Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 76-83 | Sanngjarn sigur Keflavíkur í gæðalitlum leik Smári Jökull Jónsson skrifar 18. janúar 2021 20:55 Milka var öflugur, sem fyrr, í kvöld. vísir/vilhelm Keflavík vann góðan útisigur á Haukum í Domino´s deildinni í körfuknattleik í kvöld. Hvorugt liðið náði sér almennilega á strik en sigur gestanna var sanngjarn. Keflvíkingar byrjuðu mun betur, komust í 12-2 en Haukarnir náðu á saxa á það forskot áður en fyrsti leikhluti var á enda. Það var svolítið saga leiksins, Keflvíkingar leiddu mismikið en Haukarnir voru aldrei langt undan. Sóknarleikur beggja liða var frekar stirður og leikmenn voru ekki að finna körfuna. Haukar hittu afar illa í leiknum og ekki nema um 30% utan af velli lengst af. Varnarlega náðu Keflvíkingar þeim stoppum sem þeir þurftu en gerðu frekar klaufaleg mistök þar á milli. Þeir refsuðu Haukum þó fyrir tæknifeila og tapaðir boltar heimamanna voru dýrir. Haukar komu muninum minnst í 5 stig í fjórða leikhluta en þá settu Keflvíkingar í næsta gír og kláruðu leikinn fremur þægilega. Lokatölur í kvöld 83-76. Það var hart barist í kvöld.vísir/vilhelm Af hverju vann Keflavík? Þeir áttu fleiri góða kafla en heimamenn. Eins og Hjalti þjálfari Keflavíkur sagði í viðtali eftir leik þá var þetta ljótur leikur. Hvorugt liðið náði sér á strik og sóknarleikur Hauka var afar stirður lengst af. Þeir settu þrista inn á milli til að halda sér inni í leiknum en voru í vandræðum á hálfum velli. Oft virtust Keflvíkingar ætla að stinga af, fóru mest í 13 stiga forystu en Haukar sýndu seiglu og komu til baka en náðu þó aldrei að jafna eða komast yfir. Breki Gylfason var í villuvandræðum allan leikinn og því mega Haukar illa við. Þessir stóðu upp úr: Ég held að enginn leikmaður hafi spilað sinn besta leik. Dominykas Milka skilaði 19 stigum og 12 fráköstum en var slakur í fyrri hálfleik bæði í vörn og sókn. Deane Williams hitti afar illa og klikkaði meðal annars á sex vítaskotum. Calvin Burks átti ágæta spretti en hvarf þess á milli. Enginn vafi á því að hann er afar góður skotmaður. Hörður stýrir sókninni afar skynsamlega og er liðinu ómetanlegur. Svipað var uppi á teningum hjá Haukum. Nokkrir menn áttu ágæta spretti og helst hægt að telja upp Brian Fitzpatrick á þeim lista. Hvað gekk illa? Hansel Atencia var arfaslakur í fyrri hálfleik og Ingvi Þór Guðmundsson náði sér aldrei á strik í kvöld. Sóknarleikur Hauka gekk illa almennt og þrátt fyrir að hafa hitt ágætlega fyrir utan þriggja stiga línuna þá var flæðið í sókninni einfaldlega ekki nógu gott. Það var stemmningsleysi hjá Keflavíkurliðinu í kvöld, bæði inni á vellinum og á bekknum. Tilfinningin var sú að þeir hefðu getað stungið Haukana af snemma en hausinn virtist ekki vera alveg rétt stilltur. Hvað gerist næst? Framundan er nágrannaslagur á milli Keflavíkur og Njarðvíkur. Ég trúi ekki öðru en að Keflvíkingar mæti af fullum krafti í þann leik, Njarðvíkingar mæta án efa vel stemmdir eftir sætan sigur á Króknum. Haukar halda áfram að mæta Suðurnesjaliðum og næst eru það Grindvíkingar sem verða með fínasta sjálfstraust eftir tvo góða sigra í röð. Hjalti Þór er með Keflavík á toppnum.vísir/vilhelm Hjalti: Þetta var ljótur leikur „Þetta var leiðinlegur ógeðslega flatur leikur. Einhvern veginn náði enginn að komast í takt, hvorki við né Haukar. Þetta var ljótur leikur,“ sagði Hjalti Vilhjálmsson þjálfari Keflavíkur eftir sigur hans manna gegn Haukum í Domino´s deildinni í kvöld. Keflavík leiddi allar fjörtíu mínúturnar í kvöld en náðu ekki að slíta Haukana frá sér. Haukar hittu illa en Hjalti var í raun ekki sáttur með varnarleik sinna manna. „Ekkert sérstaklega. Við gerðum í rauninni nóg til að stoppa þá því þeir voru ekki að eiga sinna besta leik.“ Keflvíkingar eru búnir að vinna báða sína leiki eftir að deildin hófst að nýju og Hjalti var vissulega ánægður með það. „Sigur er sigur, við tökum alltaf tvo punkta. Við erum ánægðir með það. Við þurfum að sýna aðeins betri leik en þetta og girða okkur aðeins í brók stemmningslega. Þetta er ekki spurning um getu körfuboltalega heldur að ná upp stemmningu og hafa svolítið gaman af þessu.“ „Menn voru rosa peppaðir að byrja á móti Þór og þá var svaka orka úti um allt. Það vantaði í dag, orku og gæði í leikinn,“ sagði Hjalti að lokum. Martin: Hefðum þurft að vera grimmari „Við vorum að flakka á milli að vera þremur undir, svo þrettán og aftur þremur undir. Við gerðum aldrei nóg til að jafna eða komast yfir. Keflavík stjórnaði hraðanum í leiknum allan tímann og við þurfum að laga ýmsa hluti,“ sagði Israel Martin eftir að hans menn í Haukum töpuðu á heimavelli gegn Keflavík í kvöld. „Við þurfum meiri aga á hálfum velli. Fyrst og fremst viljum við hlaupa völlinn en á móti sumum liðum þurfum við að spila mikið á hálfum velli. Í dag vorum við ekki að gera það vel.“ Sóknarleikur Hauka náði einhvern veginn aldrei almennilegum takti og þeir voru að hitta illa. „Það var of mikið af kerfum sem við kláruðum ekki. Við viljum hlaupa en ef við setjum upp kerfi þá þurfum við að hlaupa í gegnum þau. Á æfingu erum við að gera það vel og við þurfum að verða betri með hverjum leik.“ Þrátt fyrir að hafa verið undir allan leikinn var enn spenna í leiknum þegar örfáar mínútur voru eftir. „Við hefðum þurft að vera grimmari, þeir tóku mun fleiri víti og við þurfum að keyra á körfuna og koma okkur í bónus. Við vorum ekki að ná að skipta vel á veiku hliðinni í vörn og þeir fengu marga opna þrista. Á mikilvægum augnablikum fengum við á okkur þrista úr hornunum og þetta var okkar stærsta vandamál í dag.“ Bandaríski leikmaður Hauka, Ervin Lee Morris meiddist daginn fyrir leikinn gegn Njarðvík og var ekki með í kvöld. „Ég á ekki von á honum í næsta leik ef ég er hreinskilinn. Á fimmtudag fer hann til læknis, hann er ekki brotinn en við þurfum að vera vissir um að meiðslin séu á réttri leið. Núna held ég að það sé ekki gott að flýta okkur of mikið. Heilsa leikmannsins er aðalatriðið og við tökum ákvarðanir út frá því.“ Keflavík er á toppi deildarinnar.vísir/vilhelm Williams: Við þurfum að vinna í varnarleiknum Deane Williams skoraði 13 stig í leiknum í kvöld en hefur oft spilað betur. Hann var ánægður með sigurinn en ekki frammistöðu Keflavíkurliðsins. „Alls ekki. Ég sagði við strákana að við ættum að vera ánægðir með tvö stig en ekki með hvernig við spiluðum. Við erum eitt af toppliðunum í deildinni og að spila svona er ekki það sem við viljum,“ sagði Williams í viðtali við Vísi eftir leik. „Við þurfum að sýna seiglu þegar hlutirnir eru ekki að ganga vel. Ég held að strákarnir hafi verið pínu hissa á því hvernig við værum að spila og ég held að þetta hafi farið í taugarnar á okkur. Við þurfum að vinna saman og gera betur í næsta leik.“ Williams sagði Keflvíkinga þurfa að vinna í varnarleik liðsins og hafði minni áhyggjur af sókninni. „Við vorum að segja við sjálfa okkur að við þyrftum að einbeita okkur að vörninni, við vorum að gefa þeim ódýr sóknarfráköst og auðveldar körfur. Sóknin er ekki auðveld fyrir okkur en við getum náð mjög góðu flæði þar. Við þurfum að vinna betur í varnarleiknum,“ sagði Williams að lokum. Dominos-deild karla Haukar Keflavík ÍF
Keflavík vann góðan útisigur á Haukum í Domino´s deildinni í körfuknattleik í kvöld. Hvorugt liðið náði sér almennilega á strik en sigur gestanna var sanngjarn. Keflvíkingar byrjuðu mun betur, komust í 12-2 en Haukarnir náðu á saxa á það forskot áður en fyrsti leikhluti var á enda. Það var svolítið saga leiksins, Keflvíkingar leiddu mismikið en Haukarnir voru aldrei langt undan. Sóknarleikur beggja liða var frekar stirður og leikmenn voru ekki að finna körfuna. Haukar hittu afar illa í leiknum og ekki nema um 30% utan af velli lengst af. Varnarlega náðu Keflvíkingar þeim stoppum sem þeir þurftu en gerðu frekar klaufaleg mistök þar á milli. Þeir refsuðu Haukum þó fyrir tæknifeila og tapaðir boltar heimamanna voru dýrir. Haukar komu muninum minnst í 5 stig í fjórða leikhluta en þá settu Keflvíkingar í næsta gír og kláruðu leikinn fremur þægilega. Lokatölur í kvöld 83-76. Það var hart barist í kvöld.vísir/vilhelm Af hverju vann Keflavík? Þeir áttu fleiri góða kafla en heimamenn. Eins og Hjalti þjálfari Keflavíkur sagði í viðtali eftir leik þá var þetta ljótur leikur. Hvorugt liðið náði sér á strik og sóknarleikur Hauka var afar stirður lengst af. Þeir settu þrista inn á milli til að halda sér inni í leiknum en voru í vandræðum á hálfum velli. Oft virtust Keflvíkingar ætla að stinga af, fóru mest í 13 stiga forystu en Haukar sýndu seiglu og komu til baka en náðu þó aldrei að jafna eða komast yfir. Breki Gylfason var í villuvandræðum allan leikinn og því mega Haukar illa við. Þessir stóðu upp úr: Ég held að enginn leikmaður hafi spilað sinn besta leik. Dominykas Milka skilaði 19 stigum og 12 fráköstum en var slakur í fyrri hálfleik bæði í vörn og sókn. Deane Williams hitti afar illa og klikkaði meðal annars á sex vítaskotum. Calvin Burks átti ágæta spretti en hvarf þess á milli. Enginn vafi á því að hann er afar góður skotmaður. Hörður stýrir sókninni afar skynsamlega og er liðinu ómetanlegur. Svipað var uppi á teningum hjá Haukum. Nokkrir menn áttu ágæta spretti og helst hægt að telja upp Brian Fitzpatrick á þeim lista. Hvað gekk illa? Hansel Atencia var arfaslakur í fyrri hálfleik og Ingvi Þór Guðmundsson náði sér aldrei á strik í kvöld. Sóknarleikur Hauka gekk illa almennt og þrátt fyrir að hafa hitt ágætlega fyrir utan þriggja stiga línuna þá var flæðið í sókninni einfaldlega ekki nógu gott. Það var stemmningsleysi hjá Keflavíkurliðinu í kvöld, bæði inni á vellinum og á bekknum. Tilfinningin var sú að þeir hefðu getað stungið Haukana af snemma en hausinn virtist ekki vera alveg rétt stilltur. Hvað gerist næst? Framundan er nágrannaslagur á milli Keflavíkur og Njarðvíkur. Ég trúi ekki öðru en að Keflvíkingar mæti af fullum krafti í þann leik, Njarðvíkingar mæta án efa vel stemmdir eftir sætan sigur á Króknum. Haukar halda áfram að mæta Suðurnesjaliðum og næst eru það Grindvíkingar sem verða með fínasta sjálfstraust eftir tvo góða sigra í röð. Hjalti Þór er með Keflavík á toppnum.vísir/vilhelm Hjalti: Þetta var ljótur leikur „Þetta var leiðinlegur ógeðslega flatur leikur. Einhvern veginn náði enginn að komast í takt, hvorki við né Haukar. Þetta var ljótur leikur,“ sagði Hjalti Vilhjálmsson þjálfari Keflavíkur eftir sigur hans manna gegn Haukum í Domino´s deildinni í kvöld. Keflavík leiddi allar fjörtíu mínúturnar í kvöld en náðu ekki að slíta Haukana frá sér. Haukar hittu illa en Hjalti var í raun ekki sáttur með varnarleik sinna manna. „Ekkert sérstaklega. Við gerðum í rauninni nóg til að stoppa þá því þeir voru ekki að eiga sinna besta leik.“ Keflvíkingar eru búnir að vinna báða sína leiki eftir að deildin hófst að nýju og Hjalti var vissulega ánægður með það. „Sigur er sigur, við tökum alltaf tvo punkta. Við erum ánægðir með það. Við þurfum að sýna aðeins betri leik en þetta og girða okkur aðeins í brók stemmningslega. Þetta er ekki spurning um getu körfuboltalega heldur að ná upp stemmningu og hafa svolítið gaman af þessu.“ „Menn voru rosa peppaðir að byrja á móti Þór og þá var svaka orka úti um allt. Það vantaði í dag, orku og gæði í leikinn,“ sagði Hjalti að lokum. Martin: Hefðum þurft að vera grimmari „Við vorum að flakka á milli að vera þremur undir, svo þrettán og aftur þremur undir. Við gerðum aldrei nóg til að jafna eða komast yfir. Keflavík stjórnaði hraðanum í leiknum allan tímann og við þurfum að laga ýmsa hluti,“ sagði Israel Martin eftir að hans menn í Haukum töpuðu á heimavelli gegn Keflavík í kvöld. „Við þurfum meiri aga á hálfum velli. Fyrst og fremst viljum við hlaupa völlinn en á móti sumum liðum þurfum við að spila mikið á hálfum velli. Í dag vorum við ekki að gera það vel.“ Sóknarleikur Hauka náði einhvern veginn aldrei almennilegum takti og þeir voru að hitta illa. „Það var of mikið af kerfum sem við kláruðum ekki. Við viljum hlaupa en ef við setjum upp kerfi þá þurfum við að hlaupa í gegnum þau. Á æfingu erum við að gera það vel og við þurfum að verða betri með hverjum leik.“ Þrátt fyrir að hafa verið undir allan leikinn var enn spenna í leiknum þegar örfáar mínútur voru eftir. „Við hefðum þurft að vera grimmari, þeir tóku mun fleiri víti og við þurfum að keyra á körfuna og koma okkur í bónus. Við vorum ekki að ná að skipta vel á veiku hliðinni í vörn og þeir fengu marga opna þrista. Á mikilvægum augnablikum fengum við á okkur þrista úr hornunum og þetta var okkar stærsta vandamál í dag.“ Bandaríski leikmaður Hauka, Ervin Lee Morris meiddist daginn fyrir leikinn gegn Njarðvík og var ekki með í kvöld. „Ég á ekki von á honum í næsta leik ef ég er hreinskilinn. Á fimmtudag fer hann til læknis, hann er ekki brotinn en við þurfum að vera vissir um að meiðslin séu á réttri leið. Núna held ég að það sé ekki gott að flýta okkur of mikið. Heilsa leikmannsins er aðalatriðið og við tökum ákvarðanir út frá því.“ Keflavík er á toppi deildarinnar.vísir/vilhelm Williams: Við þurfum að vinna í varnarleiknum Deane Williams skoraði 13 stig í leiknum í kvöld en hefur oft spilað betur. Hann var ánægður með sigurinn en ekki frammistöðu Keflavíkurliðsins. „Alls ekki. Ég sagði við strákana að við ættum að vera ánægðir með tvö stig en ekki með hvernig við spiluðum. Við erum eitt af toppliðunum í deildinni og að spila svona er ekki það sem við viljum,“ sagði Williams í viðtali við Vísi eftir leik. „Við þurfum að sýna seiglu þegar hlutirnir eru ekki að ganga vel. Ég held að strákarnir hafi verið pínu hissa á því hvernig við værum að spila og ég held að þetta hafi farið í taugarnar á okkur. Við þurfum að vinna saman og gera betur í næsta leik.“ Williams sagði Keflvíkinga þurfa að vinna í varnarleik liðsins og hafði minni áhyggjur af sókninni. „Við vorum að segja við sjálfa okkur að við þyrftum að einbeita okkur að vörninni, við vorum að gefa þeim ódýr sóknarfráköst og auðveldar körfur. Sóknin er ekki auðveld fyrir okkur en við getum náð mjög góðu flæði þar. Við þurfum að vinna betur í varnarleiknum,“ sagði Williams að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti