Með mikla magaverki á þriðja dagi vegan tilraunar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. janúar 2021 15:00 Hrafnhildur Baldursdóttir er kúabóndi á Litla-Ármóti svo það er ný reynsla fyrir hana að taka mánuð á grænkerafæði. Hún vaknaði strax á öðrum degi vegan tilraunar með verki í maganum. Kjötætur óskast! Fyrsti dagurinn í vegantilraun gekk vonum framar hjá kúabændunum á Litla-Ármóti, en þau féllust á að taka þátt í sjónvarpsþáttunum Kjötætur óskast! sem eru nú í sýningu á Stöð 2. Þar taka fjórar fjölskyldur þátt í fjögurra vikna vegantilraun til að kanna hvort það minnki kolefnisspor þeirra. Hrafnhildur Baldursdóttir kúabóndi vaknaði hins vegar strax á öðrum degi með mikla magaverki. „Ég vaknaði strax í morgun og var illt í maganum. Skrýtin og illt. Svo skánaði þetta þegar leið á daginn. Og já, það var heldur meiri vindgangur en vanalega,“ segir hún og hlær. Veganborgarinn upplifun Þennan fyrsta dag borðaði hún nektarínur, banana, grænmeti, baunir og spagettí. „Jú, og veganhamborgari fór inn fyrir mínar varir,“ segir hún glottandi enda framleiða þau Hrafnhildur og Ragnar Finnur Sigurðsson maðurinn hennar hamborgara á sínu búi og hafa því aldrei áður lagt sér veganborgara til munns. „Það var upplifun. Ég get allaveganna sagst hafa prufað það, ekki það að ég þurfi endilega að prufa hann aftur.“ Guðrún Ósk Maríasdóttir, grænkeri og matvælafræðingur, segir að það geti reynst sumum erfitt að skipta um mataræði á einni nóttu „Það getur reynst líkamanum erfitt að auka neyslu á hráu grænmeti. Besta ráðið er að byrja að elda grænmetið, þá er það auðveldara fyrir meltinguna.“ Ekkert til að hræðast Guðrún segir einnig að næringarefnin í til dæmis spínati, gulrótum, brokkolí og tómötunum nýtist betur eftir eldun. „Svo eru það baunirnar og sojaafurðirnar sem geta líka verið erfiðar. Það er best að byrja bara með litla skammta. Byrja á einni matskeið af baunum í tvær máltíðir yfir daginn fyrstu tvo dagana og finna hvernig manni líður og bæta svo smám saman við magnið.” Hún bætir því við að hægðir og vindgangur getur breyst og fundu flestar fjölskyldurnar í þáttunum fyrir því. „Það eru margir sem tala um það að þeir prumpi óvenju mikið eftir að þeir byrja á vegan mataræði. En það er ekkert til að hræðast og yfirleitt jafnar þetta sig á einum til þremur mánuðum.” Annar þáttur af „Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind“ er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudag kl. 19:05. Í þessari fimm þátta seríu fylgist Lóa með fjórum íslenskum fjölskyldum sem féllust á að taka þátt í fjögurra vikna vegan tilraun. Hópurinn fór í ýmsar heilsufarsmælingar áður en tilraun hófst og aftur í lokin til að kanna hvort þessi umbylting á mataræðinu hafði áhrif á heilsu þeirra. Þá skráðu allar fjölskyldurnar mataræði sitt inn í Matarspor EFLU meðan á tilraun stóð. Auk þess var tekin ein samanburðarvika frá því fyrir tilraun, til að kanna hvort kolefnisspor fjölskyldnanna minnkar við að sneiða hjá öllum dýraafurðum. Í öðrum þætti hefst tilraunin og fylgst er með hvernig fjölskyldunum reiðir af hjálparlaust við að skipta yfir í vegan mataræði á einni nóttu. Hrafnhildur Baldursdóttir kúabóndi á Litla-Ármóti tók meðfylgjandi heimamyndband á þriðja degi vegan tilraunarinnar. Klippa: Kjötætur óskast! - Með mikla magaverki á þriðja dagi vegan tilraunar Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Hrafn Jónsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Verkfræðistofan EFLA veitt ómetanlega aðstoð við útreikninga þáttanna. Kjötætur óskast! Vegan Matur Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Vegan Harira súpa, naan brauð og hummus að hætti Gústa kokks Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind fóru af stað í vikunni og þar sem margir Íslendingar taka nú þátt í Veganúar, fannst okkur tilvalið að fá nokkra einstaklinga til að deila vegan uppskriftum með lesendum. 14. janúar 2021 13:31 Mun sakna smjörsins meira en kjötmáltíðanna Lóa Pind Aldísardóttir þáttastjórnandi fékk fjórar kjötelskandi fjölskyldur til að gjörbreyta mataræði heimilisins í fjórar vikur fyrir þættina Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind. Þættirnir fóru af stað í gær og verða alls fimm talsins. 12. janúar 2021 12:30 Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið
Þar taka fjórar fjölskyldur þátt í fjögurra vikna vegantilraun til að kanna hvort það minnki kolefnisspor þeirra. Hrafnhildur Baldursdóttir kúabóndi vaknaði hins vegar strax á öðrum degi með mikla magaverki. „Ég vaknaði strax í morgun og var illt í maganum. Skrýtin og illt. Svo skánaði þetta þegar leið á daginn. Og já, það var heldur meiri vindgangur en vanalega,“ segir hún og hlær. Veganborgarinn upplifun Þennan fyrsta dag borðaði hún nektarínur, banana, grænmeti, baunir og spagettí. „Jú, og veganhamborgari fór inn fyrir mínar varir,“ segir hún glottandi enda framleiða þau Hrafnhildur og Ragnar Finnur Sigurðsson maðurinn hennar hamborgara á sínu búi og hafa því aldrei áður lagt sér veganborgara til munns. „Það var upplifun. Ég get allaveganna sagst hafa prufað það, ekki það að ég þurfi endilega að prufa hann aftur.“ Guðrún Ósk Maríasdóttir, grænkeri og matvælafræðingur, segir að það geti reynst sumum erfitt að skipta um mataræði á einni nóttu „Það getur reynst líkamanum erfitt að auka neyslu á hráu grænmeti. Besta ráðið er að byrja að elda grænmetið, þá er það auðveldara fyrir meltinguna.“ Ekkert til að hræðast Guðrún segir einnig að næringarefnin í til dæmis spínati, gulrótum, brokkolí og tómötunum nýtist betur eftir eldun. „Svo eru það baunirnar og sojaafurðirnar sem geta líka verið erfiðar. Það er best að byrja bara með litla skammta. Byrja á einni matskeið af baunum í tvær máltíðir yfir daginn fyrstu tvo dagana og finna hvernig manni líður og bæta svo smám saman við magnið.” Hún bætir því við að hægðir og vindgangur getur breyst og fundu flestar fjölskyldurnar í þáttunum fyrir því. „Það eru margir sem tala um það að þeir prumpi óvenju mikið eftir að þeir byrja á vegan mataræði. En það er ekkert til að hræðast og yfirleitt jafnar þetta sig á einum til þremur mánuðum.” Annar þáttur af „Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind“ er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudag kl. 19:05. Í þessari fimm þátta seríu fylgist Lóa með fjórum íslenskum fjölskyldum sem féllust á að taka þátt í fjögurra vikna vegan tilraun. Hópurinn fór í ýmsar heilsufarsmælingar áður en tilraun hófst og aftur í lokin til að kanna hvort þessi umbylting á mataræðinu hafði áhrif á heilsu þeirra. Þá skráðu allar fjölskyldurnar mataræði sitt inn í Matarspor EFLU meðan á tilraun stóð. Auk þess var tekin ein samanburðarvika frá því fyrir tilraun, til að kanna hvort kolefnisspor fjölskyldnanna minnkar við að sneiða hjá öllum dýraafurðum. Í öðrum þætti hefst tilraunin og fylgst er með hvernig fjölskyldunum reiðir af hjálparlaust við að skipta yfir í vegan mataræði á einni nóttu. Hrafnhildur Baldursdóttir kúabóndi á Litla-Ármóti tók meðfylgjandi heimamyndband á þriðja degi vegan tilraunarinnar. Klippa: Kjötætur óskast! - Með mikla magaverki á þriðja dagi vegan tilraunar Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Hrafn Jónsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Verkfræðistofan EFLA veitt ómetanlega aðstoð við útreikninga þáttanna.
Kjötætur óskast! Vegan Matur Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Vegan Harira súpa, naan brauð og hummus að hætti Gústa kokks Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind fóru af stað í vikunni og þar sem margir Íslendingar taka nú þátt í Veganúar, fannst okkur tilvalið að fá nokkra einstaklinga til að deila vegan uppskriftum með lesendum. 14. janúar 2021 13:31 Mun sakna smjörsins meira en kjötmáltíðanna Lóa Pind Aldísardóttir þáttastjórnandi fékk fjórar kjötelskandi fjölskyldur til að gjörbreyta mataræði heimilisins í fjórar vikur fyrir þættina Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind. Þættirnir fóru af stað í gær og verða alls fimm talsins. 12. janúar 2021 12:30 Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið
Vegan Harira súpa, naan brauð og hummus að hætti Gústa kokks Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind fóru af stað í vikunni og þar sem margir Íslendingar taka nú þátt í Veganúar, fannst okkur tilvalið að fá nokkra einstaklinga til að deila vegan uppskriftum með lesendum. 14. janúar 2021 13:31
Mun sakna smjörsins meira en kjötmáltíðanna Lóa Pind Aldísardóttir þáttastjórnandi fékk fjórar kjötelskandi fjölskyldur til að gjörbreyta mataræði heimilisins í fjórar vikur fyrir þættina Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind. Þættirnir fóru af stað í gær og verða alls fimm talsins. 12. janúar 2021 12:30