Ójöfn dreifing bóluefnis „siðferðilegt stórslys“ Sylvía Hall skrifar 18. janúar 2021 21:02 Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Vísir/EPA Það er ósanngjarnt að yngra og heilbrigðara fólk í ríkari þjóðum heimsins sé bólusett við kórónuveirunni áður en viðkvæmir hópar í fátækari löndum fá bólusetningu. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er afar gagnrýninn á það hvernig bóluefni hefur verið dreift. Á árlegum stjórnarfundi stofnunarinnar sagði Ghebreyesus það vera óréttlátt að horfa upp á heilbrigt fólk fá bólusetningu á meðan meirihluti heimsbyggðarinnar hefði ekki aðgengi að bóluefni. Heimsbyggðin væri á barmi siðferðilegs stórslyss ef ekki yrði bætt úr. Aðeins 25 skömmtum hefur verið dreift í fátækustu ríkjum heims á sama tíma og 39 milljónum hefur verið dreift í ríkari löndum. Allir þeir 25 skammtar sem um ræðir fóru til Gíneu til jafn margra einstaklinga, þar á meðal forsetans, og voru þeir bólusettir með rússneska bóluefninu Sputnik. Faraldurinn verði lengri fyrir vikið Bandaríkin, Bretland, Indland, Kína og Rússland hafa nú þegar þróað bóluefni og hafa einnig önnur bóluefnið verið þróuð í alþjóðlegu samstarfi. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hafa næstum allar þjóðir sem hafa ráðist í bóluefnaþróun sett sína íbúa fremst í forgangsröðunina. Ghebreyesus sagði þennan ójöfnuð „kosta líf og lífsviðurværi fólks í fátækustu löndum heimsins“ og leiða til þess að bóluefnaverð myndi hækka á sama tíma og ríkustu þjóðirnar myndu birgja sig upp af bóluefni. „Á endanum mun þetta aðeins framlengja faraldurinn og þær hömlur sem þurfa til að halda honum í skefjum, sem og þjáningar fólks og efnahagslífsins.“ Hann kallar eftir því að þjóðir heimsins sýni fulla samstöðu með verkefni Covax um að koma bóluefnum til fátækustu þjóðanna. „Mín áskorun til aðildarríkjanna er að tryggja að á alþjóðlegum degi heilbrigðismála þann 7. apríl verði bóluefni við kórónuveirunni komin í dreifingu í öllum löndum,“ sagði Ghebreyesus. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Á árlegum stjórnarfundi stofnunarinnar sagði Ghebreyesus það vera óréttlátt að horfa upp á heilbrigt fólk fá bólusetningu á meðan meirihluti heimsbyggðarinnar hefði ekki aðgengi að bóluefni. Heimsbyggðin væri á barmi siðferðilegs stórslyss ef ekki yrði bætt úr. Aðeins 25 skömmtum hefur verið dreift í fátækustu ríkjum heims á sama tíma og 39 milljónum hefur verið dreift í ríkari löndum. Allir þeir 25 skammtar sem um ræðir fóru til Gíneu til jafn margra einstaklinga, þar á meðal forsetans, og voru þeir bólusettir með rússneska bóluefninu Sputnik. Faraldurinn verði lengri fyrir vikið Bandaríkin, Bretland, Indland, Kína og Rússland hafa nú þegar þróað bóluefni og hafa einnig önnur bóluefnið verið þróuð í alþjóðlegu samstarfi. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hafa næstum allar þjóðir sem hafa ráðist í bóluefnaþróun sett sína íbúa fremst í forgangsröðunina. Ghebreyesus sagði þennan ójöfnuð „kosta líf og lífsviðurværi fólks í fátækustu löndum heimsins“ og leiða til þess að bóluefnaverð myndi hækka á sama tíma og ríkustu þjóðirnar myndu birgja sig upp af bóluefni. „Á endanum mun þetta aðeins framlengja faraldurinn og þær hömlur sem þurfa til að halda honum í skefjum, sem og þjáningar fólks og efnahagslífsins.“ Hann kallar eftir því að þjóðir heimsins sýni fulla samstöðu með verkefni Covax um að koma bóluefnum til fátækustu þjóðanna. „Mín áskorun til aðildarríkjanna er að tryggja að á alþjóðlegum degi heilbrigðismála þann 7. apríl verði bóluefni við kórónuveirunni komin í dreifingu í öllum löndum,“ sagði Ghebreyesus.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira