Mun færri mótmæla en búist var við Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2021 22:25 Fámennur hópur stuðningsmanna Trumps safnaðist saman fyrir utan þinghús Texas í dag. Getty/ Sergio Flores Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50. Sérstaklega var búist við að stuðningsmenn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem trúa því að víðtækt kosningasvindl hafi farið fram, myndu flykkjast til höfuðborganna til þess að mótmæla. Mikill viðbúnaður hefur verið í höfuðborgum Bandaríkjanna um helgina. Fjöldi ríkja hafði kallað út þjóðvarðlið til þess að tryggja öryggi í þinghúsum sínum en Alríkislögreglan, FBI, hafði varað við mögulega vopnuðum mótmælum. Það var gert sérstaklega í ljósi árásarinnar á Bandaríska þinghúsið, þar sem nokkrir féllu í valinn, þann 6. janúar síðastliðinn. Flestar öryggisstofnanir töldu að dagurinn í dag, sunnudagur, yrði mikill mótmæladagur. Stuðningshópar Trumps og öfgahægrihópar höfðu skipulagt vopnuð mótmæli í höfuðborgum allra fimmtíu ríkjanna. Þá var talið að í höfuðborgum ríkja, sem Trump einblíndi sérstaklega á í ásökunum sínum um kosningasvindl, yrðu mikil mótmæli og höfðu lögregluyfirvöld búið sig sérstaklega undir átök þar. Um miðjan daginn höfðu hins vegar aðeins nokkrar hræður sýnt sig á götum úti og voru mun fleiri löggæsluaðilar og fréttamenn á þeim stöðum sem mótmælendur létu sjá sig. Búa sig undir innsetningardaginn Alríkislögreglan og aðrar alríkisstofnanir hafa varað við ofbeldi og mótmælum næstu daga í ljósi innsetningar Joes Biden verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden sver embættiseiðinn á miðvikudaginn og hafa tugir þúsunda löggæsluaðila verið sendir til Washington DC til þess að annast öryggisgæslu á innsetningardaginn. Vegna mikillar aukningar í löggæslu um landið allt er talið að mögulegir andstæðingar Bidens hafi hætt við að mótmæla. Einhverjir öfgahægrihópar og vígahópar hafa hvatt meðlimi sína til þess að halda sig heima og báðu þá um að mæta ekki á mótmæli um helgina, þrátt fyrir að þau hefðu verið skipulögð í langan tíma. Á fjölda þessara skipulögðu mótmæla var áætlunin að mótmælendur myndu mæta vopnaðir, þar á meðal á mótmælum sem eiga að fara fram í Virginíu á morgun. Meðlimir vígahópa hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að mæta á þau mótmæli og einhverjir hafa sagt þau skipulögð af lögregluyfirvöldum í þeim tilgangi að narra mótmælendur og handtaka. Bandaríkin Tengdar fréttir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10 Facebook bannar vopnaauglýsingar í Bandaríkjunum Facebook hefur ákveðið að banna auglýsingar sem auglýsa aukahluti fyrir vopn og hlífðarbúnað í Bandaríkjunum. Bannið tekur þegar gildi og mun gilda að minnsta kosti þar til á föstudag, tveimur dögum eftir að Joe Biden, verðandi forseti, sver embættiseið sinn þann 20. janúar. 16. janúar 2021 23:30 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Sérstaklega var búist við að stuðningsmenn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sem trúa því að víðtækt kosningasvindl hafi farið fram, myndu flykkjast til höfuðborganna til þess að mótmæla. Mikill viðbúnaður hefur verið í höfuðborgum Bandaríkjanna um helgina. Fjöldi ríkja hafði kallað út þjóðvarðlið til þess að tryggja öryggi í þinghúsum sínum en Alríkislögreglan, FBI, hafði varað við mögulega vopnuðum mótmælum. Það var gert sérstaklega í ljósi árásarinnar á Bandaríska þinghúsið, þar sem nokkrir féllu í valinn, þann 6. janúar síðastliðinn. Flestar öryggisstofnanir töldu að dagurinn í dag, sunnudagur, yrði mikill mótmæladagur. Stuðningshópar Trumps og öfgahægrihópar höfðu skipulagt vopnuð mótmæli í höfuðborgum allra fimmtíu ríkjanna. Þá var talið að í höfuðborgum ríkja, sem Trump einblíndi sérstaklega á í ásökunum sínum um kosningasvindl, yrðu mikil mótmæli og höfðu lögregluyfirvöld búið sig sérstaklega undir átök þar. Um miðjan daginn höfðu hins vegar aðeins nokkrar hræður sýnt sig á götum úti og voru mun fleiri löggæsluaðilar og fréttamenn á þeim stöðum sem mótmælendur létu sjá sig. Búa sig undir innsetningardaginn Alríkislögreglan og aðrar alríkisstofnanir hafa varað við ofbeldi og mótmælum næstu daga í ljósi innsetningar Joes Biden verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden sver embættiseiðinn á miðvikudaginn og hafa tugir þúsunda löggæsluaðila verið sendir til Washington DC til þess að annast öryggisgæslu á innsetningardaginn. Vegna mikillar aukningar í löggæslu um landið allt er talið að mögulegir andstæðingar Bidens hafi hætt við að mótmæla. Einhverjir öfgahægrihópar og vígahópar hafa hvatt meðlimi sína til þess að halda sig heima og báðu þá um að mæta ekki á mótmæli um helgina, þrátt fyrir að þau hefðu verið skipulögð í langan tíma. Á fjölda þessara skipulögðu mótmæla var áætlunin að mótmælendur myndu mæta vopnaðir, þar á meðal á mótmælum sem eiga að fara fram í Virginíu á morgun. Meðlimir vígahópa hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að mæta á þau mótmæli og einhverjir hafa sagt þau skipulögð af lögregluyfirvöldum í þeim tilgangi að narra mótmælendur og handtaka.
Bandaríkin Tengdar fréttir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10 Facebook bannar vopnaauglýsingar í Bandaríkjunum Facebook hefur ákveðið að banna auglýsingar sem auglýsa aukahluti fyrir vopn og hlífðarbúnað í Bandaríkjunum. Bannið tekur þegar gildi og mun gilda að minnsta kosti þar til á föstudag, tveimur dögum eftir að Joe Biden, verðandi forseti, sver embættiseið sinn þann 20. janúar. 16. janúar 2021 23:30 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43
Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10
Facebook bannar vopnaauglýsingar í Bandaríkjunum Facebook hefur ákveðið að banna auglýsingar sem auglýsa aukahluti fyrir vopn og hlífðarbúnað í Bandaríkjunum. Bannið tekur þegar gildi og mun gilda að minnsta kosti þar til á föstudag, tveimur dögum eftir að Joe Biden, verðandi forseti, sver embættiseið sinn þann 20. janúar. 16. janúar 2021 23:30