Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 85-87 | Haukar gerðu góða ferð í Njarðvík Atli Freyr Arason skrifar 14. janúar 2021 21:14 Stórleikur Loga Gunnarssonar dugði Njarðvíkingum ekki til sigurs á Haukum. vísir/bára Gestirnir frá Ásvöllum byrjuðu leikinn í kvöld töluvert betur með því að skora fyrstu fimm stig leiksins. Eftir að heimamenn svöruðu með tveimur stigum settu gestirnir niður sjö í röð og komust í 2-12 forystu áður en Njarðvíkingar fóru almennilega í gang. Þeir grænklæddu minnkuðu muninn hægt og rólega niður það sem eftir lifði fyrsta leikhluta og endaði leikhlutinn 14-19 Haukum í vil. Annar leikhluti var ansi spennandi og tók Njarðvíkingum að jafna leikinn í fyrsta skipti í stöðunni 24-24. Eftir það var leikhlutinn afar fjörugur en Haukarnir voru þó alltaf skrefinu á undan en Njarðvíkingum tókst aldrei að komast yfir í þessum leik og voru í raun alltaf að elta en heimamenn jöfnuðu leikinn aftur um miðjan leikhlutann, 30-30. Haukar voru betri aðilinn út leikhlutann og leiddu sanngjarnt í hálfleik 39-46. Haukar byrjuðu þriðja leikhluta betur, alveg eins og hina tvo en Brian Fritzpatrik, einn af nýju leikmönnum Hauka, skorar fyrstu stigin í leikhlutanum eftir að Njarðvíkingar byrjuðu með knöttinn. Brian átti afar góða frumraun með Haukum en hann skoraði í heildina 16 stig ásamt því að taka 10 fráköst í kvöld. Hægt og rólega fóru gestirnir að taka völd á leiknum og komust í 43-58, eða 15 stigum yfir, sem var mesti munur á milli liðanna í kvöld. Eins og áður þá vöknuðu Njarðvíkingar við þetta og söxuðu aðeins á forskot Hauka sem var undir lok þriðja leikhluta 11 stig eða 55-66. Njarðvíkingar héldu uppteknum hætti í fjórða leikhluta og héldu áfram að minnka forystu Hauka og gera leikinn æsispennandi. Um miðbik fjórða leikhlutann var munurinn kominn niður í eitt stig, 73-74 eftir flotta troðslu frá Mario Matasovic en rétt fyrir troðslu Mario var Logi Gunnarsson búinn að setja niður þrist, einn af alls sjö þristum Loga í kvöld. Við þetta vöknuðu Haukarnir aftur og voru með yfirhöndina allt þangað til að ein mínúta var á leikklukkunni en þá jafnar Ólafur Helgi leikinn aftur í 84-84 með þriggja stiga körfu og allt stefndi í mikla dramatík í Ljónagryfjunni. Haukar bruna í kjölfarið af stað í sókn og fá tvö víti sem Hansel setur bæði niður, 84-86. Í næstu sókn Njarðvíkur brýtur Hansel svo klaufalega á Rodney sem fær tvö víti þegar 9 sekúndur lifa eftir en nær bara að setja annað vítið niður. Njarðvíkingar brjóta í kjölfarið strax af sér og senda Brian á vítalínuna sem nær þó bara að setja annað vítið niður. Þegar 7 sekúndur eru eftir leggja Njarðvíkingar knöttinn upp á Loga Gunnarsson í þriggja stiga skot sem geigar, óheppilegt fyrir Loga sem átti annars frábæran leik með 30 stig. Lokatölur í Ljónagryfjunni, 85-87 fyrir Hauka. Af hverju unnu Haukar? Haukar voru skrefinu á undan allan leikinn en hleyptu heimamönnum inn í leikinn í síðasta leikhluta. Nýju leikmenn Hauka, þeir Ingvi Þór Guðmundsson og Brian Fitzpatrik áttu mjög góðan leik með 16 stig hvor en Haukarnir náðu að dreifa stigunum jafn og þétt yfir allt liðið. Hansel Giovanny skoraði einnig 16 stig en Austin Magnus Bracy var stigahæstur gestanna með 17 stig. Það má því segja að breiddin í liði Hauka hafi skilað þessum sigri. Hverjir stóðu upp úr? Austin Magnus Bracy setti niður þrjá mikilvæga þrista í röð hjá Haukunum á ögurstundu og framlag hans skipti sköpum fyrir Hauka. Ingvi Þór átti einnig hörkuleik hjá Haukum með 9 fráköst og 5 stoðsendingar. Maður leiksins var þó án vafa Logi Gunnarsson hjá Njarðvík sem gjörsamlega dróg vagninn hjá heimamönnum með 30 stig, þar af 7 þriggja stiga körfur. Hvað gekk illa? Njarðvíkingar voru að elta allan leikinn en fengu kjörið tækifæri til að ná yfirhöndinni í restina með vítaskotum Rodney og lokaskoti Loga sem klikkaði. Njarðvíkingar verða þó að fá prik fyrir að gefast aldrei upp en sigur Hauka var eftir allt saman sanngjarn. Hvað gerist næst? Það er spilað þétt í deildinni um þessar mundir. Njarðvík fær einungis þrjá daga í hvíld en næst eiga þeir erfiðan útileik á Sauðárkróki þar sem þeir heimsækja Tindastóll sem vann KR fyrr í kvöld. Haukar eiga líka verðugt verkefni fyrir höndum þegar þeir fá Keflavík í heimsókn, eftir einungis fjóra daga. Einar Árni: Ánægður með að mínir menn gefast ekki upp Njarðvíkingar voru grátlega nálægt því að ná einhverju út úr leiknum í kvöld og eðlilega var Einar Árni ekki sá hressasti í viðtali eftir leik. Aðspurður um tilfinningar sínar sagði Einar, „já bara svekkelsi. Vorum nálægt því að klára þetta og vorum að koma til baka oft. Það vantaði bara herslu muninn, Bracey setur inn stórar tölur á loka kaflanum en ég er ánægður með að mínir menn gefast ekki upp. Bara óheppni, missum tvö víti í öllum leiknum og annað þeirra kemur bara á síðustu sekúndunum sem hefði getað sett þennan leik í framlengingu. Það þýðir ekkert að dvelja yfir því, fara að fókusa bara á næsta leik.“ Næsti leikur kemur einmitt eftir einungis þrjá daga og tíminn er því naumur til endurheimtar en Einar er umfram allt glaður að vera farinn að spila körfubolta aftur. „Jú auðvitað er það erfitt, það er fyrst og síðast erfitt því við höfum ekki verið að spila í langann tíma. Við ætlum ekkert að fara að grenja það, við erum bara ofboðslega glaðir að vera byrjaðir að spila körfubolta aftur og það verður að standa upp úr. Ég meina sigur eða tap, erum að sjálfsögðu hundsvekktir að ná ekki að klára þessi tvö stig en mikil ánægja að vera kominn af stað aftur. Tilhlökkun að fara í næsta leik og það sem fram undan er,“ sagði Einar aðspurður um leikjaálagið. Jón Arnór Sverrisson kom óvænt inn í lið Njarðvíkur í kvöld eftir að hafa verið lánaður til Breiðabliks fyrir tæpum þremur mánuðum síðan en var síðan fyrir stuttu kallaður til baka úr láninu. Ástæðan fyrir því virðist fyrst og fremst vera skortur á breidd í Njarðvík. „Hann [Jón Arnór] auðvitað fór í október á venslasamningi og er þar að leiðandi bara á láni. Við erum í þeirri stöðu að Hester er ekki klár og Maciek er meiddur. Strákarnir hérna í kvöld sem voru ekki að koma við sögu hafa ekki reynslu úr Dominos deildinni. Jón Arnór er frábær leikmaður sem klúbburinn ákvað að kanna hvort hann vildi taka slaginn með okkur aftur sem var raunin og er bara fagnaðar efni. Hann er bara „full force“ en náttúrulega bara nýkominn inn með okkur aftur, mætti á sína fyrstu æfingu í gær og ég er mjög ánægður að fá hann heim aftur,“ bætti Einar við, um endurkomu Jóns Arnórs. Eins og Einar minntist á voru hvorki Hester né Maciek með Njarðvík í kvöld. Hester á stutt eftir af sóttkví eftir komuna til landsins en lengra verður í endurkomu Maciek. „Já hann (Hester) þarf að klára sitt þar en svo verður hann klár í slaginn á næstu dögum. Ég þori ekki að segja með Maciek, hann snéri sig illa á milli jóla og nýárs, við þurfum að meta stöðuna eftir helgina hvort hann fari að rúlla af stað aftur.“ Israel Martin: Ég elska Loga Gunnarsson Israel Martin, þjálfari Hauka, var virkilega ánægður með sigurinn gegn Njarðvík í kvöld en var umfram allt er hann glaður að fá að spila leikinn aftur. „Leikurinn byrjaði í raun í gær á æfingu. Við vorum spenntir að fá spila aftur og við erum glaðir að vera komnir af stað og eigum að vera stoltir að vera mættir aftur hingað. Við byrjuðum leikinn í kvöld að miklum krafti, við vorum mjög einbeittir og hlupum yfir þá og dreifðum boltanum vel. Svo var þetta svolítið upp og niður. Ég meina vá, ég elska Loga. Hann er fyrirmynd fyrir alla unga leikmenn sem eru að koma upp í landinu. Hann tók leikinn yfir. Mig langar þó að minnast sérstaklega á Bracey, hann fékk tækifærið og hjálpaði okkur að koma til baka og halda okkur inn í leiknum. Ég er umfram allt ánægður með sigurinn,“ sagði sigurreifur Isreal Martin eftir leikinn í kvöld. Martin bætti svo við að vonandi fá áhorfendur að koma aftur á völlinn við fyrsta tækifæri. „Ég er mjög ánægður að vera kominn aftur á völlinn þrátt fyrir það að engir stuðningsmenn eru leyfðir. Allir stuðningsmennirnir eru líka spenntir fyrir þessu, núna fyrst að fá að horfa á körfuboltann í sjónvarpinu og vonandi fáum við að sjá þennan völl verða troðfullan af áhorfendum eins og vanalega innan skamms.“ Lið Hauka er mikið breytt frá síðasta tímabili og telur Martin að liðið muni einungis verða betra með tímanum. „Við munum vaxa með hverjum leik sem lið. Frá byrjunarliðinu á síðasta tímabili erum við bara með Breka. Hansel, Ingvi og Brian bætast við og við þurfum að halda áfram að byggja liðið upp. Ég er mjög ánægður með leikmannahópinn í heild en við þurfum að fara að kynnast betur sem liðsmenn og vaxa sem lið í gegnum keppnisleiki og æfingar,“ svaraði Israel Martin aðspurður um nánast nýjan leikmannahóp Hauka. Einn af nýju leikmönnum Hauka, Earvin Lee Morris, tók þó engan þátt í leiknum í kvöld vegna meiðsla. „Hann var of ákafur á æfingu í gær, hann rann til og sneri upp á hné sitt. Við ætluðum að skoða meiðslin betur fyrir leikinn í dag og vonuðum að hann gæti spilað einhverjar mínútur en við erum ekki í úrslitakeppninni þannig við vildum ekki taka neinar áhættu í dag og við viljum hafa hann heilann allt tímabilið frekar en að keyra hann út í einum leik. Við munum skoða meiðslin betur á morgun og vonandi verður hann klár fyrir næsta leik,“ sagði Martin um stöðuna á Morris. Þjálfarateymi Martins hefur tröllatrú á læknateymi Hauka, að þeir síðarnefndu munu koma liðinu í gegnum þétt leikjaprógram Dominos deildarinnar á nætunni. „Við erum með eitt besta sjúkraþjálfara teymi á landinu í Villa og Valdimar, núna taka þeir við og þetta er þeirra starf. Þeir eru mikilvægari en ég eða þjálfararnir akkurat núna, við þjálfararnir spáum í leikplaninu en ég er enginn sérfræðingur í læknisfræði. Villi og Valdimar munu sjá til þess að liðið verði tilbúið í næsta leik,“ sagði Israel Martin að lokum. Logi: Styttist alltaf í endann hjá mér þannig að ég brosi út af eyrum hvern leik sem ég fæ að spila Logi Gunnarsson átti mjög öflugan leik fyrir Njarðvíkinga í kvöld en hann var óánægður að fá ekki meira út úr leiknum „Ég er mjög svekktur bara. Mér fannst við vera nógu góðir til þess að vinna þennan leik. Við gerðum nokkur mistök varnarlega og þeir fá opin skot á síðustu mínútunum og mér fannst við vera komin með tökin svo fær Bracey nokkur galopin skot og mér fannst það bara óþarfi og lélegur varnarleikur hjá okkur svo maður er svekktur að tapa með tveimur stigum,“ sagði svekktur Logi Gunnarsson í leikslok. Þrátt fyrir afar svekkjandi tap þá er Logi himinlifandi að vera loksins kominn aftur völlinn eftir mjög langt hlé. „Það eru forréttindi, maður má kannski ekki svekkja sig of mikið í tapi þegar maður er búinn að vera í frá körfubolta í hundrað daga. Auðvitað er maður keppnismaður og við komum hingað til að vinna í kvöld, mér finnst við vera með gott lið en það er gaman að vera kominn aftur. Ég nýt hverrar mínútu, það styttist alltaf í endann hjá mér þannig að ég bara brosi út af eyrum hvern leik sem ég fæ að spila,“ bætti Logi við með smá brosi á vör. Það skapaðist umræða um Loga í körfuboltakvöldi um hálf manískar einstaklings æfingar á bílaplaninu heima í Covid hléinu, aðspurður um þessi ummæli sagði Logi, „Ég er svo sem búinn að vera lengi í þessu og kann að æfa. Ég veit hvernig ég þarf að æfa til að vera í góðu standi. Ég bjó mér til venjur sem ungur drengur og geri þær enn þá í dag, sem er kannski lykilinn að því að vera með góða æfingar rútínu, maður má aldrei stoppa. Ég er farinn að kunna á skrokkinn á mér eftir öll þessi ár.“ Það er stutt á milli leikja eftir langt hlé á mótinu. Logi er þó tilbúinn í slaginn þótt það sé einungis þrír dagar í næsta leik. „Bara gaman að fá að spila aftur og hvíla sig aðeins núna. Við fáum vonandi Antonio Hester fyrir þann leik og svo kemur Maciek vonandi fljótlega inn í þetta aftur. Jón Arnór kom aftur í kvöld til baka frá breiðablik og verður með okkur. Þannig ég kvíði engu, en það hefði verið gaman að taka þennan því við erum á heimavelli og við eigum alltaf að vinna á heimavelli,“ sagði Logi að lokum. Ingvi Þór: Gott að spila í rauðu Ingvi Þór Guðmundsson var að spila sinn fyrsta leik í Dominos deildinni eftir að hafa yfirgefið Grindavík síðasta sumar. Ingvi var ánægður með endurkomuna. „Það er bara gleði, mikil gleði að ná þessum sigri. Þeir komust á svakalegt run þarna í endann en Bracey setti einhver átta stig í röð þá til að koma okkur aftur yfir en svo kom Njarðvík aftur til baka og þetta kláraðist allt bara á lokaskotinu. Geggjað,“ sagði glaður Ingvi Þór í leikslok og bætti svo við, aðspurður um hvað skóp sigurinn, „liðsheildin. Við erum með góða breidd í þessum mönnun á bekknum, þeir voru að spila án Maciek og Hester þannig við hlupum á þá en við vorum þreyttir líka. Svo liðsheildin skapaði þennan sigur og bara stór skot hjá mönnum.“ Ingvi Þór er glaður að vera kominn aftur heim á Ásvelli. „Það er gott að koma aftur í Hauka. Ég ólst upp í Haukum, þannig það er gott að spila í rauðu og ég get ekki beðið að spila aftur á mánudaginn,“ bætti Ingvi við, en hann hefur lausnina við því hvernig á að takast á við mikið leikjaálag sem er framundan í Dominos deildinni. „Við verðum að teygja vel og fara í ísböð. Það er Keflavík á mánudaginn sem verður hörku erfiður leikur við verðum bara að gíra okkur upp í hann af krafti,“ sagði Ingvi Þór Guðmundsson að lokum. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Haukar
Gestirnir frá Ásvöllum byrjuðu leikinn í kvöld töluvert betur með því að skora fyrstu fimm stig leiksins. Eftir að heimamenn svöruðu með tveimur stigum settu gestirnir niður sjö í röð og komust í 2-12 forystu áður en Njarðvíkingar fóru almennilega í gang. Þeir grænklæddu minnkuðu muninn hægt og rólega niður það sem eftir lifði fyrsta leikhluta og endaði leikhlutinn 14-19 Haukum í vil. Annar leikhluti var ansi spennandi og tók Njarðvíkingum að jafna leikinn í fyrsta skipti í stöðunni 24-24. Eftir það var leikhlutinn afar fjörugur en Haukarnir voru þó alltaf skrefinu á undan en Njarðvíkingum tókst aldrei að komast yfir í þessum leik og voru í raun alltaf að elta en heimamenn jöfnuðu leikinn aftur um miðjan leikhlutann, 30-30. Haukar voru betri aðilinn út leikhlutann og leiddu sanngjarnt í hálfleik 39-46. Haukar byrjuðu þriðja leikhluta betur, alveg eins og hina tvo en Brian Fritzpatrik, einn af nýju leikmönnum Hauka, skorar fyrstu stigin í leikhlutanum eftir að Njarðvíkingar byrjuðu með knöttinn. Brian átti afar góða frumraun með Haukum en hann skoraði í heildina 16 stig ásamt því að taka 10 fráköst í kvöld. Hægt og rólega fóru gestirnir að taka völd á leiknum og komust í 43-58, eða 15 stigum yfir, sem var mesti munur á milli liðanna í kvöld. Eins og áður þá vöknuðu Njarðvíkingar við þetta og söxuðu aðeins á forskot Hauka sem var undir lok þriðja leikhluta 11 stig eða 55-66. Njarðvíkingar héldu uppteknum hætti í fjórða leikhluta og héldu áfram að minnka forystu Hauka og gera leikinn æsispennandi. Um miðbik fjórða leikhlutann var munurinn kominn niður í eitt stig, 73-74 eftir flotta troðslu frá Mario Matasovic en rétt fyrir troðslu Mario var Logi Gunnarsson búinn að setja niður þrist, einn af alls sjö þristum Loga í kvöld. Við þetta vöknuðu Haukarnir aftur og voru með yfirhöndina allt þangað til að ein mínúta var á leikklukkunni en þá jafnar Ólafur Helgi leikinn aftur í 84-84 með þriggja stiga körfu og allt stefndi í mikla dramatík í Ljónagryfjunni. Haukar bruna í kjölfarið af stað í sókn og fá tvö víti sem Hansel setur bæði niður, 84-86. Í næstu sókn Njarðvíkur brýtur Hansel svo klaufalega á Rodney sem fær tvö víti þegar 9 sekúndur lifa eftir en nær bara að setja annað vítið niður. Njarðvíkingar brjóta í kjölfarið strax af sér og senda Brian á vítalínuna sem nær þó bara að setja annað vítið niður. Þegar 7 sekúndur eru eftir leggja Njarðvíkingar knöttinn upp á Loga Gunnarsson í þriggja stiga skot sem geigar, óheppilegt fyrir Loga sem átti annars frábæran leik með 30 stig. Lokatölur í Ljónagryfjunni, 85-87 fyrir Hauka. Af hverju unnu Haukar? Haukar voru skrefinu á undan allan leikinn en hleyptu heimamönnum inn í leikinn í síðasta leikhluta. Nýju leikmenn Hauka, þeir Ingvi Þór Guðmundsson og Brian Fitzpatrik áttu mjög góðan leik með 16 stig hvor en Haukarnir náðu að dreifa stigunum jafn og þétt yfir allt liðið. Hansel Giovanny skoraði einnig 16 stig en Austin Magnus Bracy var stigahæstur gestanna með 17 stig. Það má því segja að breiddin í liði Hauka hafi skilað þessum sigri. Hverjir stóðu upp úr? Austin Magnus Bracy setti niður þrjá mikilvæga þrista í röð hjá Haukunum á ögurstundu og framlag hans skipti sköpum fyrir Hauka. Ingvi Þór átti einnig hörkuleik hjá Haukum með 9 fráköst og 5 stoðsendingar. Maður leiksins var þó án vafa Logi Gunnarsson hjá Njarðvík sem gjörsamlega dróg vagninn hjá heimamönnum með 30 stig, þar af 7 þriggja stiga körfur. Hvað gekk illa? Njarðvíkingar voru að elta allan leikinn en fengu kjörið tækifæri til að ná yfirhöndinni í restina með vítaskotum Rodney og lokaskoti Loga sem klikkaði. Njarðvíkingar verða þó að fá prik fyrir að gefast aldrei upp en sigur Hauka var eftir allt saman sanngjarn. Hvað gerist næst? Það er spilað þétt í deildinni um þessar mundir. Njarðvík fær einungis þrjá daga í hvíld en næst eiga þeir erfiðan útileik á Sauðárkróki þar sem þeir heimsækja Tindastóll sem vann KR fyrr í kvöld. Haukar eiga líka verðugt verkefni fyrir höndum þegar þeir fá Keflavík í heimsókn, eftir einungis fjóra daga. Einar Árni: Ánægður með að mínir menn gefast ekki upp Njarðvíkingar voru grátlega nálægt því að ná einhverju út úr leiknum í kvöld og eðlilega var Einar Árni ekki sá hressasti í viðtali eftir leik. Aðspurður um tilfinningar sínar sagði Einar, „já bara svekkelsi. Vorum nálægt því að klára þetta og vorum að koma til baka oft. Það vantaði bara herslu muninn, Bracey setur inn stórar tölur á loka kaflanum en ég er ánægður með að mínir menn gefast ekki upp. Bara óheppni, missum tvö víti í öllum leiknum og annað þeirra kemur bara á síðustu sekúndunum sem hefði getað sett þennan leik í framlengingu. Það þýðir ekkert að dvelja yfir því, fara að fókusa bara á næsta leik.“ Næsti leikur kemur einmitt eftir einungis þrjá daga og tíminn er því naumur til endurheimtar en Einar er umfram allt glaður að vera farinn að spila körfubolta aftur. „Jú auðvitað er það erfitt, það er fyrst og síðast erfitt því við höfum ekki verið að spila í langann tíma. Við ætlum ekkert að fara að grenja það, við erum bara ofboðslega glaðir að vera byrjaðir að spila körfubolta aftur og það verður að standa upp úr. Ég meina sigur eða tap, erum að sjálfsögðu hundsvekktir að ná ekki að klára þessi tvö stig en mikil ánægja að vera kominn af stað aftur. Tilhlökkun að fara í næsta leik og það sem fram undan er,“ sagði Einar aðspurður um leikjaálagið. Jón Arnór Sverrisson kom óvænt inn í lið Njarðvíkur í kvöld eftir að hafa verið lánaður til Breiðabliks fyrir tæpum þremur mánuðum síðan en var síðan fyrir stuttu kallaður til baka úr láninu. Ástæðan fyrir því virðist fyrst og fremst vera skortur á breidd í Njarðvík. „Hann [Jón Arnór] auðvitað fór í október á venslasamningi og er þar að leiðandi bara á láni. Við erum í þeirri stöðu að Hester er ekki klár og Maciek er meiddur. Strákarnir hérna í kvöld sem voru ekki að koma við sögu hafa ekki reynslu úr Dominos deildinni. Jón Arnór er frábær leikmaður sem klúbburinn ákvað að kanna hvort hann vildi taka slaginn með okkur aftur sem var raunin og er bara fagnaðar efni. Hann er bara „full force“ en náttúrulega bara nýkominn inn með okkur aftur, mætti á sína fyrstu æfingu í gær og ég er mjög ánægður að fá hann heim aftur,“ bætti Einar við, um endurkomu Jóns Arnórs. Eins og Einar minntist á voru hvorki Hester né Maciek með Njarðvík í kvöld. Hester á stutt eftir af sóttkví eftir komuna til landsins en lengra verður í endurkomu Maciek. „Já hann (Hester) þarf að klára sitt þar en svo verður hann klár í slaginn á næstu dögum. Ég þori ekki að segja með Maciek, hann snéri sig illa á milli jóla og nýárs, við þurfum að meta stöðuna eftir helgina hvort hann fari að rúlla af stað aftur.“ Israel Martin: Ég elska Loga Gunnarsson Israel Martin, þjálfari Hauka, var virkilega ánægður með sigurinn gegn Njarðvík í kvöld en var umfram allt er hann glaður að fá að spila leikinn aftur. „Leikurinn byrjaði í raun í gær á æfingu. Við vorum spenntir að fá spila aftur og við erum glaðir að vera komnir af stað og eigum að vera stoltir að vera mættir aftur hingað. Við byrjuðum leikinn í kvöld að miklum krafti, við vorum mjög einbeittir og hlupum yfir þá og dreifðum boltanum vel. Svo var þetta svolítið upp og niður. Ég meina vá, ég elska Loga. Hann er fyrirmynd fyrir alla unga leikmenn sem eru að koma upp í landinu. Hann tók leikinn yfir. Mig langar þó að minnast sérstaklega á Bracey, hann fékk tækifærið og hjálpaði okkur að koma til baka og halda okkur inn í leiknum. Ég er umfram allt ánægður með sigurinn,“ sagði sigurreifur Isreal Martin eftir leikinn í kvöld. Martin bætti svo við að vonandi fá áhorfendur að koma aftur á völlinn við fyrsta tækifæri. „Ég er mjög ánægður að vera kominn aftur á völlinn þrátt fyrir það að engir stuðningsmenn eru leyfðir. Allir stuðningsmennirnir eru líka spenntir fyrir þessu, núna fyrst að fá að horfa á körfuboltann í sjónvarpinu og vonandi fáum við að sjá þennan völl verða troðfullan af áhorfendum eins og vanalega innan skamms.“ Lið Hauka er mikið breytt frá síðasta tímabili og telur Martin að liðið muni einungis verða betra með tímanum. „Við munum vaxa með hverjum leik sem lið. Frá byrjunarliðinu á síðasta tímabili erum við bara með Breka. Hansel, Ingvi og Brian bætast við og við þurfum að halda áfram að byggja liðið upp. Ég er mjög ánægður með leikmannahópinn í heild en við þurfum að fara að kynnast betur sem liðsmenn og vaxa sem lið í gegnum keppnisleiki og æfingar,“ svaraði Israel Martin aðspurður um nánast nýjan leikmannahóp Hauka. Einn af nýju leikmönnum Hauka, Earvin Lee Morris, tók þó engan þátt í leiknum í kvöld vegna meiðsla. „Hann var of ákafur á æfingu í gær, hann rann til og sneri upp á hné sitt. Við ætluðum að skoða meiðslin betur fyrir leikinn í dag og vonuðum að hann gæti spilað einhverjar mínútur en við erum ekki í úrslitakeppninni þannig við vildum ekki taka neinar áhættu í dag og við viljum hafa hann heilann allt tímabilið frekar en að keyra hann út í einum leik. Við munum skoða meiðslin betur á morgun og vonandi verður hann klár fyrir næsta leik,“ sagði Martin um stöðuna á Morris. Þjálfarateymi Martins hefur tröllatrú á læknateymi Hauka, að þeir síðarnefndu munu koma liðinu í gegnum þétt leikjaprógram Dominos deildarinnar á nætunni. „Við erum með eitt besta sjúkraþjálfara teymi á landinu í Villa og Valdimar, núna taka þeir við og þetta er þeirra starf. Þeir eru mikilvægari en ég eða þjálfararnir akkurat núna, við þjálfararnir spáum í leikplaninu en ég er enginn sérfræðingur í læknisfræði. Villi og Valdimar munu sjá til þess að liðið verði tilbúið í næsta leik,“ sagði Israel Martin að lokum. Logi: Styttist alltaf í endann hjá mér þannig að ég brosi út af eyrum hvern leik sem ég fæ að spila Logi Gunnarsson átti mjög öflugan leik fyrir Njarðvíkinga í kvöld en hann var óánægður að fá ekki meira út úr leiknum „Ég er mjög svekktur bara. Mér fannst við vera nógu góðir til þess að vinna þennan leik. Við gerðum nokkur mistök varnarlega og þeir fá opin skot á síðustu mínútunum og mér fannst við vera komin með tökin svo fær Bracey nokkur galopin skot og mér fannst það bara óþarfi og lélegur varnarleikur hjá okkur svo maður er svekktur að tapa með tveimur stigum,“ sagði svekktur Logi Gunnarsson í leikslok. Þrátt fyrir afar svekkjandi tap þá er Logi himinlifandi að vera loksins kominn aftur völlinn eftir mjög langt hlé. „Það eru forréttindi, maður má kannski ekki svekkja sig of mikið í tapi þegar maður er búinn að vera í frá körfubolta í hundrað daga. Auðvitað er maður keppnismaður og við komum hingað til að vinna í kvöld, mér finnst við vera með gott lið en það er gaman að vera kominn aftur. Ég nýt hverrar mínútu, það styttist alltaf í endann hjá mér þannig að ég bara brosi út af eyrum hvern leik sem ég fæ að spila,“ bætti Logi við með smá brosi á vör. Það skapaðist umræða um Loga í körfuboltakvöldi um hálf manískar einstaklings æfingar á bílaplaninu heima í Covid hléinu, aðspurður um þessi ummæli sagði Logi, „Ég er svo sem búinn að vera lengi í þessu og kann að æfa. Ég veit hvernig ég þarf að æfa til að vera í góðu standi. Ég bjó mér til venjur sem ungur drengur og geri þær enn þá í dag, sem er kannski lykilinn að því að vera með góða æfingar rútínu, maður má aldrei stoppa. Ég er farinn að kunna á skrokkinn á mér eftir öll þessi ár.“ Það er stutt á milli leikja eftir langt hlé á mótinu. Logi er þó tilbúinn í slaginn þótt það sé einungis þrír dagar í næsta leik. „Bara gaman að fá að spila aftur og hvíla sig aðeins núna. Við fáum vonandi Antonio Hester fyrir þann leik og svo kemur Maciek vonandi fljótlega inn í þetta aftur. Jón Arnór kom aftur í kvöld til baka frá breiðablik og verður með okkur. Þannig ég kvíði engu, en það hefði verið gaman að taka þennan því við erum á heimavelli og við eigum alltaf að vinna á heimavelli,“ sagði Logi að lokum. Ingvi Þór: Gott að spila í rauðu Ingvi Þór Guðmundsson var að spila sinn fyrsta leik í Dominos deildinni eftir að hafa yfirgefið Grindavík síðasta sumar. Ingvi var ánægður með endurkomuna. „Það er bara gleði, mikil gleði að ná þessum sigri. Þeir komust á svakalegt run þarna í endann en Bracey setti einhver átta stig í röð þá til að koma okkur aftur yfir en svo kom Njarðvík aftur til baka og þetta kláraðist allt bara á lokaskotinu. Geggjað,“ sagði glaður Ingvi Þór í leikslok og bætti svo við, aðspurður um hvað skóp sigurinn, „liðsheildin. Við erum með góða breidd í þessum mönnun á bekknum, þeir voru að spila án Maciek og Hester þannig við hlupum á þá en við vorum þreyttir líka. Svo liðsheildin skapaði þennan sigur og bara stór skot hjá mönnum.“ Ingvi Þór er glaður að vera kominn aftur heim á Ásvelli. „Það er gott að koma aftur í Hauka. Ég ólst upp í Haukum, þannig það er gott að spila í rauðu og ég get ekki beðið að spila aftur á mánudaginn,“ bætti Ingvi við, en hann hefur lausnina við því hvernig á að takast á við mikið leikjaálag sem er framundan í Dominos deildinni. „Við verðum að teygja vel og fara í ísböð. Það er Keflavík á mánudaginn sem verður hörku erfiður leikur við verðum bara að gíra okkur upp í hann af krafti,“ sagði Ingvi Þór Guðmundsson að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti