Erlent

Kynnti 1.900 milljarða dala að­gerða­pakka

Atli Ísleifsson skrifar
Joe Biden flutti ávarp í gær frá heimaborg sinni, Wilmington í Delaware.
Joe Biden flutti ávarp í gær frá heimaborg sinni, Wilmington í Delaware. Getty/Alex Wong

Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, kynnti í gærkvöldi aðgerðapakka sem ætlað er að örva bandarískan efnahag í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Alls er fyrirhugað að verja 1.900 milljörðum Bandaríkjadala til ýmissa verkefna og meðal annars fá allir landsmenn 1.400 dala eingreiðslu, um 180 þúsund krónur.

Þá á að verja 415 milljörðum til að berjast við faraldurinn og 440 milljarðar fara til lítilla fyrirtækja, að því er fram kemur í frétt BBC

Biden hefur sagst ætla að leggja höfuðáherslu á að sigrast á veirunni á fyrstu mánuðunum í embætti en hann tekur við næstkomandi miðvikudag, 20. janúar. Bandaríkjaþing þarf að samþykkja aðgerðapakkann, eigi hann að koma til framkvæmda.

Faraldurinn er í hæstu hæðum í Bandaríkjunum þar sem 385 þúsund manns hafa látist af völdum Covid-19. 

Rúmlega 200 þúsund ný tilfelli greinast á hverjum degi og andlát af völdum sjúkdómsins eru um fjögur þúsund daglega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×