Hæstiréttur skikkar konur til að mæta á staðinn til að sækja þungunarrofslyf Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2021 23:03 Dómurinn var klofinn í afstöðu sinni en þetta er í fyrsta sinn sem hann tekur fyrir mál er varðar þungunarrof síðan Amy Coney Barrett var skipuð við réttinn. Hæstiréttur Bandaríkjanna ákvað í gær að skikka konur aftur til að mæta sjálfar á heilbrigðisstofnun eða í lyfjaverslun til að fá afhent lyf sem notað er til að framkvæma þungunarrof. Alríkisdómari hafði fellt regluna úr gildi vegna Covid-19 faraldursins og taldi yfirvöldum ekki stætt á því að krefjast þess að konur hættu heilsu sinni til að eiga kost á þungunarrofi. Um er að ræða fyrsta úrskurð Hæstaréttar í máli er varðar þungunarrof síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti skipaði Amy Coney Barrett dómara við réttinn. Þrír dómarar skiluðu séráliti. Reglan sem um ræðir var sett af bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu (FDA) en dómarinn Theodore D. Chuang í Maryland komst að þeirri niðurstöðu að það að gera þá kröfu til kvenna að þær sæktu sjálfar lyfið á meðan Covid-19 faraldurinn geisaði væri óþarfa hindrun við að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þungunarrofs. Þar sem það voru landssamtök fæðinga- og kvensjúkdómalækna (ACOG) sem sóttu málið fyrir hönd skjólstæðinga sinna, úrskurðaði dómarinn að ákvörðun hans skyldi gilda á landsvísu, en félagar í ACOG telja 90 prósent allra starfandi sérfræðinga á þessu sviði. Ósammála um meginatriði málsins Í Bandaríkjunum er þungunarrof með lyfjagjöf heimilt fyrstu tíu vikur meðgöngu. Til að framkalla þungunarrof þarf kona fyrst að taka lyfið mifepristone og svo misoprostol 24 til 48 klukkustundum síðar. Misoprostol er hægt að nálgast í öllum lyfjaverslunum, einnig á netinu, en á meðan úrskurður Chuang var í gildi gátu konur einnig fengið mifepristone sent heim í stað þess að mæta á staðinn og fylla út pappíra. John G. Roberts, forseti Hæstaréttar, sagði í dómsorðinu að málið snérist ekki um það hvort verið væri að skerða rétt kvenna heldur um það hvort það hefði verið rétt af alríkisdómara að grípa inn í ákvörðun stofnunar á borð við FDA, sem bæri pólitíska ábyrgð og hefði getu og sérfræðikunnáttu til að taka lýðheilsulegar ákvarðanir. Minnihlutinn var hins vegar ósammála og sagði kröfuna um að konur sæktu sjálfar lyfin í heimsfaraldri taka þungunarrof út fyrir sviga og að um væri að ræða ónauðsynlegar og órökréttar byrðar á herðum kvenna sem veldu að iðka rétt sinn til að velja. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Donald Trump Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Um er að ræða fyrsta úrskurð Hæstaréttar í máli er varðar þungunarrof síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti skipaði Amy Coney Barrett dómara við réttinn. Þrír dómarar skiluðu séráliti. Reglan sem um ræðir var sett af bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu (FDA) en dómarinn Theodore D. Chuang í Maryland komst að þeirri niðurstöðu að það að gera þá kröfu til kvenna að þær sæktu sjálfar lyfið á meðan Covid-19 faraldurinn geisaði væri óþarfa hindrun við að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þungunarrofs. Þar sem það voru landssamtök fæðinga- og kvensjúkdómalækna (ACOG) sem sóttu málið fyrir hönd skjólstæðinga sinna, úrskurðaði dómarinn að ákvörðun hans skyldi gilda á landsvísu, en félagar í ACOG telja 90 prósent allra starfandi sérfræðinga á þessu sviði. Ósammála um meginatriði málsins Í Bandaríkjunum er þungunarrof með lyfjagjöf heimilt fyrstu tíu vikur meðgöngu. Til að framkalla þungunarrof þarf kona fyrst að taka lyfið mifepristone og svo misoprostol 24 til 48 klukkustundum síðar. Misoprostol er hægt að nálgast í öllum lyfjaverslunum, einnig á netinu, en á meðan úrskurður Chuang var í gildi gátu konur einnig fengið mifepristone sent heim í stað þess að mæta á staðinn og fylla út pappíra. John G. Roberts, forseti Hæstaréttar, sagði í dómsorðinu að málið snérist ekki um það hvort verið væri að skerða rétt kvenna heldur um það hvort það hefði verið rétt af alríkisdómara að grípa inn í ákvörðun stofnunar á borð við FDA, sem bæri pólitíska ábyrgð og hefði getu og sérfræðikunnáttu til að taka lýðheilsulegar ákvarðanir. Minnihlutinn var hins vegar ósammála og sagði kröfuna um að konur sæktu sjálfar lyfin í heimsfaraldri taka þungunarrof út fyrir sviga og að um væri að ræða ónauðsynlegar og órökréttar byrðar á herðum kvenna sem veldu að iðka rétt sinn til að velja.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Donald Trump Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira