Liðin áttu að mætast í dag klukkan 13.30 en leiknum var frestað vegna þess að siglingaáætlun frá Eyjum var óvænt breytt.
Morgunblaðið greinir frá þessu og hefur eftir Davíð Óskarssyni, formanni handknattleiksdeildar ÍBV.
„Eyjakonur áttu að sigla til Landeyjahafnar klukkan 9:30 í morgun en misstu af Herjólfi eftir að siglingaáætlun bátsins var óvænt breytt til Þorlákshafnar og var þá lagt af stað klukkan sjö en tilkynning um breytinguna var gefin út klukkutíma fyrr,“ segir í frétt Morgunblaðsins.
Nú er í gangi leikur Valur og Stjörnunnar, sem er í beinni textalýsingu á Vísi, en einnig hófst leikur HK og FH í Kórnum nú klukkan 13.30.
Klukkan 16.00 er það svo leikur Hauka og KA/Þórs sem verður einnig í beinni textalýsingu á Vísi.