Innlent

Fimm og tíu þúsund krónur hurfu endurtekið úr sjóðsvél Olís

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá þjónustustöð Olís í Garðabæ.
Frá þjónustustöð Olís í Garðabæ. Já.is

Kona á sextugsaldri hefur verið dæmt í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt með því að hafa sem starfsmaður þjónustustöðvar Olís við Hafnarfjarðarveg í Garðabæ dregið sér peninga úr sjóðsvél verslunarinnar í þrettán skipti.

Í hvert skipti dró konan sér fimm eða tíu þúsund krónur en brotin hófust í janúar 2020 og lauk um miðjan febrúar.

Auk þess stal hún einu sinni þremur pökkum af Marlboro red sígarettum og í annað skipti tveimur pökkum sömu tegundar.

Konan játaði skýlaust brot sín og þótti þrjátíu daga skilorðsbundinn dómur til tveggja ára hæfileg refsing. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×