Umfjöllun og viðtöl: Valur - Skallagrímur 91-58 | Íslandsmeistarnir skelltu bikarmeisturunum Andri Már Eggertsson skrifar 13. janúar 2021 21:52 Haukar - Valur Domino's deild kvenna, veturinn 2019 - 2020. Körfubolti. Foto: Daniel Thor/Daniel Thor Skallagrímur byrjaði á að taka frumkvæði leiksins og komust þær sjö stigum yfir snemma í fyrsta leikhluta. Ólafur Jónas þjálfari Vals var ekki ánægður með byrjun liðsins og tók leikhlé sem virtist vera það sem leikmenn Vals þurftu því það var allt annað að sjá þær eftir leikhléið. Skallagrímur átti í erfiðleikum með vörn Vals sem fór einnig að finna sig sóknarlega og gerði Guðbjörg Sverrisdóttir skemmtilega flautu körfu sem gaf Val sex stiga forskot eftir fyrsta fjórðung. Vandræði Skallagríms hélt áfram og var vörn Vals í fararbroddi sem skilaði þeim einnig auðveldum körfum hinum megin á vellinum. Forskot Vals jókst í 20. stiga mun og var brekkan orðin brött fyrir Borgnesinga í hálfleik. Valur hélt áfram að spila sinn flotta leik í seinni hálfleik og var það kani Vals Kiana Johnson sem gerði fyrstu körfu seinni hálfleiks með laglegu þriggja stiga skoti og setti tóninn sem Valur fylgdi eftir og á endanum kjöldróg Skallagrím 91 - 58. Af hverju vann Valur? Þríeyki Vals mætti í fyrsta sinn aftur á nýrri leiktíð þau Helena, Hildur Björg og Kiana Johnson. Þær áttu allar góðan leik og skiluðu góðu framlagi. Varnarleikur Vals var til fyrirmyndar þær pressuðu hátt dekkuðu sinn leikmann mjög vel sem gerði Skallagrím erfitt fyrir og voru þær oftar en ekki að taka erfið og þvinguð skot sem gengu ekki. Hverjar stóðu upp úr? Kiana Johnson átti góðan leik í bakverðinum hún var með öll völd á leiknum og gerði hún 19. stig og gaf 8. stoðsendingar og var ein mjög eftirminnaleg þar sem hún leit upp í stúku og gaf síðan í hina áttina og gabbaði vörn Skallagríms upp úr skónum. Ásta Júlía Grímsdóttir var frábær í kvöld hún tók mikið til sín og skilaði 14. stigum og tók 9. fráköst. Hvað gekk illa? Leikmenn Skallagríms virtust ekki vera tilbúnar í þetta og var mikið um einstaklingsframtök í sóknarleik liðsins sem Valur leysti auðveldlega, þær fundu hvorki liðsfélagana né körfuna þegar Valur pressaði þær hátt á völlinn og enduðu þær með 18. tapaða bolta. Hvað gerist næst? Marg umrædda hléið sem hefur verið í deildinni gerir það að verkum að leikið verði mjög þétt og stutt verður á milli leikja. Bæði lið eiga leik strax á laugardaginn þar sem Valur mætir Haukum í Ólafssal og Skallagrímur fær sinn fyrsta heimaleik gegn Snæfell eftir að hafa byrjað á þremur úti leikjum. Ólafur: Gerir starfið mitt auðveldara þegar ég get sett leikmann inn á og liðið verður betra „Liðsheildin var góð í kvöld, við fengum góðan kraft inn af bekknum og varnarlega vorum við mjög þéttar. Við fórum yfir stöðuna þegar ég tók leikhlé það var titringur í byrjun og ræddum við að vörnin yrði að vera betri en hún var sem gekk upp,” sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, kátur eftir leikinn. Ólafur var mjög ánægður með að vera loksins kominn á parketið á nýjan leik og gat hann svo sannarlega glaðst eftir frammistöðu síns liðs í kvöld. Helena Sverrisdóttir er mætt í Vals búningin á nýjan leik eftir barnsburð, Ólafur var ánægður með hennar framlag og hrósaði hann hennar körfubolta heila og er hún stór partur af Vals liðinu. „Liðið sem heild var mjög gott í kvöld ekki bara í stigaskori heldur líka í framlagi inn á vellinum þegar ég get sett leikmann inn á af bekknum og liðið verður betra við það erum við í mjög góðum málum.” Mótið verður þétt spilað og mikið af leikjum Valur er með góða breidd og tekur Ólafur undir það að þær munu hagnast á því vegna þess að liðin munu þurfa að nýta allan hópinn meira en þau hafa áður kynnst. Sigrún Sjöfn: Varnarleikur Vals á Íslandi er sjaldséður „Það var vitað að fyrsti leikur eftir þessa pásu yrði erfiður, við erum með nánast nýtt lið frá því í fyrra af erlendum leikmönnum og erum við með nýja erlenda leikmenn sem við erum að kynnast inn á vellinum sem tekur alltaf sinn tíma. Við lentum fljótt undir og var þá erfitt að koma til baka og ná sigri,” sagði Sigrún Sjöfn Ámunadóttir, leikmaður Skallagríms, um tapið í kvöld. Skallagrímur byrjaði þó leikinn af krafti og komst yfir í upphafi leiks. Sigrún sagði að bæði lið tóku tíma í að finna taktinn í leiknum sem skilaði betri byrjun Skallagríms, Valur fundu síðan sína styrkleika og breyttu yfir í betri vörn sem Skallagrímur áttu ekki svör við. „Valur spilaði frábæran varnarleik í kvöld, þær eru með góðan mannskap til að spila þessa vörn og erum við óvön að sjá svona varnarleik hér á Íslandi en þegar við vildum leysa hann þá gerðum við það en einstaklings framtakið fór með okkur sem skilaði sér í töpuðum boltum.” Skallagrímur spilar sinn fyrsta heimaleik næstkomandi laugardag, liðið byrjaði fyrstu þrjá leiki sína á útivelli og er tilhlökkun í fyrirliðanum að komast á heimavöllinn. „Það er alltaf gott að vera á heimavelli þar líður okkur best þó það séu ekki áhorfendur sem hefur verið mikill partur af okkar leik og gefið okkur ferska vinda en við vitum af þeim heima í stofu að fylgjast með okkur og hvetja okkur áfram,” sagði Sigrún og bætti við að þetta var ekki það sem þær ætluðu að sýna stuðningsmönnum sínum. Dominos-deild kvenna Valur Skallagrímur
Skallagrímur byrjaði á að taka frumkvæði leiksins og komust þær sjö stigum yfir snemma í fyrsta leikhluta. Ólafur Jónas þjálfari Vals var ekki ánægður með byrjun liðsins og tók leikhlé sem virtist vera það sem leikmenn Vals þurftu því það var allt annað að sjá þær eftir leikhléið. Skallagrímur átti í erfiðleikum með vörn Vals sem fór einnig að finna sig sóknarlega og gerði Guðbjörg Sverrisdóttir skemmtilega flautu körfu sem gaf Val sex stiga forskot eftir fyrsta fjórðung. Vandræði Skallagríms hélt áfram og var vörn Vals í fararbroddi sem skilaði þeim einnig auðveldum körfum hinum megin á vellinum. Forskot Vals jókst í 20. stiga mun og var brekkan orðin brött fyrir Borgnesinga í hálfleik. Valur hélt áfram að spila sinn flotta leik í seinni hálfleik og var það kani Vals Kiana Johnson sem gerði fyrstu körfu seinni hálfleiks með laglegu þriggja stiga skoti og setti tóninn sem Valur fylgdi eftir og á endanum kjöldróg Skallagrím 91 - 58. Af hverju vann Valur? Þríeyki Vals mætti í fyrsta sinn aftur á nýrri leiktíð þau Helena, Hildur Björg og Kiana Johnson. Þær áttu allar góðan leik og skiluðu góðu framlagi. Varnarleikur Vals var til fyrirmyndar þær pressuðu hátt dekkuðu sinn leikmann mjög vel sem gerði Skallagrím erfitt fyrir og voru þær oftar en ekki að taka erfið og þvinguð skot sem gengu ekki. Hverjar stóðu upp úr? Kiana Johnson átti góðan leik í bakverðinum hún var með öll völd á leiknum og gerði hún 19. stig og gaf 8. stoðsendingar og var ein mjög eftirminnaleg þar sem hún leit upp í stúku og gaf síðan í hina áttina og gabbaði vörn Skallagríms upp úr skónum. Ásta Júlía Grímsdóttir var frábær í kvöld hún tók mikið til sín og skilaði 14. stigum og tók 9. fráköst. Hvað gekk illa? Leikmenn Skallagríms virtust ekki vera tilbúnar í þetta og var mikið um einstaklingsframtök í sóknarleik liðsins sem Valur leysti auðveldlega, þær fundu hvorki liðsfélagana né körfuna þegar Valur pressaði þær hátt á völlinn og enduðu þær með 18. tapaða bolta. Hvað gerist næst? Marg umrædda hléið sem hefur verið í deildinni gerir það að verkum að leikið verði mjög þétt og stutt verður á milli leikja. Bæði lið eiga leik strax á laugardaginn þar sem Valur mætir Haukum í Ólafssal og Skallagrímur fær sinn fyrsta heimaleik gegn Snæfell eftir að hafa byrjað á þremur úti leikjum. Ólafur: Gerir starfið mitt auðveldara þegar ég get sett leikmann inn á og liðið verður betra „Liðsheildin var góð í kvöld, við fengum góðan kraft inn af bekknum og varnarlega vorum við mjög þéttar. Við fórum yfir stöðuna þegar ég tók leikhlé það var titringur í byrjun og ræddum við að vörnin yrði að vera betri en hún var sem gekk upp,” sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, kátur eftir leikinn. Ólafur var mjög ánægður með að vera loksins kominn á parketið á nýjan leik og gat hann svo sannarlega glaðst eftir frammistöðu síns liðs í kvöld. Helena Sverrisdóttir er mætt í Vals búningin á nýjan leik eftir barnsburð, Ólafur var ánægður með hennar framlag og hrósaði hann hennar körfubolta heila og er hún stór partur af Vals liðinu. „Liðið sem heild var mjög gott í kvöld ekki bara í stigaskori heldur líka í framlagi inn á vellinum þegar ég get sett leikmann inn á af bekknum og liðið verður betra við það erum við í mjög góðum málum.” Mótið verður þétt spilað og mikið af leikjum Valur er með góða breidd og tekur Ólafur undir það að þær munu hagnast á því vegna þess að liðin munu þurfa að nýta allan hópinn meira en þau hafa áður kynnst. Sigrún Sjöfn: Varnarleikur Vals á Íslandi er sjaldséður „Það var vitað að fyrsti leikur eftir þessa pásu yrði erfiður, við erum með nánast nýtt lið frá því í fyrra af erlendum leikmönnum og erum við með nýja erlenda leikmenn sem við erum að kynnast inn á vellinum sem tekur alltaf sinn tíma. Við lentum fljótt undir og var þá erfitt að koma til baka og ná sigri,” sagði Sigrún Sjöfn Ámunadóttir, leikmaður Skallagríms, um tapið í kvöld. Skallagrímur byrjaði þó leikinn af krafti og komst yfir í upphafi leiks. Sigrún sagði að bæði lið tóku tíma í að finna taktinn í leiknum sem skilaði betri byrjun Skallagríms, Valur fundu síðan sína styrkleika og breyttu yfir í betri vörn sem Skallagrímur áttu ekki svör við. „Valur spilaði frábæran varnarleik í kvöld, þær eru með góðan mannskap til að spila þessa vörn og erum við óvön að sjá svona varnarleik hér á Íslandi en þegar við vildum leysa hann þá gerðum við það en einstaklings framtakið fór með okkur sem skilaði sér í töpuðum boltum.” Skallagrímur spilar sinn fyrsta heimaleik næstkomandi laugardag, liðið byrjaði fyrstu þrjá leiki sína á útivelli og er tilhlökkun í fyrirliðanum að komast á heimavöllinn. „Það er alltaf gott að vera á heimavelli þar líður okkur best þó það séu ekki áhorfendur sem hefur verið mikill partur af okkar leik og gefið okkur ferska vinda en við vitum af þeim heima í stofu að fylgjast með okkur og hvetja okkur áfram,” sagði Sigrún og bætti við að þetta var ekki það sem þær ætluðu að sýna stuðningsmönnum sínum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti