Lífið

Si­eg­fri­ed í Si­eg­fri­ed og Roy er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Siegfried Fischbacher og Roy Horn árið 2016.
Siegfried Fischbacher og Roy Horn árið 2016. Getty/Ethan Miller

Þýsk-bandaríski töframaðurinn Siegfried Fischbacher er látinn, 81 ára að aldri.

Bild greinir frá þessu, en það er systir töframannsins sem greinir frá andlátinu, en hann hafði glímt við krabbamein í brisi.

Siegfried var annar helmingur tvíeykisins Siegfried og Roy sem voru lengi með sýningar á Mirage-hótelinu Las Vegas og víðar þar sem þeir notuðust við tígrisdýr og fleiri dýr.

Roy Horn, félagi Siegfried Fischbacher, lést af völdum Covid-19 í maí síðastliðinn.

Samstarf þeirra Siegfried og Roy hófst árið 1967.


Tengdar fréttir

Roy í Siegfried og Roy látinn

Roy Horn, annar tveggja meðlima hins fræga töframannadúetts Siegfried og Roy, er látinn 75 ára að aldri. Hann lést eftir að hafa smitast af kórónuveirunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.