99 dagar og veiran var vandamálið Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2021 08:00 Haukar sækja Fjölni heim í kvöld og bikarmeistarar Skallagríms fara á Hlíðarenda og mæta meisturum Vals. VÍSIR/VILHELM Í dag er sannkallaður gleðidagur fyrir íslenskt íþróttalíf þegar keppni í íþróttum hefst að nýju eftir lengsta bann við keppni í sögu þjóðarinnar. Frá því að kórónuveiran barst til landsins í lok febrúar á síðasta ári hefur ekki verið gert lengra hlé á keppni en það sem lýkur í dag. Alls eru 99 dagar síðan að Keflavík sótti Þór heim á Akureyri í körfubolta karla þann 6. október, í síðasta úrvalsdeildarleik sem leikinn var áður en biðin langa hófst. Keppni í Dominos-deild karla hefst einmitt að nýju annað kvöld en það verða körfuboltakonurnar sem hefja fjörið í dag þegar heil umferð í Dominos-deild kvenna fer fram. Liðin í deildunum hafa aðeins spilað 1-3 deildarleiki síðan í mars. Svipaða sögu er að segja í Olís-deild kvenna í handbolta sem hefst að nýju á laugardaginn, en í Olís-deild karla er aðeins lengra hlé vegna HM í Egyptalandi, þó ekki nema fram til 24. janúar. Íþróttafólk fagnar í dag en vegna HM þurfa karlaliðin í handbolta að bíða aðeins lengur með að byrja að spila.vísir/Hulda Margrét Undirbúningsmót fyrir næsta tímabil eru að hefjast í fótboltanum, keppni í blaki hefst að nýju um helgina, og svo mætti áfram telja. Hefðbundnar æfingar með snertingu hafa verið heimilar frá 10. desember og því ættu leikmenn að vera ágætlega búnir undir þá miklu törn sem framundan er víða. Þeir fá ekki að spila fyrir framan áhorfendur, enn um sinn, en fagna því eflaust fyrst og fremst að komast aftur á völlinn í alvöru keppni. Skellt í lás í borginni en landsbyggðarliðin máttu æfa og spila En hvernig hafa málin þróast þessa 99 daga frá síðasta leik? Íþróttasérsamböndin voru frekar tvístígandi til að byrja með, eftir að skellt var í lás frá og með 7. október, enda reglurnar ekki á kristaltæru. Allar takmarkanir miðuðust við höfuðborgarsvæðið og voru mjög strangar fyrir innanhússíþróttir, því ekki mátti æfa þær lengur. Íþróttir utandyra voru áfram leyfðar, þvert gegn tilmælum sóttvarnalæknis, hvort sem var æfingar eða keppni. Knattspyrnusamband Íslands ákvað þó að miða við tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samræmi við sína Covid-reglugerð og var öllu mótahaldi innanlands frestað. Æfingabann á öllu landinu Með nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra þann 20. október var svo ekki lengur gerður greinarmunur á íþróttum innan- eða utanhúss á höfuðborgarsvæðinu, og þær bannaðar. Það er að segja íþróttir með snertingu. Íþróttafólk búsett utan höfuðborgarsvæðisins mátti hins vegar áfram æfa og keppa án takmarkana, en það var þó aðeins nýtt til að leika æfingaleiki. Það var svo 31. október sem að íþróttastarf á öllu landinu, æfingar og keppni, var stöðvað. Eftir sem áður voru þó veittar undanþágur fyrir alþjóðlega leiki. KSÍ hafði degi áður samþykkt að hætta keppni á öllum mótum ársins 2020. Það liðu því að lágmarki 40 dagar fyrir íþróttafólk á öllu landinu þar sem ekki mátti æfa með snertingu. Það hefur nú haft rúman mánuð til að æfa með öllu hefðbundnari hætti, þó í óvissu þar til síðasta föstudag um það hvenær leyfi gæfist fyrir keppni að nýju. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Konurnar þurfa mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sport Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Fleiri fréttir Konurnar þurfa mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Sjá meira
Frá því að kórónuveiran barst til landsins í lok febrúar á síðasta ári hefur ekki verið gert lengra hlé á keppni en það sem lýkur í dag. Alls eru 99 dagar síðan að Keflavík sótti Þór heim á Akureyri í körfubolta karla þann 6. október, í síðasta úrvalsdeildarleik sem leikinn var áður en biðin langa hófst. Keppni í Dominos-deild karla hefst einmitt að nýju annað kvöld en það verða körfuboltakonurnar sem hefja fjörið í dag þegar heil umferð í Dominos-deild kvenna fer fram. Liðin í deildunum hafa aðeins spilað 1-3 deildarleiki síðan í mars. Svipaða sögu er að segja í Olís-deild kvenna í handbolta sem hefst að nýju á laugardaginn, en í Olís-deild karla er aðeins lengra hlé vegna HM í Egyptalandi, þó ekki nema fram til 24. janúar. Íþróttafólk fagnar í dag en vegna HM þurfa karlaliðin í handbolta að bíða aðeins lengur með að byrja að spila.vísir/Hulda Margrét Undirbúningsmót fyrir næsta tímabil eru að hefjast í fótboltanum, keppni í blaki hefst að nýju um helgina, og svo mætti áfram telja. Hefðbundnar æfingar með snertingu hafa verið heimilar frá 10. desember og því ættu leikmenn að vera ágætlega búnir undir þá miklu törn sem framundan er víða. Þeir fá ekki að spila fyrir framan áhorfendur, enn um sinn, en fagna því eflaust fyrst og fremst að komast aftur á völlinn í alvöru keppni. Skellt í lás í borginni en landsbyggðarliðin máttu æfa og spila En hvernig hafa málin þróast þessa 99 daga frá síðasta leik? Íþróttasérsamböndin voru frekar tvístígandi til að byrja með, eftir að skellt var í lás frá og með 7. október, enda reglurnar ekki á kristaltæru. Allar takmarkanir miðuðust við höfuðborgarsvæðið og voru mjög strangar fyrir innanhússíþróttir, því ekki mátti æfa þær lengur. Íþróttir utandyra voru áfram leyfðar, þvert gegn tilmælum sóttvarnalæknis, hvort sem var æfingar eða keppni. Knattspyrnusamband Íslands ákvað þó að miða við tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samræmi við sína Covid-reglugerð og var öllu mótahaldi innanlands frestað. Æfingabann á öllu landinu Með nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra þann 20. október var svo ekki lengur gerður greinarmunur á íþróttum innan- eða utanhúss á höfuðborgarsvæðinu, og þær bannaðar. Það er að segja íþróttir með snertingu. Íþróttafólk búsett utan höfuðborgarsvæðisins mátti hins vegar áfram æfa og keppa án takmarkana, en það var þó aðeins nýtt til að leika æfingaleiki. Það var svo 31. október sem að íþróttastarf á öllu landinu, æfingar og keppni, var stöðvað. Eftir sem áður voru þó veittar undanþágur fyrir alþjóðlega leiki. KSÍ hafði degi áður samþykkt að hætta keppni á öllum mótum ársins 2020. Það liðu því að lágmarki 40 dagar fyrir íþróttafólk á öllu landinu þar sem ekki mátti æfa með snertingu. Það hefur nú haft rúman mánuð til að æfa með öllu hefðbundnari hætti, þó í óvissu þar til síðasta föstudag um það hvenær leyfi gæfist fyrir keppni að nýju.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Konurnar þurfa mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sport Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Fleiri fréttir Konurnar þurfa mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Sjá meira