Koma heim úr jarðarförum, brúðkaupum eða afmælum og reynast smituð Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2021 19:14 Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/vilhelm Flestir sem hafa greinst með kórónuveiruna á landamærum undanfarið koma frá löndum á borð við Danmörku og Pólland, sem hafa hvað mesta tengingu við Ísland. Dæmi eru um að stórir hópar komi heim úr jarðarförum eða brúðkaupum og reynist jákvæðir í skimun á Keflavíkurflugvelli. Einn greindist með veiruna innanlands í dag og var sá í sóttkví. Enn er sami stofn veirunnar ráðandi innanlands og í haust. 36 hafa nú greinst með hið svokallaða breska afbrigði á landamærum, þar af sjö innanlands, samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri erfðagreiningu. Fjórtán greindust með veiruna á landamærunum í gær, flestir úr sömu flugvélinni. Fimm flugvélar komu til landsins þann dag; tvær frá Póllandi og hinar frá Amsterdam, Kaupmannahöfn og Riga. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að undanfarið hafi farþegar frá öllum löndum greinst jákvæðir en flestir frá Danmörku og Póllandi. „Þetta endurspeglar þetta ástand sem er í löndunum þar sem við erum að horfa á flesta sem koma til Íslands; frá Englandi, Danmörku, Póllandi, Eistlandi. Þetta eru löndin þar sem mestu samskiptin eru hingað,“ segir Víðir. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm „Það er nánast ekkert land undanskilið. Við erum að fá jákvæða einstaklinga á landamærum, frá eiginlega öllum löndum sem flogið er frá. En núna síðustu vikur hefur mesta umferðin verið kannski Danmörk og síðan Pólland. Flestir að koma þaðan. Og það endurspeglast auðvitað í þeim fjölda sem er að greinast.“ Þá hefur borið á því að stórir hópar sem ferðist saman reynist smitaðir. „Já, við höfum séð það bæði í haust og núna nýlega að hópar sem eru með tengingar eru að koma heim úr jarðarförum, afmælum jafnvel og brúðkaupum, þar sem ansi margir sem hafa haft tengingu erlendis eru að koma heim. Og er síðan stór hópur jákvæður í sýnatöku á landamærum,“ segir Víðir. „Það er bara mjög mikilvægt að menn haldi ferðalögum í algjöru lágmarki næstu vikurnar meðan við erum að fara í gegnum þetta ástand og fólk sé ekki að fara erlendis nema brýna nauðsyn beri til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Engin störukeppni við sýnatökuhliðið í dag Ekkert kom upp á við sýnatökuhlið Keflavíkurflugvallar í dag og allir farþegar virtu skimunarskyldu án vandkvæða, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 17. janúar 2021 18:26 Hjón neituðu að fara í skimun en snerist hugur eftir þriggja klukkutíma bið Hjón með ung börn sem komu til landsins með flugi í gær neituðu að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Þau biðu í þrjá til fjóra tíma við sýnatökuhlið á flugvellinum en snerist á endanum hugur og fóru í sýnatöku. 17. janúar 2021 12:59 Nær allir sem greindust komu með sömu flugvélinni Fjórtán greindust með kórónuveiruna á landamærunum í gær, nær allir úr sömu flugvélinni. Yfirlögregluþjónn telur stöðuna á faraldrinum hér á landi almennt góða; Ísland sé í einstakri stöðu, jafnvel á heimsvísu, en enn þurfi að hafa allan varann á. 17. janúar 2021 13:17 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Sjá meira
Einn greindist með veiruna innanlands í dag og var sá í sóttkví. Enn er sami stofn veirunnar ráðandi innanlands og í haust. 36 hafa nú greinst með hið svokallaða breska afbrigði á landamærum, þar af sjö innanlands, samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri erfðagreiningu. Fjórtán greindust með veiruna á landamærunum í gær, flestir úr sömu flugvélinni. Fimm flugvélar komu til landsins þann dag; tvær frá Póllandi og hinar frá Amsterdam, Kaupmannahöfn og Riga. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að undanfarið hafi farþegar frá öllum löndum greinst jákvæðir en flestir frá Danmörku og Póllandi. „Þetta endurspeglar þetta ástand sem er í löndunum þar sem við erum að horfa á flesta sem koma til Íslands; frá Englandi, Danmörku, Póllandi, Eistlandi. Þetta eru löndin þar sem mestu samskiptin eru hingað,“ segir Víðir. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm „Það er nánast ekkert land undanskilið. Við erum að fá jákvæða einstaklinga á landamærum, frá eiginlega öllum löndum sem flogið er frá. En núna síðustu vikur hefur mesta umferðin verið kannski Danmörk og síðan Pólland. Flestir að koma þaðan. Og það endurspeglast auðvitað í þeim fjölda sem er að greinast.“ Þá hefur borið á því að stórir hópar sem ferðist saman reynist smitaðir. „Já, við höfum séð það bæði í haust og núna nýlega að hópar sem eru með tengingar eru að koma heim úr jarðarförum, afmælum jafnvel og brúðkaupum, þar sem ansi margir sem hafa haft tengingu erlendis eru að koma heim. Og er síðan stór hópur jákvæður í sýnatöku á landamærum,“ segir Víðir. „Það er bara mjög mikilvægt að menn haldi ferðalögum í algjöru lágmarki næstu vikurnar meðan við erum að fara í gegnum þetta ástand og fólk sé ekki að fara erlendis nema brýna nauðsyn beri til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Engin störukeppni við sýnatökuhliðið í dag Ekkert kom upp á við sýnatökuhlið Keflavíkurflugvallar í dag og allir farþegar virtu skimunarskyldu án vandkvæða, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 17. janúar 2021 18:26 Hjón neituðu að fara í skimun en snerist hugur eftir þriggja klukkutíma bið Hjón með ung börn sem komu til landsins með flugi í gær neituðu að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Þau biðu í þrjá til fjóra tíma við sýnatökuhlið á flugvellinum en snerist á endanum hugur og fóru í sýnatöku. 17. janúar 2021 12:59 Nær allir sem greindust komu með sömu flugvélinni Fjórtán greindust með kórónuveiruna á landamærunum í gær, nær allir úr sömu flugvélinni. Yfirlögregluþjónn telur stöðuna á faraldrinum hér á landi almennt góða; Ísland sé í einstakri stöðu, jafnvel á heimsvísu, en enn þurfi að hafa allan varann á. 17. janúar 2021 13:17 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Sjá meira
Engin störukeppni við sýnatökuhliðið í dag Ekkert kom upp á við sýnatökuhlið Keflavíkurflugvallar í dag og allir farþegar virtu skimunarskyldu án vandkvæða, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 17. janúar 2021 18:26
Hjón neituðu að fara í skimun en snerist hugur eftir þriggja klukkutíma bið Hjón með ung börn sem komu til landsins með flugi í gær neituðu að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Þau biðu í þrjá til fjóra tíma við sýnatökuhlið á flugvellinum en snerist á endanum hugur og fóru í sýnatöku. 17. janúar 2021 12:59
Nær allir sem greindust komu með sömu flugvélinni Fjórtán greindust með kórónuveiruna á landamærunum í gær, nær allir úr sömu flugvélinni. Yfirlögregluþjónn telur stöðuna á faraldrinum hér á landi almennt góða; Ísland sé í einstakri stöðu, jafnvel á heimsvísu, en enn þurfi að hafa allan varann á. 17. janúar 2021 13:17