Þá á að verja 415 milljörðum til að berjast við faraldurinn og 440 milljarðar fara til lítilla fyrirtækja, að því er fram kemur í frétt BBC.
Biden hefur sagst ætla að leggja höfuðáherslu á að sigrast á veirunni á fyrstu mánuðunum í embætti en hann tekur við næstkomandi miðvikudag, 20. janúar. Bandaríkjaþing þarf að samþykkja aðgerðapakkann, eigi hann að koma til framkvæmda.
Faraldurinn er í hæstu hæðum í Bandaríkjunum þar sem 385 þúsund manns hafa látist af völdum Covid-19.
Rúmlega 200 þúsund ný tilfelli greinast á hverjum degi og andlát af völdum sjúkdómsins eru um fjögur þúsund daglega.