Biden vill bæta í bólusetningar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. janúar 2021 07:57 Joe Biden í gær. AP/Matt Slocum Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, lofaði í gær að undir hans stjórn myndu bandarísk stjórnvöld bæta í bólusetningar við kórónuveirunni. Hyggst Biden láta fjölga bólusetningarstöðum og auka birgðir af bóluefni til þess að tryggja að markmið hans um að hundrað milljónir Bandaríkjamanna verði bólusettar á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. „Sum velta fyrir sér hvort við séum að teygja okkur of langt. Leyfið mér að vera alveg skýr, ég er sannfærður um að við getum gert þetta,“ sagði Biden í ræðu í gær. Í fyrradag kynnti Biden 1.900 milljarða dollara aðgerðapakka sem ætlað er að örva efnahag Bandaríkjanna og draga úr áfallinu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Faraldurinn hefur komið einna verst niður á Bandaríkjunum en í engu öðru ríki heims hafa fleiri greinst með Covid-19. Um 400 milljarðar dollara af 1.900 eiga að fara í verkefni sem ætlað er að draga úr útbreiðslu veirunnar eða minnka skaðann sem af henni hlýst. Þannig verður peningunum varið í að koma upp fjöldabólusetningarstöðvum, bæta smitrakningu og auka raðgreiningargetu, svo eitthvað sé nefnt. Sagðist Biden handviss um að mögulegt væri að ráðast í verkið af fullum krafti en ítrekaði þó að Bandaríkjaþing þyrfti að samþykkja ráðstöfunina. Demókrataflokkurinn, flokkur Bidens, er með meirihluta í báðum deildum þingsins. Þá biðlaði Biden til fólks að sýna áfram varúð og sinna persónubundnum smitvörnum, nota grímur, forðast mannamót og stunda reglulegan handþvott. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Hyggst Biden láta fjölga bólusetningarstöðum og auka birgðir af bóluefni til þess að tryggja að markmið hans um að hundrað milljónir Bandaríkjamanna verði bólusettar á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. „Sum velta fyrir sér hvort við séum að teygja okkur of langt. Leyfið mér að vera alveg skýr, ég er sannfærður um að við getum gert þetta,“ sagði Biden í ræðu í gær. Í fyrradag kynnti Biden 1.900 milljarða dollara aðgerðapakka sem ætlað er að örva efnahag Bandaríkjanna og draga úr áfallinu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Faraldurinn hefur komið einna verst niður á Bandaríkjunum en í engu öðru ríki heims hafa fleiri greinst með Covid-19. Um 400 milljarðar dollara af 1.900 eiga að fara í verkefni sem ætlað er að draga úr útbreiðslu veirunnar eða minnka skaðann sem af henni hlýst. Þannig verður peningunum varið í að koma upp fjöldabólusetningarstöðvum, bæta smitrakningu og auka raðgreiningargetu, svo eitthvað sé nefnt. Sagðist Biden handviss um að mögulegt væri að ráðast í verkið af fullum krafti en ítrekaði þó að Bandaríkjaþing þyrfti að samþykkja ráðstöfunina. Demókrataflokkurinn, flokkur Bidens, er með meirihluta í báðum deildum þingsins. Þá biðlaði Biden til fólks að sýna áfram varúð og sinna persónubundnum smitvörnum, nota grímur, forðast mannamót og stunda reglulegan handþvott.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira