Unnu sigur í fyrsta leiknum án Hardens Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2021 07:31 Christian Wood var stigahæstur hjá Houston Rockets í sigrinum í nótt. Getty/Ronald Cortes James Harden lék ekki með Houston Rockets í nótt vegna yfirvofandi vistaskipta hans til Brooklyn Nets en án hans vann Houston sinn fjórða leik á tímabilinu. Harden hefur verið aðalmaðurinn í Houston um árabil og stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar síðustu þrjú tímabil. Nú er komið að öðrum að láta ljós sitt skína hjá liðinu og Houston vann 109-105 sigur gegn San Antonio Spurs. Christian Wood var atkvæðamestur hjá Houston með 27 stig og 15 fráköst. Sterling Brown, sem kom inn í byrjunarliðið í stað Hardens, skoraði 23 stig, tók sjö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar, og Jae‘Sean Tate var einnig öflugur með 13 stig, 10 stoðsendingar og fimm fráköst. 27 PTS, 15 REB from @Chriswood_5 helps the @HoustonRockets prevail against SAS! #Rockets pic.twitter.com/9IZjNXhE59— NBA (@NBA) January 15, 2021 Harden hálfpartinn kvaddi Houston í viðtali eftir tvo tapleiki í röð gegn LA Lakers á þriðjudaginn, með þeim orðum að liðið væri einfaldlega ekki nógu gott og ekki væri hægt að laga það. Samherjar hans nýttu fyrsta tækifæri til að sýna að eitthvað væri þó í liðið spunnið, en Houston er samt næstneðst í vesturdeildinni með 4 sigra og 6 töp. Jokic með þrennu og Denver upp að hlið Golden State Nikola Jokic skoraði 18 af 23 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Denver Nuggets unnu tíu stiga sigur á Golden State Warriors, 114-104. Liðin eru þar með jöfn að stigum ásamt San Antonio um miðja vesturdeildina með 50% sigurhlutfall eftir 12 leiki. Jokic skoraði ekki bara 23 stig heldur tók 14 fráköst og gaf 10 stoðsendingar, og náði þar með sinni 46. þrennu á ferlinum. Stephen Curry setti niður 14 af 23 skotum sínum og skoraði 35 stig. Hann er nú 15 þriggja stiga körfum frá því að jafna við Reggie Miller í 2. sæti yfir flesta þrista í sögu deildarinnar. Miller setti niður 2.560 þrista á sínum ferli. Ray Allen er efstur með 2.973 þrista. Úrslit næturinnar: Philadelphia 125 – 108 Miami Toronto 111 – 108 Charlotte San Antonio 105 – 109 Houston Denver 114 – 104 Golden State Portland 87 – 111 Indiana NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Harden hefur verið aðalmaðurinn í Houston um árabil og stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar síðustu þrjú tímabil. Nú er komið að öðrum að láta ljós sitt skína hjá liðinu og Houston vann 109-105 sigur gegn San Antonio Spurs. Christian Wood var atkvæðamestur hjá Houston með 27 stig og 15 fráköst. Sterling Brown, sem kom inn í byrjunarliðið í stað Hardens, skoraði 23 stig, tók sjö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar, og Jae‘Sean Tate var einnig öflugur með 13 stig, 10 stoðsendingar og fimm fráköst. 27 PTS, 15 REB from @Chriswood_5 helps the @HoustonRockets prevail against SAS! #Rockets pic.twitter.com/9IZjNXhE59— NBA (@NBA) January 15, 2021 Harden hálfpartinn kvaddi Houston í viðtali eftir tvo tapleiki í röð gegn LA Lakers á þriðjudaginn, með þeim orðum að liðið væri einfaldlega ekki nógu gott og ekki væri hægt að laga það. Samherjar hans nýttu fyrsta tækifæri til að sýna að eitthvað væri þó í liðið spunnið, en Houston er samt næstneðst í vesturdeildinni með 4 sigra og 6 töp. Jokic með þrennu og Denver upp að hlið Golden State Nikola Jokic skoraði 18 af 23 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Denver Nuggets unnu tíu stiga sigur á Golden State Warriors, 114-104. Liðin eru þar með jöfn að stigum ásamt San Antonio um miðja vesturdeildina með 50% sigurhlutfall eftir 12 leiki. Jokic skoraði ekki bara 23 stig heldur tók 14 fráköst og gaf 10 stoðsendingar, og náði þar með sinni 46. þrennu á ferlinum. Stephen Curry setti niður 14 af 23 skotum sínum og skoraði 35 stig. Hann er nú 15 þriggja stiga körfum frá því að jafna við Reggie Miller í 2. sæti yfir flesta þrista í sögu deildarinnar. Miller setti niður 2.560 þrista á sínum ferli. Ray Allen er efstur með 2.973 þrista. Úrslit næturinnar: Philadelphia 125 – 108 Miami Toronto 111 – 108 Charlotte San Antonio 105 – 109 Houston Denver 114 – 104 Golden State Portland 87 – 111 Indiana
Philadelphia 125 – 108 Miami Toronto 111 – 108 Charlotte San Antonio 105 – 109 Houston Denver 114 – 104 Golden State Portland 87 – 111 Indiana
NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum