Leggur til að fólk þurfi að framvísa vottorði til að komast til landsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. janúar 2021 17:20 Sóttvarnalæknir fann sig knúinn til að skila ráðherra nýrri tillögu um fyrirkomulag við landamærin eftir að þau svör fengust frá ráðuneytinu að ekki væri stoð fyrir hinum tillögum hans tveimur. Vísir/Egill Aðalsteinsson Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra nýja tillögu um fyrirkomulag við landamærin í ljósi þess að ráðuneytið hefur tjáð honum að ekki sé lagastoð fyrir tillögum hans, hvorki tillöguna um að öllum verði gert skylt að fara í tvöfalda skimun með sóttkví á milli né tillögu hans um tveggja vikna dvöl í farsóttarhúsi. Þórólfur greindi frá þessu í Reykjavík síðdegis. Skilaboðin frá ráðuneytinu urðu til þess að Þórólfur fann sig knúinn til að hugsa málið upp á nýtt og finna nýjar leiðir til að lágmarka áhættu á því að veiran berist inn í landið. Sérstaklega er horft til hins nýja breska afbrigðis í því tilliti. Nýja tillaga Þórólfs snýst um að fólki, sem hingað kemur, verði gert að framvísa neikvæðu COVID-prófi sem ekki má vera eldra en fjörutíu og átta klukkustunda gamalt. Samt sem áður þarf viðkomandi að sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins eða að velja tvöfalda skimun með sóttkví á milli. Þetta sé skilyrði til að komast um borð í flugvélar og til að komast hingað til lands. „Þetta er það sem er að gerast í nánast allri Evrópu. Það eru öll önnur lönd að koma með svona tillögur og ég held að það sé bara skynsamlegt í ljósi þessarar aukningar sem við erum að sjá erlendis og á landamærunum. Eftir því sem koma fleiri að landamærunum núna því meiri líkur að eitthvað gæti sloppið í gegn.“ Þórólfur segir að það sé gríðarlega mikilvægt að herða tökin á landamærunum í ljósi þess hve slæm staðan sé í Evrópu og hversu margir greinast við landamæraskimun. Í gær greindust til dæmis 26 við landamæraskimun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Sex greindust innanlands og 26 á landamærum Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír ekki. 26 greindust á landamærum. 13. janúar 2021 10:59 Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Nýjar reglur á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Nú mega tuttugu koma saman í stað tíu áður, líkamsræktarstöðvar mega hafa opið en einungis fyrir hóptíma þar sem ítrustu sóttvarnareglum er fylgt og veitingastaðir mega taka á móti tuttugu gestum í sama rými í stað fimmtán. 13. janúar 2021 06:19 Ekki útilokað að grípa til sams konar aðgerða og Danir og Bretar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útilokar ekki að krefja fólk um neikvætt vottorð við kórónuveirunni fyrir komu þess til Íslands. Hann segir helstu hættuna sem steðji að Íslendingum vera fjölda smita á landamærunum. 11. janúar 2021 19:26 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira
Skilaboðin frá ráðuneytinu urðu til þess að Þórólfur fann sig knúinn til að hugsa málið upp á nýtt og finna nýjar leiðir til að lágmarka áhættu á því að veiran berist inn í landið. Sérstaklega er horft til hins nýja breska afbrigðis í því tilliti. Nýja tillaga Þórólfs snýst um að fólki, sem hingað kemur, verði gert að framvísa neikvæðu COVID-prófi sem ekki má vera eldra en fjörutíu og átta klukkustunda gamalt. Samt sem áður þarf viðkomandi að sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins eða að velja tvöfalda skimun með sóttkví á milli. Þetta sé skilyrði til að komast um borð í flugvélar og til að komast hingað til lands. „Þetta er það sem er að gerast í nánast allri Evrópu. Það eru öll önnur lönd að koma með svona tillögur og ég held að það sé bara skynsamlegt í ljósi þessarar aukningar sem við erum að sjá erlendis og á landamærunum. Eftir því sem koma fleiri að landamærunum núna því meiri líkur að eitthvað gæti sloppið í gegn.“ Þórólfur segir að það sé gríðarlega mikilvægt að herða tökin á landamærunum í ljósi þess hve slæm staðan sé í Evrópu og hversu margir greinast við landamæraskimun. Í gær greindust til dæmis 26 við landamæraskimun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Sex greindust innanlands og 26 á landamærum Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír ekki. 26 greindust á landamærum. 13. janúar 2021 10:59 Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Nýjar reglur á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Nú mega tuttugu koma saman í stað tíu áður, líkamsræktarstöðvar mega hafa opið en einungis fyrir hóptíma þar sem ítrustu sóttvarnareglum er fylgt og veitingastaðir mega taka á móti tuttugu gestum í sama rými í stað fimmtán. 13. janúar 2021 06:19 Ekki útilokað að grípa til sams konar aðgerða og Danir og Bretar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útilokar ekki að krefja fólk um neikvætt vottorð við kórónuveirunni fyrir komu þess til Íslands. Hann segir helstu hættuna sem steðji að Íslendingum vera fjölda smita á landamærunum. 11. janúar 2021 19:26 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira
Sex greindust innanlands og 26 á landamærum Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír ekki. 26 greindust á landamærum. 13. janúar 2021 10:59
Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Nýjar reglur á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Nú mega tuttugu koma saman í stað tíu áður, líkamsræktarstöðvar mega hafa opið en einungis fyrir hóptíma þar sem ítrustu sóttvarnareglum er fylgt og veitingastaðir mega taka á móti tuttugu gestum í sama rými í stað fimmtán. 13. janúar 2021 06:19
Ekki útilokað að grípa til sams konar aðgerða og Danir og Bretar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útilokar ekki að krefja fólk um neikvætt vottorð við kórónuveirunni fyrir komu þess til Íslands. Hann segir helstu hættuna sem steðji að Íslendingum vera fjölda smita á landamærunum. 11. janúar 2021 19:26