Umfjöllun: Þór Þ. - Grindavík 93-94 | Gestirnir höfðu betur eftir framlengingu Bjarmi Skarðhéðinsson skrifar 17. janúar 2021 20:59 Stjarnan - Grindavík, Geysisbikarinn, veturinn 2019 - 2020. Körfubolti. Foto: Daniel Thor/Daniel Thor Grindavík vann í dag Þór Þorlákshöfn með tveim stigum í framlengdum leik. Joonas Jarvelainen var stigahæstur í liði Grindvíkinga með 19 stig en í liði Þórs var það Larry Thomas með 24 stig. Grindvíkingar byrjuðu leikinn betur og komust í 10 stiga forskot þegar 1.leikhluti var rúmlega hálfnaður. Skotnýting Þórsara var nokkuð döpur í byrjun leiks, en um helmingur stiga þeirra í 1.leikhluta komu af vítalínunni. Þegar fór að líða á leikhlutann náðu Þórsarar þó að rétta sig aðeins við og minnka muninn í fjögur stig. Annar leikhluti var mjög hraður til að byrja með. Liðin skiptust á að skora og tapa boltanum. Þegar fór að nálgast hálfleikinn náðu Grindvíkingar þó að auka forskot sitt aftur í níu stig og héldu Þórsurum frá sér út hálfleikinn. Sjö stig skildu liðin að þegar gengið var til búningsherbergja. Grindavík hélt uppteknum hætti í byrjun seinni hálfleiks og hertu takið hægt og bítandi þegar líða fór á 3.leikhlutann. Þegar leikhlutanum lauk voru Grindvíkingar komnir með 14 stiga forskot og lítið gekk hjá strákunum frá Þorlákshöfn. Strákarnir frá Þorlákshöfn komu svo algjörlega dýrvitlausir í 4.leikhluta og voru þar miklu ákveðnari í öllum sínum aðgerðum. Þeir náðu fljótlega að minka muninn og þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir náðu þeir að jafna leikinn í fyrsta skipti síðan í stöðunni 0-0. Liðin skiptust þá á að skora það sem eftir lifði leiks, og fór það á endanum svo að það þurfti að grípa til framlengingar. Framlengingin var svo gríðarlega spennandi eins og við var að búast. Þegar ein mínúta var eftir náði Grindavík eins stigs forystu. Á lokasekúndunum juku þeir svo forskotið í þrjú stig, en þegar 0,8 sekúndur voru eftir af leiknum var brotið á Larry Thomas þegar hann reyndi þriggja stiga skot og því fékk hann þrjú tækifæri á vítalínunni. Hann klikkaði þó á fyrsta vítinu og því voru úrslitin ráðin, lokastaðan 92-94 Grindavík i vil. Af hverju vann Grindavík? Heilt yfir var Grindavík sterkari aðilinn og áttu sigurinn líklega skilið. Þeir voru yfir nánast allan leikinn og hefðu í raun átt að vera búnir að klára þetta í 3.leikhluta. Þórsarar sýndu mikinn karakter að koma til baka og ná í framlengingu, en því miður fyrir þá var það Grindavík sem kláraði leikinn og tekur stigin tvö með sér. Hvað gekk illa? Þórsarar tóku nokkra kafla í leiknum þar sem að þeir töpuðu boltanum hvað eftir annað og leyfðu Grindvíkingum að taka allt of mörg sóknarfráköst. Grindvíkingar voru með mun lakari skotnýtingu en Þórsarar en ná samt að vinna leikinn, en þeir tóku líka 17 fleiri skot en strákarnir frá Þorlákshöfn, og það er bara of mikill munur á fjölda skota. Hvað gerist næst? Grindvíkingar fá Hauka í heimsókn á fimmtudaginn. Haukar hafa unnið einn leik og tapað einum, á meðan að Grindavík hefur unnið sína þrjá. Þeir ætla sér líklega að framlengja þessari sigurgöngu á heimavelli á fimmtudaginn. Þór Þorlákshöfn heimsækir Stjörnuna í Garðabæinn næsta föstudag. Eftir svekkjandi tap í framlengingu í kvöld má búast við því að þeir mæti dýrvitlausir í þann leik til að rétta sig af, en þeir hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Grindavík
Grindavík vann í dag Þór Þorlákshöfn með tveim stigum í framlengdum leik. Joonas Jarvelainen var stigahæstur í liði Grindvíkinga með 19 stig en í liði Þórs var það Larry Thomas með 24 stig. Grindvíkingar byrjuðu leikinn betur og komust í 10 stiga forskot þegar 1.leikhluti var rúmlega hálfnaður. Skotnýting Þórsara var nokkuð döpur í byrjun leiks, en um helmingur stiga þeirra í 1.leikhluta komu af vítalínunni. Þegar fór að líða á leikhlutann náðu Þórsarar þó að rétta sig aðeins við og minnka muninn í fjögur stig. Annar leikhluti var mjög hraður til að byrja með. Liðin skiptust á að skora og tapa boltanum. Þegar fór að nálgast hálfleikinn náðu Grindvíkingar þó að auka forskot sitt aftur í níu stig og héldu Þórsurum frá sér út hálfleikinn. Sjö stig skildu liðin að þegar gengið var til búningsherbergja. Grindavík hélt uppteknum hætti í byrjun seinni hálfleiks og hertu takið hægt og bítandi þegar líða fór á 3.leikhlutann. Þegar leikhlutanum lauk voru Grindvíkingar komnir með 14 stiga forskot og lítið gekk hjá strákunum frá Þorlákshöfn. Strákarnir frá Þorlákshöfn komu svo algjörlega dýrvitlausir í 4.leikhluta og voru þar miklu ákveðnari í öllum sínum aðgerðum. Þeir náðu fljótlega að minka muninn og þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir náðu þeir að jafna leikinn í fyrsta skipti síðan í stöðunni 0-0. Liðin skiptust þá á að skora það sem eftir lifði leiks, og fór það á endanum svo að það þurfti að grípa til framlengingar. Framlengingin var svo gríðarlega spennandi eins og við var að búast. Þegar ein mínúta var eftir náði Grindavík eins stigs forystu. Á lokasekúndunum juku þeir svo forskotið í þrjú stig, en þegar 0,8 sekúndur voru eftir af leiknum var brotið á Larry Thomas þegar hann reyndi þriggja stiga skot og því fékk hann þrjú tækifæri á vítalínunni. Hann klikkaði þó á fyrsta vítinu og því voru úrslitin ráðin, lokastaðan 92-94 Grindavík i vil. Af hverju vann Grindavík? Heilt yfir var Grindavík sterkari aðilinn og áttu sigurinn líklega skilið. Þeir voru yfir nánast allan leikinn og hefðu í raun átt að vera búnir að klára þetta í 3.leikhluta. Þórsarar sýndu mikinn karakter að koma til baka og ná í framlengingu, en því miður fyrir þá var það Grindavík sem kláraði leikinn og tekur stigin tvö með sér. Hvað gekk illa? Þórsarar tóku nokkra kafla í leiknum þar sem að þeir töpuðu boltanum hvað eftir annað og leyfðu Grindvíkingum að taka allt of mörg sóknarfráköst. Grindvíkingar voru með mun lakari skotnýtingu en Þórsarar en ná samt að vinna leikinn, en þeir tóku líka 17 fleiri skot en strákarnir frá Þorlákshöfn, og það er bara of mikill munur á fjölda skota. Hvað gerist næst? Grindvíkingar fá Hauka í heimsókn á fimmtudaginn. Haukar hafa unnið einn leik og tapað einum, á meðan að Grindavík hefur unnið sína þrjá. Þeir ætla sér líklega að framlengja þessari sigurgöngu á heimavelli á fimmtudaginn. Þór Þorlákshöfn heimsækir Stjörnuna í Garðabæinn næsta föstudag. Eftir svekkjandi tap í framlengingu í kvöld má búast við því að þeir mæti dýrvitlausir í þann leik til að rétta sig af, en þeir hafa nú tapað tveimur leikjum í röð.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum