Gjöfult sprotaumhverfi á frumkvöðlasetrum Karl Friðriksson og Sigríður Ingvarsdóttir skrifa 18. janúar 2021 15:00 Með fyrirhugaðri lokun Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands lýkur ákveðnum kafla í sögu frumkvöðlasetra á Íslandi. Reynslan hefur sýnt að faglegur stuðningur á fyrstu stigum reksturs sprotafyrirtækja skiptir sköpum. Fyrir þó nokkru var ákveðið, að gera úttekt á umfangi og árangri frumkvöðlasetra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Ákveðið var að ljúka þessu verkefni núna, ekki síst vegna þeirra vatnaskila sem nú eiga sér stað gagnvart þjónustu við frumkvöðla hér á landi. Niðurstaða verkefnisins er nýlegt rit þar sem skoður árangur frumkvöðlasetrana sem fyrirrennari Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Iðntæknistofnun Íslands, setti af stað árið 1999. Höfundur ritsins dr. Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor hjá Háskóla Íslands, vann það verkefni út frá tilgreindum rannsóknarspurningum sem hann setti fram. Runólfur Smári rekur sögu setranna, skoðar nokkrar lykiltölur, og aðrar kannanir sem gerðar hafa verið og dregur saman niðurstöður úr viðtölum, annars vegar við starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og svo nokkra fulltrúa úr flóru þeirra fyrirtækja sem hófu rekstur eða fengu þjónustu setranna í upphafi starfsemi sinnar. Ritið er aðgengilegt án endurgalds á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands www.nmi.is. Leiðarljós við stofnun og rekstur frumkvöðlasetranna hefur alltaf verið að efla frumkvöðla- og sprotaumhverfi og þar með nýsköpun hér á landi. Að mati stjórnenda miðstöðvarinnar hafa framangreind atriði verið lykilframlag í að byggja upp samkeppnishæft atvinnulíf. Þau skipta hundruðum fyrirtækin sem hafa nýtt aðstöðu á frumkvöðlasetrum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í gegnum tíðina. Frumkvöðlarnir hafa komið þar inn, stofnað fyrirtæki sem hafa stundað rannsóknir og þróun, stefnt að háleitum markmiðum, vaxið, dafnað og haft áhrif á samfélagið hér með ýmsum hætti. Fyrirtækin sem hafa stigið sín fyrstu skref á frumkvöðlasetrunum eru fjölbreytt en eiga það öll sameiginlegt að byggja á hugviti og stunda nýsköpun. Þegar litið er í baksýnisspegilinn og rýnt í tölfræði og árangur þeirra fyrirtækja sem hafa verið á setrunum og útskrifast þaðan má glöggt sjá að þarna er um gríðarlega mikilvægan ávinning að ræða sem hefur áhrif á hagtölur landsins. Það er staðreynd að þau verðmætu fyrirtæki sem byggja á hugviti geta verið staðsett hvar sem er í heiminum og frumkvöðlar velja fyrirtækjum sínum stað þar sem umhverfið er hagfellt með tilliti til opinbers stuðnings og aðgangs að mannauði, góðu og stöðugu rekstrarumhverfi og góðri aðstöðu. Faglegur og fjárhagslegur stuðningur auk aðstoðar á fyrstu stigunum í fyrirtækjarekstri og þróun viðskiptahugmynda er lykilatriði. Hver svo sem málalok verða með Nýsköpunarmiðstöð Íslands þá þarf áfram að hlúa vel að frumkvöðlum, skapa þeim gott vinnuumhverfi og auðveldan aðgang að upplýsingum og faglegri aðstoð. Það er þjóðarhagur að bjóða frumkvöðlum og fyrirtækjum umhverfi sem er fullkomlega samkeppnishæft við það sem best gerist annars staðar í heiminum. Íslensk yfirvöld geta ekki treyst á að það gerist af sjálfu sér í framtíðinni frekar en hingað til. Karl Friðriksson er deildarstjóri og Sigríður Ingvarsdóttir er forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Með fyrirhugaðri lokun Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands lýkur ákveðnum kafla í sögu frumkvöðlasetra á Íslandi. Reynslan hefur sýnt að faglegur stuðningur á fyrstu stigum reksturs sprotafyrirtækja skiptir sköpum. Fyrir þó nokkru var ákveðið, að gera úttekt á umfangi og árangri frumkvöðlasetra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Ákveðið var að ljúka þessu verkefni núna, ekki síst vegna þeirra vatnaskila sem nú eiga sér stað gagnvart þjónustu við frumkvöðla hér á landi. Niðurstaða verkefnisins er nýlegt rit þar sem skoður árangur frumkvöðlasetrana sem fyrirrennari Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Iðntæknistofnun Íslands, setti af stað árið 1999. Höfundur ritsins dr. Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor hjá Háskóla Íslands, vann það verkefni út frá tilgreindum rannsóknarspurningum sem hann setti fram. Runólfur Smári rekur sögu setranna, skoðar nokkrar lykiltölur, og aðrar kannanir sem gerðar hafa verið og dregur saman niðurstöður úr viðtölum, annars vegar við starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og svo nokkra fulltrúa úr flóru þeirra fyrirtækja sem hófu rekstur eða fengu þjónustu setranna í upphafi starfsemi sinnar. Ritið er aðgengilegt án endurgalds á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands www.nmi.is. Leiðarljós við stofnun og rekstur frumkvöðlasetranna hefur alltaf verið að efla frumkvöðla- og sprotaumhverfi og þar með nýsköpun hér á landi. Að mati stjórnenda miðstöðvarinnar hafa framangreind atriði verið lykilframlag í að byggja upp samkeppnishæft atvinnulíf. Þau skipta hundruðum fyrirtækin sem hafa nýtt aðstöðu á frumkvöðlasetrum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í gegnum tíðina. Frumkvöðlarnir hafa komið þar inn, stofnað fyrirtæki sem hafa stundað rannsóknir og þróun, stefnt að háleitum markmiðum, vaxið, dafnað og haft áhrif á samfélagið hér með ýmsum hætti. Fyrirtækin sem hafa stigið sín fyrstu skref á frumkvöðlasetrunum eru fjölbreytt en eiga það öll sameiginlegt að byggja á hugviti og stunda nýsköpun. Þegar litið er í baksýnisspegilinn og rýnt í tölfræði og árangur þeirra fyrirtækja sem hafa verið á setrunum og útskrifast þaðan má glöggt sjá að þarna er um gríðarlega mikilvægan ávinning að ræða sem hefur áhrif á hagtölur landsins. Það er staðreynd að þau verðmætu fyrirtæki sem byggja á hugviti geta verið staðsett hvar sem er í heiminum og frumkvöðlar velja fyrirtækjum sínum stað þar sem umhverfið er hagfellt með tilliti til opinbers stuðnings og aðgangs að mannauði, góðu og stöðugu rekstrarumhverfi og góðri aðstöðu. Faglegur og fjárhagslegur stuðningur auk aðstoðar á fyrstu stigunum í fyrirtækjarekstri og þróun viðskiptahugmynda er lykilatriði. Hver svo sem málalok verða með Nýsköpunarmiðstöð Íslands þá þarf áfram að hlúa vel að frumkvöðlum, skapa þeim gott vinnuumhverfi og auðveldan aðgang að upplýsingum og faglegri aðstoð. Það er þjóðarhagur að bjóða frumkvöðlum og fyrirtækjum umhverfi sem er fullkomlega samkeppnishæft við það sem best gerist annars staðar í heiminum. Íslensk yfirvöld geta ekki treyst á að það gerist af sjálfu sér í framtíðinni frekar en hingað til. Karl Friðriksson er deildarstjóri og Sigríður Ingvarsdóttir er forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun