Erlent

Phil Spector er látinn

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Phil Spector
Phil Spector

Bandaríski tónlistarframleiðandinn og lagahöfundurinn Phil Spector er látinn 81 árs að aldri.

Samkvæmt heimildum TMZ lést hann vegna afleiðinga Covid-19. Hann var fluttur úr fangelsi á spítala fjórum vikum eftir greiningu en fluttur aftur í fangelsið eftir að hann náði bata. Það hafi svo verið í gær sem hann var fluttur í flýti á sjúkrahús á ný vegna öndunarerfiðleika þar sem hann lést.

Spector var mikils virtur í tónlistarbransanum á árum áður og pródúseraði poppslagara á borð við Da Doo Ron Ron, Be My Baby og He's a Rebel.

Spector var dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir morðið á leikkonunni Lönu Clarkson árið 2003. Phil hélt fram sakleysi sínu og lögfræðingar hans vörðu hann með því að segja að Lana hefði tekið eigið líf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×