli hans hefðu verið „algjörlega við hæfi“. „Að halda áfram þessa leið, ég held það sé að valda gífurlegri hættu fyrir landið okkar og gífurlegri reiðu. Ég vil ekkert ofbeldi,“ sagði Trump. Þegar hann lenti svo í Texas ræddi hann aftur við blaðamenn í stuttan tíma og sagði forsetinn þá að tæknifyrirtæki væru að grafa gjá á milli Bandaríkjamanna. Sagði hann fólk einnig gífurlega reitt vegna þess, áður en hann sagði aftur að hann vildi ekki ofbeldi. Trump sagði einnig að „margt fólk“ hefði greint ræðu hans fyrir árásina á þingið í blöðum og í sjónvarpi og allir hefðu verið sammála um að hann hefði ekkert gert af sér. Þá gagnrýndi hann það sem „annað fólk“ og stjórnmálamenn hefðu sagt um mótmæli og óeirðir sumarsins vegna ofbeldis lögregluþjóna gagnvart þeldökku fólki. Forsetinn sagði að þau mótmæli væru „raunverulega vandamálið“. Athygli vakti að Trump viðurkenndi ekki ósigur í kosningunum í nóvember og samkvæmt frétt Reuters, neitaði hann að svara spurningu um hvort hann bæri einhverja ábyrgð á árásinni á þinghúsið. Sakaði Antifa um ofbeldið Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, sem er á móti því að kæra Trump, sagði í dag að hann hefði rætt við forsetann í síma og þá hefði Trump viðurkennt að hann bæri ábyrgð að hluta til og honum þætti þetta leitt. Axios hefur þó eftir heimildarmönnum sínum að símtal þeirra McCarthy og Trumps hafi verið spennuþrungið og að Trump hafi staðhæft að meðlimir Antifa, ekki stuðningsmenn hans, bæru ábyrgð á ofbeldinu í og við þinghúsið. McCarthy mun þá hafa sagt: „Þetta er ekki Antifa, þetta er MAGA. Ég veit það. Ég var þarna.“ Þegar Trump fór einnig að kvarta yfir því að kosningunum í nóvember hafi verið stolið af honum stöðvaði McCarthy hann, samkvæmt Axios, og sagði honum að hætta. Kosningunum væri lokið. Þá mun McCarthy hafa hvatt Trump til að fylgja hefðum, hringja í Biden og skilja bréf til hans eftir á skrifborði forsetans. Trump sagðist ekki hafa ákveðið hvort hann myndi gera það. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir FBI varar við mótmælum og ofbeldi víða um Bandaríkin Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að hópar vopnaðra manna ætli sér að mótmæla embættistöku Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna, þann 20 janúar. Mótmælin eru sögð eiga að hefjast seinna í þessari viku og standa yfir þar til Biden tekur við embætti og jafnvel lengur. 11. janúar 2021 22:30 Lögðu fram frumvarp um aðra kæru gegn Trump Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa lagt formlega fram frumvarp um að kæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í annað sinn fyrir embættisbrot. Það felur í sér að kæra hann sérstaklega fyrir að hvetja fólk til uppreisnar og þá fyrir hlutverk hans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. 11. janúar 2021 17:51 Vildi „setja kúlu í hausinn á Pelosi“ í beinni Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa greint frá upplýsingum úr rannsókn yfirvalda, sem snýr að árás stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag. Frá þessu er greint á vef CNN. 9. janúar 2021 14:22 „Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin“ Fjöldi blaðamanna og ljósmyndara var í og við bandaríska þinghúsið á miðvikudag og upplifði þá ótrúlegu atburðarás þegar æstur múgur, stuðningsmenn Donalds Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í húsið. 9. janúar 2021 19:31 Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38 Trump verður ekki viðstaddur innsetningu Bidens Donald Trump fráfarandi Bandaríkjaforseti ætlar ekki að mæta á vígsluathöfn Joes Biden þann 20. janúar. Frá þessu greinir Trump á Twitter en nefnir ekki ástæðu þess að hann ætlar ekki að mæta. 8. janúar 2021 16:03 Fá raunveruleg tilvik kosningasvindls hafa fundist Þrátt fyrir umfangsmikla leit Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans að kosningasvindli í lykilríkjum í Bandaríkjunum, og ásakanir um að slíkt svindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í byrjun nóvember, hafa tiltölulega fá og umfangslítil tilvik fundist. Örfá hafa leitt til ákæra. 23. desember 2020 16:04 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Kæran, sem hefur ekki verið samþykkt í fulltrúadeildinni, tekur sérstaklega fyrir hlutverk forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Trump hefur haldið því fram að kosningunum hafi verið stolið af honum með umfangsmiklu kosningasvindli. Engar vísbendingar um slíkt svindl hafa litið dagsins ljós. Trump og bandamenn hans hafa tapað tugum dómsmála eða dómarar hafnað þeim, og rannsóknir og endurtalningar hafa ekki leitt neitt í ljós. Til stendur að greiða atkvæði um kæruna á morgun. Verði hún samþykkt, yrði það í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem forseti er kærður tvisvar sinnum fyrir embættisbrot. Trump ræddi við blaðamenn þegar hann var á leið til Texas í dag og var það í fyrsta sinn sem hann hefur sést opinberlega síðan í síðustu viku. Þá sakaði hann Demókrata um að valda gífurlegri reiði í Bandaríkjunum með viðleitni þeirra og sagði það hræðilegt. Hann sagðist ekkert hafa gert af sér. Ummæli hans hefðu verið „algjörlega við hæfi“. „Að halda áfram þessa leið, ég held það sé að valda gífurlegri hættu fyrir landið okkar og gífurlegri reiðu. Ég vil ekkert ofbeldi,“ sagði Trump. Þegar hann lenti svo í Texas ræddi hann aftur við blaðamenn í stuttan tíma og sagði forsetinn þá að tæknifyrirtæki væru að grafa gjá á milli Bandaríkjamanna. Sagði hann fólk einnig gífurlega reitt vegna þess, áður en hann sagði aftur að hann vildi ekki ofbeldi. Trump sagði einnig að „margt fólk“ hefði greint ræðu hans fyrir árásina á þingið í blöðum og í sjónvarpi og allir hefðu verið sammála um að hann hefði ekkert gert af sér. Þá gagnrýndi hann það sem „annað fólk“ og stjórnmálamenn hefðu sagt um mótmæli og óeirðir sumarsins vegna ofbeldis lögregluþjóna gagnvart þeldökku fólki. Forsetinn sagði að þau mótmæli væru „raunverulega vandamálið“. Athygli vakti að Trump viðurkenndi ekki ósigur í kosningunum í nóvember og samkvæmt frétt Reuters, neitaði hann að svara spurningu um hvort hann bæri einhverja ábyrgð á árásinni á þinghúsið. Sakaði Antifa um ofbeldið Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, sem er á móti því að kæra Trump, sagði í dag að hann hefði rætt við forsetann í síma og þá hefði Trump viðurkennt að hann bæri ábyrgð að hluta til og honum þætti þetta leitt. Axios hefur þó eftir heimildarmönnum sínum að símtal þeirra McCarthy og Trumps hafi verið spennuþrungið og að Trump hafi staðhæft að meðlimir Antifa, ekki stuðningsmenn hans, bæru ábyrgð á ofbeldinu í og við þinghúsið. McCarthy mun þá hafa sagt: „Þetta er ekki Antifa, þetta er MAGA. Ég veit það. Ég var þarna.“ Þegar Trump fór einnig að kvarta yfir því að kosningunum í nóvember hafi verið stolið af honum stöðvaði McCarthy hann, samkvæmt Axios, og sagði honum að hætta. Kosningunum væri lokið. Þá mun McCarthy hafa hvatt Trump til að fylgja hefðum, hringja í Biden og skilja bréf til hans eftir á skrifborði forsetans. Trump sagðist ekki hafa ákveðið hvort hann myndi gera það.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir FBI varar við mótmælum og ofbeldi víða um Bandaríkin Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að hópar vopnaðra manna ætli sér að mótmæla embættistöku Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna, þann 20 janúar. Mótmælin eru sögð eiga að hefjast seinna í þessari viku og standa yfir þar til Biden tekur við embætti og jafnvel lengur. 11. janúar 2021 22:30 Lögðu fram frumvarp um aðra kæru gegn Trump Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa lagt formlega fram frumvarp um að kæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í annað sinn fyrir embættisbrot. Það felur í sér að kæra hann sérstaklega fyrir að hvetja fólk til uppreisnar og þá fyrir hlutverk hans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. 11. janúar 2021 17:51 Vildi „setja kúlu í hausinn á Pelosi“ í beinni Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa greint frá upplýsingum úr rannsókn yfirvalda, sem snýr að árás stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag. Frá þessu er greint á vef CNN. 9. janúar 2021 14:22 „Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin“ Fjöldi blaðamanna og ljósmyndara var í og við bandaríska þinghúsið á miðvikudag og upplifði þá ótrúlegu atburðarás þegar æstur múgur, stuðningsmenn Donalds Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í húsið. 9. janúar 2021 19:31 Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38 Trump verður ekki viðstaddur innsetningu Bidens Donald Trump fráfarandi Bandaríkjaforseti ætlar ekki að mæta á vígsluathöfn Joes Biden þann 20. janúar. Frá þessu greinir Trump á Twitter en nefnir ekki ástæðu þess að hann ætlar ekki að mæta. 8. janúar 2021 16:03 Fá raunveruleg tilvik kosningasvindls hafa fundist Þrátt fyrir umfangsmikla leit Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans að kosningasvindli í lykilríkjum í Bandaríkjunum, og ásakanir um að slíkt svindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í byrjun nóvember, hafa tiltölulega fá og umfangslítil tilvik fundist. Örfá hafa leitt til ákæra. 23. desember 2020 16:04 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
FBI varar við mótmælum og ofbeldi víða um Bandaríkin Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að hópar vopnaðra manna ætli sér að mótmæla embættistöku Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna, þann 20 janúar. Mótmælin eru sögð eiga að hefjast seinna í þessari viku og standa yfir þar til Biden tekur við embætti og jafnvel lengur. 11. janúar 2021 22:30
Lögðu fram frumvarp um aðra kæru gegn Trump Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa lagt formlega fram frumvarp um að kæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í annað sinn fyrir embættisbrot. Það felur í sér að kæra hann sérstaklega fyrir að hvetja fólk til uppreisnar og þá fyrir hlutverk hans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. 11. janúar 2021 17:51
Vildi „setja kúlu í hausinn á Pelosi“ í beinni Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa greint frá upplýsingum úr rannsókn yfirvalda, sem snýr að árás stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag. Frá þessu er greint á vef CNN. 9. janúar 2021 14:22
„Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin“ Fjöldi blaðamanna og ljósmyndara var í og við bandaríska þinghúsið á miðvikudag og upplifði þá ótrúlegu atburðarás þegar æstur múgur, stuðningsmenn Donalds Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í húsið. 9. janúar 2021 19:31
Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38
Trump verður ekki viðstaddur innsetningu Bidens Donald Trump fráfarandi Bandaríkjaforseti ætlar ekki að mæta á vígsluathöfn Joes Biden þann 20. janúar. Frá þessu greinir Trump á Twitter en nefnir ekki ástæðu þess að hann ætlar ekki að mæta. 8. janúar 2021 16:03
Fá raunveruleg tilvik kosningasvindls hafa fundist Þrátt fyrir umfangsmikla leit Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans að kosningasvindli í lykilríkjum í Bandaríkjunum, og ásakanir um að slíkt svindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í byrjun nóvember, hafa tiltölulega fá og umfangslítil tilvik fundist. Örfá hafa leitt til ákæra. 23. desember 2020 16:04