Móðurmál: Í lífshættu eftir fyrri bráðakeisara en ákvað að reyna leggangafæðingu Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 16. janúar 2021 11:00 Steinunn Edda segir einlægt frá sinni annari meðgöngu og fæðingu í viðtalsliðnum Móðurmál. Steinunn upplifði það að missa starfið sitt í miðju fæðingarorlofi vegna Covid-faraldursins en hún horfir þó björtum augum á framtíðina. „Þetta er náttúrulega mjög sérstök staða. Að vera sagt upp í fæðingarorlofi og í raun lítið hægt að gera á meðan maður veit ekki alveg hver næstu skref eru. En ég ætla ekki að láta þetta verða kvíðavald í lífinu heldur ætla bara að njóta með mínum og sjá hvort að svarið komi ekki bara til mín með vorinu,“ segir Steinunn Edda Steingrímsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. Steinunn Edda er 30 ára tveggja barna móðir og förðunarfræðingur. Hún eignaðist sitt annað barn á árinu með manni sínum Jónasi Elvari Halldórssyni viðskiptahagfræðingi en fyrir eiga þau soninn Sigurður Sævarr fimm ára. Steinunn starfaði sem förðunarfræðingur og flugfreyja hjá Icelandair en sökum heimsfaraldurs hafa förðunarverkefnin nánast horfið og einnig var hún ein af þeim fjölmörgu flugfreyjum sem fengu uppsögn hjá Icelandair. „Þannig að ég er í rauninni búin að vera í orlofi núna í ár eða frá því í febrúar 2020 þegar ég komst að því að ég væri ólétt. Ég nýtti tímann áður en litla viðbótin bættist við til að taka heimilið í gegn, frá A-Ö. Ég málaði, endurskipulagði, tók öll svefnherbergi í gegn og kom okkur ótrúlega vel fyrir loksins, enda hafði ég lítið annað en tíma í allt sumar.“ Steinunn segist reyna að stressa sig ekki of mikið á því hvað taki við og einbeitir sér frekar að því að njóta tímans í orlofinu. Þetta er náttúrulega mjög sérstök staða. Að vera sagt upp í fæðingarorlofi og í raun lítið hægt að gera á meðan maður veit ekki alveg hver næstu skref eru. En ég ætla ekki að láta þetta verða kvíðavald í lífinu heldur ætla bara að njóta með mínum og sjá hvort að svarið komi ekki bara til mín með vorinu. Samúð með mæðrum í faraldrinum sem voru ófrískar í fyrsta skipti Covid-faraldurinn hafði áhrif bæði á meðgöngu og fæðinguna en segir Steinunn það þó ekki allt hafa verið slæm áhrif. „Ég var auðvitað mikið ein, var ekki að fara í meðgöngujóga eða sund eins og ég hafði ætlað mér og ekki mikið að spóka mig um með kúluna þar sem að allt var lokað heillengi og lítið um að fólk væri að hittast nema einhver ákveðinn hópur sem að maður hálfeinangraði sig með. Það var mikil skerðing á leikskólastarfinu hjá eldri stráknum mínum svo hann var mikið heima sem var auðvitað svolítið krefjandi þegar ég var orðin mjög ólétt og þreytt.“ En þegar ég lít til baka og hugsa hvað það var eiginlega frábært hvað við fengum að vera mikið saman, bara við, áður en litli bróðir mætti svo á kantinn. Það var eiginlega bara mjög dýrmætt. Steinunn segir það eðlilega hafa tekið á að mæta ein í allar skoðanir en hún hafi samt sem áður haft meiri samúð með þeim mæðrum sem voru að upplifa þetta ferli í fyrsta skipti. „Það er öðruvísi að eiga barn númer tvö, þú ert öruggari, veist meira hvað er í gangi og já einhvern veginn upplifði ég það að við vorum meira að vorkenna þeim sem voru að ganga í gegnum þetta í fyrsta skipti heldur en okkur. En það voru líka margir kostir við þetta ástand, ég fékk mikinn tíma fyrir sjálfa mig og að vera í rólegheitum að dúlla við heimilið, fara í sveitina með fjölskyldunni, eyða tíma með eldri stráknum og manninum mínum og undirbúa okkur fyrir komandi tíma með lítið kríli. Ég á svo alltaf mjög erfitt með að missa af einhverju skemmtilegu þannig að það hentaði mér ótrúlega vel að vera ólétt og enginn var að gera neitt skemmtilegt svo sem. Það eru allir á sama bát að fresta veislum og utanlandsferðum svo að það var í rauninni bara mjög fínt að mörgu leyti. Meðgangan kom Steinunni ekki óvart þar sem hún segir hana hafa verið planaða. Þrátt fyrir neikvæðar þungunarpróf segist Steinunn hafa fundið það á sér strax að hún væri þunguð. Vissi að hún væri ólétt þrátt fyrir neikvæð óléttupróf Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Við tókum meðvitaða ákvörðun um að reyna að eignast barn svo hann var ekkert slys. Ég fylgdist vel með líkamlegum einkennum og ég fann það bara einhvern veginn á mér, ótrúlega skrítið, ég bara vissi það. Ég byrjaði að taka óléttupróf sem komu alltaf neikvæð en ég einhvern veginn fann það að ég væri ófrísk. Ég endaði svo með að fara niður á bráðamóttöku þar sem að ég var orðin hrædd um að það væri mögulega utanlegsfóstur því þá getur maður fengið einkenni en neikvætt próf. Það getur verið mjög hættulegt því ákvað ég að fara og láta taka blóð og þvagprufu. Þær voru neikvæðar, en þremur dögum seinna tók ég aftur próf heima og var þá komið jákvætt. Það má því í rauninni segja að ég hafi vitað það á undan líkamanum mínum og læknavísindum, haha! Við vorum alveg í skýjunum og ekkert smá heppin að fá að upplifa þetta aftur, því við vitum það vel að það er alls ekki sjálfgefið. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Mér leið alveg skelfilega fyrstu tíu vikurnar, alltaf óglatt en náði aldrei að kasta upp samt, sem er líklega það óþægilegasta sem ég veit. Alltaf með hausverk og mjög þreytt, í raun eins og mjög erfið og löng þynnka. Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? Þessi vanlíðan kom mér mjög á óvart þar sem að mér leið alls ekki svona á fyrri meðgöngu. Þess vegna pældum við mikið í því hvort að þetta gæti verið stelpa og þess vegna verið svona öðruvísi upplifun. En ég held að þetta sýni bara það að allar meðgöngur eru ólíkar sama þó að allar breytur séu þær sömu í dæminu. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Ég var svo þakklát líkamanum mínum að leyfa mér að gera þetta aftur og passa svona vel upp á börnin mín að ég tók þeim bara fagnandi. Ég átti smá tímabil þegar kúlan var ekki alveg komin almennilega út þar sem ég átti smá erfitt með það hvað kúlan var skrítin í laginu þar sem að ég er með risastórt ör upp allan magann eftir erfiða aðgerð, en um leið og ég byrjaði að tala um það og opna mig með það þá leið mér mikið betur. Það getur oft verið svo gott að fá einhvern utanaðkomandi til að benda manni á marga jákvæða punkta þegar maður er fastur í því að einblína á það neikvæða. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður?Ótrúlega vel, ég upplifði mig mjög örugga allan tímann. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Ég var alveg eins og á fyrri meðgöngu, sjúk í allt ferskt. Ég borðaði Local salat nánast daglega og elskaði ávexti. Ég drakk líka óhóflega mikið af appelsínusafa fyrst en hætti því svo þegar ég var farin að æla upp í mig daglega út af brjóstsviða. Appelsínudjús er mögulega það versta í brjóstsviðaástandi. Að fá að upplifa það að eignast barn númer tvö segir Steinunn vera mikil forréttindi og hún sé afar þakklát. Fólk ætti ekki að gera athugasemdir við líkama óléttra kvenna Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Ég fékk rosalega stórar kúlur í bæði skiptin, þær voru eiginlega bara alveg eins með báða strákana, mjög stórar og standa beint út í loftið. Í raun var hægt að labba fyrir aftan mig og ekki sjá að ég væri ólétt, en þegar ég stóð á hlið fór það ekki framhjá neinum. Ég er með frekar stutt á milli mjaðmabeins og rifbeina og því ekkert rosalega mikið pláss fyrir þessi stóru börn sem ég virðist rækta. Ég fékk óþarflega oft komment á það hvað ég væri rosalega stór og hvort ég væri ekki örugglega bara með eitt barn þarna inni, á báðum meðgöngum. Mér þykir þetta algjör óþarfi og eiginlega bara mjög dónalegt. Fólk á aldrei að koma með svona athugasemdir við óléttar konur nema hreinlega segja að þær líti vel út eða geisli. Annað er óþarfi. Við erum flestar mjög meðvitaðar um það hvernig við lítum út og þetta getur verið mjög erfitt og viðkvæmt. Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna?Mér fannst í raun erfiðast að kljást við brjóstsviðann og bakflæðið sem var rosalegt undir lokin. Ég var farin að eiga erfitt með svefn og það er auðvitað alltaf áskrift á vanlíðan þegar svefninn er farinn. En flest annað gekk bara ótrúlega vel og ég var mjög hraust og leið vel alla meðgönguna, fyrir utan þetta. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna?Mér fannst í raun skemmtilegast að vera að upplifa þetta í annað sinn og horfa á þetta aðeins öðrum augum en í fyrsta skipti. Maður veit meira hvað er að gerast og gaman að fá áminningu um allskonar tímabil á meðgöngunni sem að maður var kannski búin að gleyma. Fenguð þið að vita kynið?Já, við ákváðum að fara í 9 mánuði og fá að vita það fyrir tuttugu vikna sónarinn. Bæði því að við vorum öll að springa úr forvitni og svo að Jónas gæti komið með í einn sónar. En makar voru leyfðir í sónar hjá 9 mánuðum því að það er einkarekið fyrirtæki. Það kom mér í raun ekki á óvart, mér fannst ég vita það innst inni að þetta væri strákur og sá það eiginlega ekki fyrir mér öðruvísi. En það voru margir sem héldu að þetta væri stelpa sérstaklega því að mér leið svo öðruvísi fyrstu vikurnar, en svo var þetta bara annar dásamlegur drengur. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna?Nei í raun ekki, við upplifðum okkur bara mjög tilbúin í þetta og fannst við með flest á hreinu eftir eldri strákinn. Mikið áfall eftir lífshættu í fyrri fæðingu Hvernig gekk fæðingin?Það gekk allt ótrúlega vel, sérstaklega þar sem að þetta var mjög lengi stórt spurningarmerki hvernig ég ætlaði að gera þetta allt saman. En fyrri fæðingin mín var hræðileg og endaði í raun þannig að ég var í bráðri lífshættu í nokkra daga. Ég lenti í bráðakeisara með eldri strákinn minn úti í Danmörku og í aðgerðinni voru gerð mistök sem gerðu það að verkum að ég þurfti að fara í aðra aðgerð fimm dögum síðar þar sem ég var með gat og drep í þörmum og ristli sem þurfti að fjarlægja part úr. Ég var því eðlilega búin að upplifa mikið áfall og lífshættu tengda fæðingu svo ég var í miklu eftirliti fyrir þessa fæðingu. Ég upplifði svolítinn kvíða þegar fór að líða á meðgönguna og fann fyrir svolitlum vanmætti og hræðslu. Ég ákvað því eftir svolítinn tíma að fara í valkeisara og hitti teymi sem útskýrði allt fyrir mér og bókaði tíma. Ég fann svo eftir smá tíma að eitthvað í mér þráði að prófa legganga fæðingu og ég hafði það einhvern veginn á tilfinningunni að það myndi allt ganga vel, svo ég hitti teymi upp á Landspítala sem fór í gegnum það með mér hvernig væri hægt að leyfa mér að reyna við fæðingu í gegnum leggöng án þess að koma mér í hættu. Eftir marga fundi og vangaveltur ákváðum við að ég myndi fara í gangsetningu 38+5 eftir vaxtarsónar sem sýndi að strákurinn var orðinn vel yfir 16 merkur. Ég fengi svo að reyna við fæðingu en ef ekkert gengi innan ákveðins tímaramma fengi ég hríðaslakandi og í raun send í hálfgerðan valkeisara, allt í rólegheitum, ekkert kaos og sérfæðingar á svæðinu til að passa upp á að allt myndi ganga eins vel og hægt væri. Ég upplifði mjög mikið öryggi og að allir væru þarna til að passa upp á mig og ég fann að þetta var bara rétt ákvörðun. Efir að hafa upplifað bráðakeisara og mjög erfiða fæðingu í fyrra skiptið þá var Steinunn undir miklu eftirliti á meðgöngunni. Hún segist hafa upplifað sig mjög örugga og vel hafi verið hugsað um sig allan tímann af starfsólki spítalans. Ég fer uppá deild kl. 08:00 um morguninn þann 29. september þar sem ég er skoðuð og séð hvort að það sé hægt að hreyfa við belgnum til að koma mér af stað. Það er ekki talið líklegt þar sem að ég var óhagstæð í síðustu skoðun sem reyndist vera rétt. Leghálsinn var ekki búinn að styttast nægilega til að hægt væri að gera belgjarof og gangsetja mig. Þá fékk ég svokallaðan Ballon sem er eiginlega eins og þvagleggur sem er settur upp að leginu og fylltur af vatni til að mýkja og stytta leghálsinn. Þessi Ballon var skilinn eftir í 24 tíma og þurfti ég þá að gista uppá deild vegna Covid. Þá varð ég að vera ein allan þennan tíma sem var svolítið erfitt, ég viðurkenni það. Ég var hrædd og stressuð og mjög lítil í mér en ljósmæðurnar voru yndislegar við mig og hughreystu mig mikið. Í hádeginu daginn eftir var Balloninn búinn að virka vel og hægt var að gera belgjarof. Ég fékk svo vægar hríðar sem gerðu það að verkum að það mátti gefa mér lyf í æð til að búa til sterkar hríðar til að koma fæðingunni almennilega í gang. Það virkaði mjög vel svo að ég fékk að hringja í Jónas og hann kom. Ég var ákveðin í því að vilja mænudeyfingu svo að þegar ég var spurð um það svaraði ég því strax játandi og var komin vel í gang uppúr 18:00. Ég var með harðar og örar hríðar og mjög kvalin því að mænudeyfingin virkaði bara hægra megin á mig en ég fann allan sársaukann vinstra meginn sem var mjög steikt og mjög sársaukafullt en ég var dugleg að anda að mér glaðloftinu og Jónas og ljósmóðirin voru dugleg að nudda mig, gefa mér vatn og hughreysta mig. Jónas var algjör klettur í öllu ferlinu og það var svo skrítið að hugsa til þess að ég væri að fara að fá mitt annað barn í fangið eftir smástund, alveg súrealískt. En það sem gjörsamlega kom mér í gegnum þetta var að hugsa til elsku besta Sigga míns heima og hugsa að ég væri að fá annað barn sem ég myndi elska eins og hann í fangið eftir þetta allt saman. Uppúr miðnætti er mér sagt að byrja að rembast sem var svo magnað augnablik, ég var alltaf með hugann við það að mögulega fengi ég ekki að klára þetta og nánast beið eftir því að fá merki um að nú þyrfti ég að fara í keisara. Svo þegar mér var sagt að byrja að rembast fór ég að hágráta úr gleði og trúði þessu eiginlega ekki. Ljósmóðirin sagði að öll vaktin frammi væri að bíða eftir fréttum enda allir meðvitaðir um mína erfiðu fyrri sögu og allir svo innilega með mér í liði. Þegar hún setti inn í ritið sem vaktin sér frammi að ég væri að fara að rembast brutust út fagnaðarlæti og ég varð svo meyr og verð það enn þegar ég hugsa um þetta augnablik. Ég var orðin mjög þreytt því að hríðarnar voru svo sterkar að þær drógu mikið úr mér en hélt að nú væri þetta að klárast svo að ég gaf mig alla í þetta. En litli kallinn ákvað að vera ekkert að drífa sig og gerði sér lítið fyrir og skellti hendinni sinni upp að kinninni til að gera mér ennþá erfiðara fyrir. Ég var tæpa 4 klukkutíma í rembing sem er frekar langur tími, en það hófst á endanum og hann kom í heiminn rétt eftir kl. 04:00 eftir að ég fékk tvær ofurkonur inn á stofuna sem rifu upp báðar lappirnar á mér og hjálpuðu mér að koma honum út, enda var ég gjörsamlega búin. Orkan þarna var ótrúleg og mér hefur aldrei liðið jafn sterkri. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Það var ótrúleg tilfinning, ólýsanleg gjörsamlega. Mér fannst hann líta nákvæmlega eins út og bróðir sinn og ég fékk hálfgert sjokk og Deja Vu þegar ég fékk hann á bringuna, en ég var að springa úr gleði, þreytu og ást. Stóri bróðir heillaður af litla bróður. Á bleiku skýi í fæðingarorlofinu Hvernig leið þér á sængurlegunni þegar heim var komið? Ég var algjör steríótýpa og veit núna hvaða blessaða bleika ský þetta er sem allir tala um, en það að allt gangi svona vel fyrir sig og að mamma og barn séu heilbrigð er ekki sjálfgefið. Það gaf mér ómælda hamingju hvað allt gekk vel og ég var í alsælu og er eiginlega ennþá. Tilfinningin þegar elsku stóra barnið mitt og litla barnið mitt hittust fyrst var líka eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað, ég vissi ekki að það væri hægt að elska svona mikið. Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið?Nei, mér finnst það nefnilega alls ekki, ég er ekki sammála því að samfélagsmiðlar séu að pressa á aðra að gera hitt og þetta, mér finnst þetta bara vera fólk sem sýnir frá sínu lífi, hvað það gerir og finnst gaman að kaupa/gera og maður getur valið að taka til sín og fá hugmyndir ef maður vill. Ég er að nota helling sem ég átti frá Sigga mínum og sumt vildi ég kaupa nýtt bara því að mig langaði það, ekki því að einhver sagði mér eða pressaði á mig að gera það. Mér finnst ótrúlega gaman að fylgjast með flottum foreldrum sem eru metnaðarfull og með allskonar góðar hugmyndir sem hjálpa mér og nýtast mér á margan hátt. Hvernig gekk að finna nafn á barnið?Úff, það gekk upp og ofan haha! Við vorum búin að nota okkar allra uppáhalds nöfn í frumburðinn svo að við héldum að þetta yrði alveg ómögulegt. Svo komu nokkur nöfn til okkar sem við vorum að velta fyrir okkur og máta saman í nokkra mánuði. Svo þegar hann fæddist þá gátum við útilokað nokkur og náðum svo að lokum að negla Guðmundur Þórir og við erum alsæl. Hvernig gekk brjóstagjöf ef þú ákvaðst að hafa hann á bjósti?Ég náði að hafa hann á brjósti í sirka átta vikur með ábót af þurrmjólk. Eftir það fór hann alveg á pela en það var bara meðvituð ákvörðun hjá okkur að það væri best fyrir alla. Hann þurfti mikið, ég framleiddi ekki mikið svo að þetta var orðið hálfgerður slagur í hverri gjöf sem gerði engum gott. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra?Æj, mér finnst allir einhvern veginn eiga að gera hlutina eins og hver og einn kýs. Við erum öll með þetta og við þurfum að treysta okkur, sérstaklega þegar kemur að þessu hlutverki. Hlustum á innsæið og njótum, þetta er besta hlutverk í heimi að mínu mati. Sæl og glöð fjögurra manna fjölskylda á jólunum. Móðurmál Ástin og lífið Tengdar fréttir Móðurmál: Meðvituð um gamlar átröskunarhugsanir á meðgöngu „Ég glímdi við átröskun þegar ég var yngri og var því stressuð fyrir því að ég ætti erfitt með að sjá líkamann breytast á meðgöngunni. Það var ekki eins erfitt og ég hélt, en ég vandaði mig líka. Ég var mjög meðvituð frá degi eitt um að gera mitt besta í að leyfa gömlum hugsunum ekki að hafa áhrif á þetta fallega ferli,“ segir Ída Pálsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 23. desember 2020 20:01 Móðurmál: Ófrísk, einhleyp og óhrædd „Ég og barnsfaðir minn hættum saman í sumar svo að það hefur verið mjög krefjandi að fara í gegnum það ferli ólétt í miðjum heimsfaraldri,“ segir Stefanía Svavarsdóttir söngkona í viðtali við Makamál. 15. nóvember 2020 19:00 Móðurmál: „Ég og pabbi framkvæmdum endurlífgun og náðum henni til baka“ „Ég fór með hana þrisvar upp á Barnaspítalann hérna heima og var alltaf send heim aftur. Síðan fórum við til Bretlands að hitta fjölskylduna okkar. Á síðasta degi ferðalagsins hætti hún að anda. Ég og pabbi framkvæmdum endurlífgun og náðum henni til baka. Við munum hvorugt mikið eftir þessum degi þar sem óttinn tók yfir.“ Þetta segir Aníta Björk Káradóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 12. desember 2020 08:01 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Viltu gifast Beta? Makamál „Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Steinunn Edda er 30 ára tveggja barna móðir og förðunarfræðingur. Hún eignaðist sitt annað barn á árinu með manni sínum Jónasi Elvari Halldórssyni viðskiptahagfræðingi en fyrir eiga þau soninn Sigurður Sævarr fimm ára. Steinunn starfaði sem förðunarfræðingur og flugfreyja hjá Icelandair en sökum heimsfaraldurs hafa förðunarverkefnin nánast horfið og einnig var hún ein af þeim fjölmörgu flugfreyjum sem fengu uppsögn hjá Icelandair. „Þannig að ég er í rauninni búin að vera í orlofi núna í ár eða frá því í febrúar 2020 þegar ég komst að því að ég væri ólétt. Ég nýtti tímann áður en litla viðbótin bættist við til að taka heimilið í gegn, frá A-Ö. Ég málaði, endurskipulagði, tók öll svefnherbergi í gegn og kom okkur ótrúlega vel fyrir loksins, enda hafði ég lítið annað en tíma í allt sumar.“ Steinunn segist reyna að stressa sig ekki of mikið á því hvað taki við og einbeitir sér frekar að því að njóta tímans í orlofinu. Þetta er náttúrulega mjög sérstök staða. Að vera sagt upp í fæðingarorlofi og í raun lítið hægt að gera á meðan maður veit ekki alveg hver næstu skref eru. En ég ætla ekki að láta þetta verða kvíðavald í lífinu heldur ætla bara að njóta með mínum og sjá hvort að svarið komi ekki bara til mín með vorinu. Samúð með mæðrum í faraldrinum sem voru ófrískar í fyrsta skipti Covid-faraldurinn hafði áhrif bæði á meðgöngu og fæðinguna en segir Steinunn það þó ekki allt hafa verið slæm áhrif. „Ég var auðvitað mikið ein, var ekki að fara í meðgöngujóga eða sund eins og ég hafði ætlað mér og ekki mikið að spóka mig um með kúluna þar sem að allt var lokað heillengi og lítið um að fólk væri að hittast nema einhver ákveðinn hópur sem að maður hálfeinangraði sig með. Það var mikil skerðing á leikskólastarfinu hjá eldri stráknum mínum svo hann var mikið heima sem var auðvitað svolítið krefjandi þegar ég var orðin mjög ólétt og þreytt.“ En þegar ég lít til baka og hugsa hvað það var eiginlega frábært hvað við fengum að vera mikið saman, bara við, áður en litli bróðir mætti svo á kantinn. Það var eiginlega bara mjög dýrmætt. Steinunn segir það eðlilega hafa tekið á að mæta ein í allar skoðanir en hún hafi samt sem áður haft meiri samúð með þeim mæðrum sem voru að upplifa þetta ferli í fyrsta skipti. „Það er öðruvísi að eiga barn númer tvö, þú ert öruggari, veist meira hvað er í gangi og já einhvern veginn upplifði ég það að við vorum meira að vorkenna þeim sem voru að ganga í gegnum þetta í fyrsta skipti heldur en okkur. En það voru líka margir kostir við þetta ástand, ég fékk mikinn tíma fyrir sjálfa mig og að vera í rólegheitum að dúlla við heimilið, fara í sveitina með fjölskyldunni, eyða tíma með eldri stráknum og manninum mínum og undirbúa okkur fyrir komandi tíma með lítið kríli. Ég á svo alltaf mjög erfitt með að missa af einhverju skemmtilegu þannig að það hentaði mér ótrúlega vel að vera ólétt og enginn var að gera neitt skemmtilegt svo sem. Það eru allir á sama bát að fresta veislum og utanlandsferðum svo að það var í rauninni bara mjög fínt að mörgu leyti. Meðgangan kom Steinunni ekki óvart þar sem hún segir hana hafa verið planaða. Þrátt fyrir neikvæðar þungunarpróf segist Steinunn hafa fundið það á sér strax að hún væri þunguð. Vissi að hún væri ólétt þrátt fyrir neikvæð óléttupróf Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Við tókum meðvitaða ákvörðun um að reyna að eignast barn svo hann var ekkert slys. Ég fylgdist vel með líkamlegum einkennum og ég fann það bara einhvern veginn á mér, ótrúlega skrítið, ég bara vissi það. Ég byrjaði að taka óléttupróf sem komu alltaf neikvæð en ég einhvern veginn fann það að ég væri ófrísk. Ég endaði svo með að fara niður á bráðamóttöku þar sem að ég var orðin hrædd um að það væri mögulega utanlegsfóstur því þá getur maður fengið einkenni en neikvætt próf. Það getur verið mjög hættulegt því ákvað ég að fara og láta taka blóð og þvagprufu. Þær voru neikvæðar, en þremur dögum seinna tók ég aftur próf heima og var þá komið jákvætt. Það má því í rauninni segja að ég hafi vitað það á undan líkamanum mínum og læknavísindum, haha! Við vorum alveg í skýjunum og ekkert smá heppin að fá að upplifa þetta aftur, því við vitum það vel að það er alls ekki sjálfgefið. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Mér leið alveg skelfilega fyrstu tíu vikurnar, alltaf óglatt en náði aldrei að kasta upp samt, sem er líklega það óþægilegasta sem ég veit. Alltaf með hausverk og mjög þreytt, í raun eins og mjög erfið og löng þynnka. Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? Þessi vanlíðan kom mér mjög á óvart þar sem að mér leið alls ekki svona á fyrri meðgöngu. Þess vegna pældum við mikið í því hvort að þetta gæti verið stelpa og þess vegna verið svona öðruvísi upplifun. En ég held að þetta sýni bara það að allar meðgöngur eru ólíkar sama þó að allar breytur séu þær sömu í dæminu. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Ég var svo þakklát líkamanum mínum að leyfa mér að gera þetta aftur og passa svona vel upp á börnin mín að ég tók þeim bara fagnandi. Ég átti smá tímabil þegar kúlan var ekki alveg komin almennilega út þar sem ég átti smá erfitt með það hvað kúlan var skrítin í laginu þar sem að ég er með risastórt ör upp allan magann eftir erfiða aðgerð, en um leið og ég byrjaði að tala um það og opna mig með það þá leið mér mikið betur. Það getur oft verið svo gott að fá einhvern utanaðkomandi til að benda manni á marga jákvæða punkta þegar maður er fastur í því að einblína á það neikvæða. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður?Ótrúlega vel, ég upplifði mig mjög örugga allan tímann. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Ég var alveg eins og á fyrri meðgöngu, sjúk í allt ferskt. Ég borðaði Local salat nánast daglega og elskaði ávexti. Ég drakk líka óhóflega mikið af appelsínusafa fyrst en hætti því svo þegar ég var farin að æla upp í mig daglega út af brjóstsviða. Appelsínudjús er mögulega það versta í brjóstsviðaástandi. Að fá að upplifa það að eignast barn númer tvö segir Steinunn vera mikil forréttindi og hún sé afar þakklát. Fólk ætti ekki að gera athugasemdir við líkama óléttra kvenna Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Ég fékk rosalega stórar kúlur í bæði skiptin, þær voru eiginlega bara alveg eins með báða strákana, mjög stórar og standa beint út í loftið. Í raun var hægt að labba fyrir aftan mig og ekki sjá að ég væri ólétt, en þegar ég stóð á hlið fór það ekki framhjá neinum. Ég er með frekar stutt á milli mjaðmabeins og rifbeina og því ekkert rosalega mikið pláss fyrir þessi stóru börn sem ég virðist rækta. Ég fékk óþarflega oft komment á það hvað ég væri rosalega stór og hvort ég væri ekki örugglega bara með eitt barn þarna inni, á báðum meðgöngum. Mér þykir þetta algjör óþarfi og eiginlega bara mjög dónalegt. Fólk á aldrei að koma með svona athugasemdir við óléttar konur nema hreinlega segja að þær líti vel út eða geisli. Annað er óþarfi. Við erum flestar mjög meðvitaðar um það hvernig við lítum út og þetta getur verið mjög erfitt og viðkvæmt. Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna?Mér fannst í raun erfiðast að kljást við brjóstsviðann og bakflæðið sem var rosalegt undir lokin. Ég var farin að eiga erfitt með svefn og það er auðvitað alltaf áskrift á vanlíðan þegar svefninn er farinn. En flest annað gekk bara ótrúlega vel og ég var mjög hraust og leið vel alla meðgönguna, fyrir utan þetta. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna?Mér fannst í raun skemmtilegast að vera að upplifa þetta í annað sinn og horfa á þetta aðeins öðrum augum en í fyrsta skipti. Maður veit meira hvað er að gerast og gaman að fá áminningu um allskonar tímabil á meðgöngunni sem að maður var kannski búin að gleyma. Fenguð þið að vita kynið?Já, við ákváðum að fara í 9 mánuði og fá að vita það fyrir tuttugu vikna sónarinn. Bæði því að við vorum öll að springa úr forvitni og svo að Jónas gæti komið með í einn sónar. En makar voru leyfðir í sónar hjá 9 mánuðum því að það er einkarekið fyrirtæki. Það kom mér í raun ekki á óvart, mér fannst ég vita það innst inni að þetta væri strákur og sá það eiginlega ekki fyrir mér öðruvísi. En það voru margir sem héldu að þetta væri stelpa sérstaklega því að mér leið svo öðruvísi fyrstu vikurnar, en svo var þetta bara annar dásamlegur drengur. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna?Nei í raun ekki, við upplifðum okkur bara mjög tilbúin í þetta og fannst við með flest á hreinu eftir eldri strákinn. Mikið áfall eftir lífshættu í fyrri fæðingu Hvernig gekk fæðingin?Það gekk allt ótrúlega vel, sérstaklega þar sem að þetta var mjög lengi stórt spurningarmerki hvernig ég ætlaði að gera þetta allt saman. En fyrri fæðingin mín var hræðileg og endaði í raun þannig að ég var í bráðri lífshættu í nokkra daga. Ég lenti í bráðakeisara með eldri strákinn minn úti í Danmörku og í aðgerðinni voru gerð mistök sem gerðu það að verkum að ég þurfti að fara í aðra aðgerð fimm dögum síðar þar sem ég var með gat og drep í þörmum og ristli sem þurfti að fjarlægja part úr. Ég var því eðlilega búin að upplifa mikið áfall og lífshættu tengda fæðingu svo ég var í miklu eftirliti fyrir þessa fæðingu. Ég upplifði svolítinn kvíða þegar fór að líða á meðgönguna og fann fyrir svolitlum vanmætti og hræðslu. Ég ákvað því eftir svolítinn tíma að fara í valkeisara og hitti teymi sem útskýrði allt fyrir mér og bókaði tíma. Ég fann svo eftir smá tíma að eitthvað í mér þráði að prófa legganga fæðingu og ég hafði það einhvern veginn á tilfinningunni að það myndi allt ganga vel, svo ég hitti teymi upp á Landspítala sem fór í gegnum það með mér hvernig væri hægt að leyfa mér að reyna við fæðingu í gegnum leggöng án þess að koma mér í hættu. Eftir marga fundi og vangaveltur ákváðum við að ég myndi fara í gangsetningu 38+5 eftir vaxtarsónar sem sýndi að strákurinn var orðinn vel yfir 16 merkur. Ég fengi svo að reyna við fæðingu en ef ekkert gengi innan ákveðins tímaramma fengi ég hríðaslakandi og í raun send í hálfgerðan valkeisara, allt í rólegheitum, ekkert kaos og sérfæðingar á svæðinu til að passa upp á að allt myndi ganga eins vel og hægt væri. Ég upplifði mjög mikið öryggi og að allir væru þarna til að passa upp á mig og ég fann að þetta var bara rétt ákvörðun. Efir að hafa upplifað bráðakeisara og mjög erfiða fæðingu í fyrra skiptið þá var Steinunn undir miklu eftirliti á meðgöngunni. Hún segist hafa upplifað sig mjög örugga og vel hafi verið hugsað um sig allan tímann af starfsólki spítalans. Ég fer uppá deild kl. 08:00 um morguninn þann 29. september þar sem ég er skoðuð og séð hvort að það sé hægt að hreyfa við belgnum til að koma mér af stað. Það er ekki talið líklegt þar sem að ég var óhagstæð í síðustu skoðun sem reyndist vera rétt. Leghálsinn var ekki búinn að styttast nægilega til að hægt væri að gera belgjarof og gangsetja mig. Þá fékk ég svokallaðan Ballon sem er eiginlega eins og þvagleggur sem er settur upp að leginu og fylltur af vatni til að mýkja og stytta leghálsinn. Þessi Ballon var skilinn eftir í 24 tíma og þurfti ég þá að gista uppá deild vegna Covid. Þá varð ég að vera ein allan þennan tíma sem var svolítið erfitt, ég viðurkenni það. Ég var hrædd og stressuð og mjög lítil í mér en ljósmæðurnar voru yndislegar við mig og hughreystu mig mikið. Í hádeginu daginn eftir var Balloninn búinn að virka vel og hægt var að gera belgjarof. Ég fékk svo vægar hríðar sem gerðu það að verkum að það mátti gefa mér lyf í æð til að búa til sterkar hríðar til að koma fæðingunni almennilega í gang. Það virkaði mjög vel svo að ég fékk að hringja í Jónas og hann kom. Ég var ákveðin í því að vilja mænudeyfingu svo að þegar ég var spurð um það svaraði ég því strax játandi og var komin vel í gang uppúr 18:00. Ég var með harðar og örar hríðar og mjög kvalin því að mænudeyfingin virkaði bara hægra megin á mig en ég fann allan sársaukann vinstra meginn sem var mjög steikt og mjög sársaukafullt en ég var dugleg að anda að mér glaðloftinu og Jónas og ljósmóðirin voru dugleg að nudda mig, gefa mér vatn og hughreysta mig. Jónas var algjör klettur í öllu ferlinu og það var svo skrítið að hugsa til þess að ég væri að fara að fá mitt annað barn í fangið eftir smástund, alveg súrealískt. En það sem gjörsamlega kom mér í gegnum þetta var að hugsa til elsku besta Sigga míns heima og hugsa að ég væri að fá annað barn sem ég myndi elska eins og hann í fangið eftir þetta allt saman. Uppúr miðnætti er mér sagt að byrja að rembast sem var svo magnað augnablik, ég var alltaf með hugann við það að mögulega fengi ég ekki að klára þetta og nánast beið eftir því að fá merki um að nú þyrfti ég að fara í keisara. Svo þegar mér var sagt að byrja að rembast fór ég að hágráta úr gleði og trúði þessu eiginlega ekki. Ljósmóðirin sagði að öll vaktin frammi væri að bíða eftir fréttum enda allir meðvitaðir um mína erfiðu fyrri sögu og allir svo innilega með mér í liði. Þegar hún setti inn í ritið sem vaktin sér frammi að ég væri að fara að rembast brutust út fagnaðarlæti og ég varð svo meyr og verð það enn þegar ég hugsa um þetta augnablik. Ég var orðin mjög þreytt því að hríðarnar voru svo sterkar að þær drógu mikið úr mér en hélt að nú væri þetta að klárast svo að ég gaf mig alla í þetta. En litli kallinn ákvað að vera ekkert að drífa sig og gerði sér lítið fyrir og skellti hendinni sinni upp að kinninni til að gera mér ennþá erfiðara fyrir. Ég var tæpa 4 klukkutíma í rembing sem er frekar langur tími, en það hófst á endanum og hann kom í heiminn rétt eftir kl. 04:00 eftir að ég fékk tvær ofurkonur inn á stofuna sem rifu upp báðar lappirnar á mér og hjálpuðu mér að koma honum út, enda var ég gjörsamlega búin. Orkan þarna var ótrúleg og mér hefur aldrei liðið jafn sterkri. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Það var ótrúleg tilfinning, ólýsanleg gjörsamlega. Mér fannst hann líta nákvæmlega eins út og bróðir sinn og ég fékk hálfgert sjokk og Deja Vu þegar ég fékk hann á bringuna, en ég var að springa úr gleði, þreytu og ást. Stóri bróðir heillaður af litla bróður. Á bleiku skýi í fæðingarorlofinu Hvernig leið þér á sængurlegunni þegar heim var komið? Ég var algjör steríótýpa og veit núna hvaða blessaða bleika ský þetta er sem allir tala um, en það að allt gangi svona vel fyrir sig og að mamma og barn séu heilbrigð er ekki sjálfgefið. Það gaf mér ómælda hamingju hvað allt gekk vel og ég var í alsælu og er eiginlega ennþá. Tilfinningin þegar elsku stóra barnið mitt og litla barnið mitt hittust fyrst var líka eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað, ég vissi ekki að það væri hægt að elska svona mikið. Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið?Nei, mér finnst það nefnilega alls ekki, ég er ekki sammála því að samfélagsmiðlar séu að pressa á aðra að gera hitt og þetta, mér finnst þetta bara vera fólk sem sýnir frá sínu lífi, hvað það gerir og finnst gaman að kaupa/gera og maður getur valið að taka til sín og fá hugmyndir ef maður vill. Ég er að nota helling sem ég átti frá Sigga mínum og sumt vildi ég kaupa nýtt bara því að mig langaði það, ekki því að einhver sagði mér eða pressaði á mig að gera það. Mér finnst ótrúlega gaman að fylgjast með flottum foreldrum sem eru metnaðarfull og með allskonar góðar hugmyndir sem hjálpa mér og nýtast mér á margan hátt. Hvernig gekk að finna nafn á barnið?Úff, það gekk upp og ofan haha! Við vorum búin að nota okkar allra uppáhalds nöfn í frumburðinn svo að við héldum að þetta yrði alveg ómögulegt. Svo komu nokkur nöfn til okkar sem við vorum að velta fyrir okkur og máta saman í nokkra mánuði. Svo þegar hann fæddist þá gátum við útilokað nokkur og náðum svo að lokum að negla Guðmundur Þórir og við erum alsæl. Hvernig gekk brjóstagjöf ef þú ákvaðst að hafa hann á bjósti?Ég náði að hafa hann á brjósti í sirka átta vikur með ábót af þurrmjólk. Eftir það fór hann alveg á pela en það var bara meðvituð ákvörðun hjá okkur að það væri best fyrir alla. Hann þurfti mikið, ég framleiddi ekki mikið svo að þetta var orðið hálfgerður slagur í hverri gjöf sem gerði engum gott. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra?Æj, mér finnst allir einhvern veginn eiga að gera hlutina eins og hver og einn kýs. Við erum öll með þetta og við þurfum að treysta okkur, sérstaklega þegar kemur að þessu hlutverki. Hlustum á innsæið og njótum, þetta er besta hlutverk í heimi að mínu mati. Sæl og glöð fjögurra manna fjölskylda á jólunum.
Móðurmál Ástin og lífið Tengdar fréttir Móðurmál: Meðvituð um gamlar átröskunarhugsanir á meðgöngu „Ég glímdi við átröskun þegar ég var yngri og var því stressuð fyrir því að ég ætti erfitt með að sjá líkamann breytast á meðgöngunni. Það var ekki eins erfitt og ég hélt, en ég vandaði mig líka. Ég var mjög meðvituð frá degi eitt um að gera mitt besta í að leyfa gömlum hugsunum ekki að hafa áhrif á þetta fallega ferli,“ segir Ída Pálsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 23. desember 2020 20:01 Móðurmál: Ófrísk, einhleyp og óhrædd „Ég og barnsfaðir minn hættum saman í sumar svo að það hefur verið mjög krefjandi að fara í gegnum það ferli ólétt í miðjum heimsfaraldri,“ segir Stefanía Svavarsdóttir söngkona í viðtali við Makamál. 15. nóvember 2020 19:00 Móðurmál: „Ég og pabbi framkvæmdum endurlífgun og náðum henni til baka“ „Ég fór með hana þrisvar upp á Barnaspítalann hérna heima og var alltaf send heim aftur. Síðan fórum við til Bretlands að hitta fjölskylduna okkar. Á síðasta degi ferðalagsins hætti hún að anda. Ég og pabbi framkvæmdum endurlífgun og náðum henni til baka. Við munum hvorugt mikið eftir þessum degi þar sem óttinn tók yfir.“ Þetta segir Aníta Björk Káradóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 12. desember 2020 08:01 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Viltu gifast Beta? Makamál „Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Móðurmál: Meðvituð um gamlar átröskunarhugsanir á meðgöngu „Ég glímdi við átröskun þegar ég var yngri og var því stressuð fyrir því að ég ætti erfitt með að sjá líkamann breytast á meðgöngunni. Það var ekki eins erfitt og ég hélt, en ég vandaði mig líka. Ég var mjög meðvituð frá degi eitt um að gera mitt besta í að leyfa gömlum hugsunum ekki að hafa áhrif á þetta fallega ferli,“ segir Ída Pálsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 23. desember 2020 20:01
Móðurmál: Ófrísk, einhleyp og óhrædd „Ég og barnsfaðir minn hættum saman í sumar svo að það hefur verið mjög krefjandi að fara í gegnum það ferli ólétt í miðjum heimsfaraldri,“ segir Stefanía Svavarsdóttir söngkona í viðtali við Makamál. 15. nóvember 2020 19:00
Móðurmál: „Ég og pabbi framkvæmdum endurlífgun og náðum henni til baka“ „Ég fór með hana þrisvar upp á Barnaspítalann hérna heima og var alltaf send heim aftur. Síðan fórum við til Bretlands að hitta fjölskylduna okkar. Á síðasta degi ferðalagsins hætti hún að anda. Ég og pabbi framkvæmdum endurlífgun og náðum henni til baka. Við munum hvorugt mikið eftir þessum degi þar sem óttinn tók yfir.“ Þetta segir Aníta Björk Káradóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 12. desember 2020 08:01