James með stæla og Harden búinn að gefast upp Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2021 07:31 LeBron James og James Harden áttust við í nótt í heldur ójöfnum leik. Getty/Carmen Mandato Los Angeles Lakers styrktu stöðu sína á toppi vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta þegar þeir rúlluðu yfir Houston Rockets, 117-100, í nótt. Algjör uppgjafartónn var í James Harden, stjörnuleikmanni Houston. Lakers stungu strax af og voru 35-14 yfir eftir fyrsta leikhluta. LeBron James skoraði 26 stig og þar af 22 í fyrri hálfleik, meðal annars úr þriggja stiga skoti í öðrum leikhluta sem hann sleppti því að fylgjast með hvort færi niður, við mikinn fögnuð félaga sinna. 22 at the half for LBJ. @Lakers | @NBATVpic.twitter.com/AqtDIwjxKA— NBA (@NBA) January 13, 2021 James Harden svo gott sem bað um að fá að losna frá Houston eftir tapið, en í annað sinn á þremur dögum var ekki að sjá að liðið ætti nokkurn einasta möguleika í Lakers sem fögnuðu 120-102 sigri þegar liðin mættust á sunnudag. Staða sem að ekki er hægt að laga Eða hljóma þessi orð Harden, sem orðaður hefur verið við Boston Celtics, ekki eins og kveðjuorð? „Ég elska þessa borg. Ég hef gert gjörsamlega allt sem ég get. Þessi staða er klikkuð. Þetta er eitthvað sem ég held að verði ekki hægt að laga. Svo já. Takk,“ sagði Harden í gegnum Zoom þegar blaðamannafundi hans eftir leik lauk. Áður hafði Harden sagt að Houston væri ekki einu sinni nálægt því að vera í sama flokki og lið á borð við meistara Lakers. Embiid magnaður í framlengdum leik John Wall, sem kom til Houston frá Washington Wizards í fyrra, var spurður út í ummæli Hardens: „Hann má alveg hafa sína skoðun. Þegar allir, frá 1. til 15. manns, vita sitt hlutverk og eru á sömu blaðsíðu, vita hvað þeir vilja og ætla að vinna, þá er allt í góðu. En þegar ákveðnir menn í hópnum taka ekki þátt í þessu þá er erfitt að gera eitthvað merkilegt sem körfuboltalið,“ sagði Wall. Af öðrum úrslitum næturinnar má nefna að Joel Embiid skoraði 45 stig þegar Philadelphia 76ers vann Miami Heat í framlengdum leik, 137-134, í leik liða sem verið hafa í vandræðum með að fylla í lið vegna kórónuveirunnar. Dakota Mathias tryggði sigurinn með þriggja stiga körfu þegar 26,1 sekúndur voru eftir. @JoelEmbiid becomes the first @sixers player with 45+ PTS, 15+ REB and 5+ STL since steals were first tracked in 1973-74!45 PTS | 16 REB | 5 STL (career high) | 16-23 FGM pic.twitter.com/i8LW4HtlA9— NBA (@NBA) January 13, 2021 Úrslit næturinnar: Philadelphia 137 – 134 Miami Brooklyn 122 – 116 Denver Cleveland 87 – 117 Utah Houston 100 – 117 LA Lakers Oklahoma 102 – 112 San Antonio Golden State 95 – 104 Indiana NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Lakers stungu strax af og voru 35-14 yfir eftir fyrsta leikhluta. LeBron James skoraði 26 stig og þar af 22 í fyrri hálfleik, meðal annars úr þriggja stiga skoti í öðrum leikhluta sem hann sleppti því að fylgjast með hvort færi niður, við mikinn fögnuð félaga sinna. 22 at the half for LBJ. @Lakers | @NBATVpic.twitter.com/AqtDIwjxKA— NBA (@NBA) January 13, 2021 James Harden svo gott sem bað um að fá að losna frá Houston eftir tapið, en í annað sinn á þremur dögum var ekki að sjá að liðið ætti nokkurn einasta möguleika í Lakers sem fögnuðu 120-102 sigri þegar liðin mættust á sunnudag. Staða sem að ekki er hægt að laga Eða hljóma þessi orð Harden, sem orðaður hefur verið við Boston Celtics, ekki eins og kveðjuorð? „Ég elska þessa borg. Ég hef gert gjörsamlega allt sem ég get. Þessi staða er klikkuð. Þetta er eitthvað sem ég held að verði ekki hægt að laga. Svo já. Takk,“ sagði Harden í gegnum Zoom þegar blaðamannafundi hans eftir leik lauk. Áður hafði Harden sagt að Houston væri ekki einu sinni nálægt því að vera í sama flokki og lið á borð við meistara Lakers. Embiid magnaður í framlengdum leik John Wall, sem kom til Houston frá Washington Wizards í fyrra, var spurður út í ummæli Hardens: „Hann má alveg hafa sína skoðun. Þegar allir, frá 1. til 15. manns, vita sitt hlutverk og eru á sömu blaðsíðu, vita hvað þeir vilja og ætla að vinna, þá er allt í góðu. En þegar ákveðnir menn í hópnum taka ekki þátt í þessu þá er erfitt að gera eitthvað merkilegt sem körfuboltalið,“ sagði Wall. Af öðrum úrslitum næturinnar má nefna að Joel Embiid skoraði 45 stig þegar Philadelphia 76ers vann Miami Heat í framlengdum leik, 137-134, í leik liða sem verið hafa í vandræðum með að fylla í lið vegna kórónuveirunnar. Dakota Mathias tryggði sigurinn með þriggja stiga körfu þegar 26,1 sekúndur voru eftir. @JoelEmbiid becomes the first @sixers player with 45+ PTS, 15+ REB and 5+ STL since steals were first tracked in 1973-74!45 PTS | 16 REB | 5 STL (career high) | 16-23 FGM pic.twitter.com/i8LW4HtlA9— NBA (@NBA) January 13, 2021 Úrslit næturinnar: Philadelphia 137 – 134 Miami Brooklyn 122 – 116 Denver Cleveland 87 – 117 Utah Houston 100 – 117 LA Lakers Oklahoma 102 – 112 San Antonio Golden State 95 – 104 Indiana NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Philadelphia 137 – 134 Miami Brooklyn 122 – 116 Denver Cleveland 87 – 117 Utah Houston 100 – 117 LA Lakers Oklahoma 102 – 112 San Antonio Golden State 95 – 104 Indiana
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira