BBC segir frá þessu, en um er að ræða mun verri árangur en mælist hjá Pfizer, Moderna og AstraZeneca og aðeins rétt rúmlega yfir kröfum. Þess er krafist að bóluefni hafi að minnsta kosti 50 prósent virkni til að það geti fengið markaðsleyfi.
Þá er niðurstaðan ákveðið áfall fyrir fyrirtækið sem áður hafði haldið því fram að virknin væri mun meiri, eða 78 prósent.
Mörg lönd hafa pantað efnið, þar á meðal Brasilía, Singapúr, Indónesía og Tyrkland og í Brasilíu er Sinovac aðeins annað af tveimur efnum sem samningar hafa verið gerðir um.
Brasilía er á meðal þeirra landa sem verst hafa orðið úti í faraldrinum til þessa.