Brasilískt afbrigði veirunnar veldur auknum áhyggjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2021 10:27 Heilbrigðiskerfið í borginni Manaus í Brasilíu er komið að þolmörkum vegna mikillar fjölgunar smita. Getty/Lucas Silva Yfirvöld í Bretlandi hafa auknar áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem á uppruna sinn í Brasilíu og virðist vera meira smitandi en það sem kom faraldrinum af stað, líkt og tvö önnur afbrigði sem hafa greinst og eru rakin annars vegar til Bretlands og Suður-Afríku. Vegna afbrigðisins hefur breska ríkisstjórnin ákveðið að banna komur ferðamanna til landsins sem koma frá Suður-Ameríku, Panama, Portúgal og Grænhöfðaeyjum. Bannið tók gildi klukkan fjögur í nótt og nær það til Portúgal og Grænhöfðaeyja vegna sterkra tengsla landanna við Brasilíu. Breskir og írskir ríkisborgarar munu áfram geta komið til Bretlands sem og erlendir ríkisborgarar sem hafa dvalarleyfi en með því skilyrði að fara í sóttkví í tíu daga við komuna til landsins. Heilbrigðiskerfið í brasilísku borginni Manaus er komið að þolmörkum vegna mikillar fjölgunar smita sem tengist brasilíska afbrigðinu. Afbrigðin þrjú eiga það öll sameiginlegt að stökkbreytingar hafa orðið á svokölluðu bindipróteini veirunnar. Próteinið er sá hluti sem veiran notast til að bindast frumum í mönnum. Stökkbreytingarnar virðast því valda því að afbrigðin bindist frumum líkamans af meiri krafti en aðrir stofnar. Það hafi síðan þær afleiðingar að afbrigðin dreifa sér meira á milli manna. Allt að þrjár stökkbreytingar á bindipróteinin Í umfjöllun BBC um þessi þrjú afbrigði og muninn á þeim segir að nýjustu rannsóknir Lýðheilsustofnunar Bretlands bendi til þess að breska afbrigðið sé allt að 30 til 50 prósent meira smitandi en aðrir stofnar. Það greindist fyrst í Kent í september og hefur borist til meira en fimmtíu landa, þar á meðal Íslands. Hér hefur það þó ekki breiðst út um samfélagið. Suður-afríska afbrigðið greindist í október og hefur mögulega mikilvægari stökkbreytingar á bindipróteininu en það breska. Það á eina stökkbreytingu sameiginlega með breska afbrigðinu auk tveggja til viðbótar sem vísindamenn telja að geti tengst meira inn á virkni bóluefna gegn Covid-19. Ein stökkbreytingin hjálpar mögulega veirunni þannig við að koma sér undan þeim hluta ónæmiskerfisins sem myndar mótefni, að því er kemur fram í umfjöllun BBC. Brasilíska afbrigðið greindist fyrst í júlí og var nýlega greint í fjórum ferðalöngum sem komu til Japans frá Brasilíu. Á því eru þrjár lykilstökkbreytingar á bindipróteininu sem gera það líkt suður-afríska afbrigðinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Bretland Suður-Afríka Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Vegna afbrigðisins hefur breska ríkisstjórnin ákveðið að banna komur ferðamanna til landsins sem koma frá Suður-Ameríku, Panama, Portúgal og Grænhöfðaeyjum. Bannið tók gildi klukkan fjögur í nótt og nær það til Portúgal og Grænhöfðaeyja vegna sterkra tengsla landanna við Brasilíu. Breskir og írskir ríkisborgarar munu áfram geta komið til Bretlands sem og erlendir ríkisborgarar sem hafa dvalarleyfi en með því skilyrði að fara í sóttkví í tíu daga við komuna til landsins. Heilbrigðiskerfið í brasilísku borginni Manaus er komið að þolmörkum vegna mikillar fjölgunar smita sem tengist brasilíska afbrigðinu. Afbrigðin þrjú eiga það öll sameiginlegt að stökkbreytingar hafa orðið á svokölluðu bindipróteini veirunnar. Próteinið er sá hluti sem veiran notast til að bindast frumum í mönnum. Stökkbreytingarnar virðast því valda því að afbrigðin bindist frumum líkamans af meiri krafti en aðrir stofnar. Það hafi síðan þær afleiðingar að afbrigðin dreifa sér meira á milli manna. Allt að þrjár stökkbreytingar á bindipróteinin Í umfjöllun BBC um þessi þrjú afbrigði og muninn á þeim segir að nýjustu rannsóknir Lýðheilsustofnunar Bretlands bendi til þess að breska afbrigðið sé allt að 30 til 50 prósent meira smitandi en aðrir stofnar. Það greindist fyrst í Kent í september og hefur borist til meira en fimmtíu landa, þar á meðal Íslands. Hér hefur það þó ekki breiðst út um samfélagið. Suður-afríska afbrigðið greindist í október og hefur mögulega mikilvægari stökkbreytingar á bindipróteininu en það breska. Það á eina stökkbreytingu sameiginlega með breska afbrigðinu auk tveggja til viðbótar sem vísindamenn telja að geti tengst meira inn á virkni bóluefna gegn Covid-19. Ein stökkbreytingin hjálpar mögulega veirunni þannig við að koma sér undan þeim hluta ónæmiskerfisins sem myndar mótefni, að því er kemur fram í umfjöllun BBC. Brasilíska afbrigðið greindist fyrst í júlí og var nýlega greint í fjórum ferðalöngum sem komu til Japans frá Brasilíu. Á því eru þrjár lykilstökkbreytingar á bindipróteininu sem gera það líkt suður-afríska afbrigðinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Bretland Suður-Afríka Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira