Solskjær: Gætum ekki mætt á Anfield á betri tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2021 09:31 Ole Gunnar Solskjær fagnar Paul Pogba eftir að franski landsliðsmaðurinn hafði tryggt Manchester United öll þrjú stigin. Getty/Matthew Peters Ole Gunnar Solskjær er búinn að koma liði Manchester United á toppinn í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í langan tíma og næst á dagskrá er heimsókn til Englandsmeistara Liverpool um næstu helgi. Manchester United náði tryggja stiga forskoti á Liverpool eftir 1-0 útisigur á Burnley í gærkvöldi en Paul Pogba skoraði eina mark leiksins. Þetta er í fyrsta sinn frá 2012-13 tímabilinu þar sem United situr í toppsætinu eftir áramót. „Við erum að verða betri og betri. Við erum í góðri stöðu. Það mun samt enginn muna eftir töflunni frá 12. janúar. Sunnudagurinn er próf á bæði karakter og gæðum liðsins. Við hlökkum til,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Manchester United 'excited and hungry' for summit meeting with Liverpool https://t.co/S2cnieuLTq— Guardian sport (@guardian_sport) January 13, 2021 „Við erum að fara í próf á móti sönnum meisturum og langbesta liði deildarinnar í langan tíma. Við erum tilbúnir, spenntir og hungraðir. Við gætum ekki mætt á Anfield á betri tíma,“ sagði Solskjær. Á sama tíma og Manchester United hefur unnið hvern leikinn á fætur öðrum þá hefur lítið sem ekkert gengið hjá Liverpool liðinu. Stuðningsmenn Manchester United hafa þurft að bíða lengi eftir Paul Pogba en nú er hann farinn að spila eins og hann á að sér á ný. Pogba var hetja liðsins í gærkvöldi. We know it s going to be hard, what a three and a half seasons Liverpool have had, but we re ready and hungry. We couldn t have asked for a better time to go there." Ole Gunnar Solskjaer has his sights set on Liverpool @LukeEdwardsTele (4/5) https://t.co/GsmWYQMtPD— Telegraph Sport (@TelegraphSport) January 13, 2021 „Við erum að sjá bestu útgáfuna af Pogba þessa dagana. Paul hefur verið meiddur og hann þurfti tíma til að komast aftur í sitt besta form. Ég hef alltaf sagt það að Paul sé mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Hann er líka öflugur karakter í búningsklefanum,“ sagði Solskjær. Manchester United hefur ekki fagnað sigri á Anfield í fimm ár. „Við förum fullir sjálfstrausts inn í leikina okkar núna. Við höfum staðið okkur mjög vel á útivelli. Við þurfum að trúa á okkur sjálfa sem og við gerum. Þetta eru góðir tímar,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Enski boltinn Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Fleiri fréttir Everton jafnaði metin í uppbótatíma Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Sjá meira
Manchester United náði tryggja stiga forskoti á Liverpool eftir 1-0 útisigur á Burnley í gærkvöldi en Paul Pogba skoraði eina mark leiksins. Þetta er í fyrsta sinn frá 2012-13 tímabilinu þar sem United situr í toppsætinu eftir áramót. „Við erum að verða betri og betri. Við erum í góðri stöðu. Það mun samt enginn muna eftir töflunni frá 12. janúar. Sunnudagurinn er próf á bæði karakter og gæðum liðsins. Við hlökkum til,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Manchester United 'excited and hungry' for summit meeting with Liverpool https://t.co/S2cnieuLTq— Guardian sport (@guardian_sport) January 13, 2021 „Við erum að fara í próf á móti sönnum meisturum og langbesta liði deildarinnar í langan tíma. Við erum tilbúnir, spenntir og hungraðir. Við gætum ekki mætt á Anfield á betri tíma,“ sagði Solskjær. Á sama tíma og Manchester United hefur unnið hvern leikinn á fætur öðrum þá hefur lítið sem ekkert gengið hjá Liverpool liðinu. Stuðningsmenn Manchester United hafa þurft að bíða lengi eftir Paul Pogba en nú er hann farinn að spila eins og hann á að sér á ný. Pogba var hetja liðsins í gærkvöldi. We know it s going to be hard, what a three and a half seasons Liverpool have had, but we re ready and hungry. We couldn t have asked for a better time to go there." Ole Gunnar Solskjaer has his sights set on Liverpool @LukeEdwardsTele (4/5) https://t.co/GsmWYQMtPD— Telegraph Sport (@TelegraphSport) January 13, 2021 „Við erum að sjá bestu útgáfuna af Pogba þessa dagana. Paul hefur verið meiddur og hann þurfti tíma til að komast aftur í sitt besta form. Ég hef alltaf sagt það að Paul sé mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Hann er líka öflugur karakter í búningsklefanum,“ sagði Solskjær. Manchester United hefur ekki fagnað sigri á Anfield í fimm ár. „Við förum fullir sjálfstrausts inn í leikina okkar núna. Við höfum staðið okkur mjög vel á útivelli. Við þurfum að trúa á okkur sjálfa sem og við gerum. Þetta eru góðir tímar,“ sagði Ole Gunnar Solskjær.
Enski boltinn Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Fleiri fréttir Everton jafnaði metin í uppbótatíma Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Sjá meira