Gagnrýna WHO og Kínverja fyrir hægagang í upphafi faraldursins Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2021 16:46 Frá sjúkrahúsi í Wuhan í janúar í fyrra. AP/Xiong Qi Sérfræðingaráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem skipað var í vor til að kanna viðbrögðin við faraldri nýju kórónuveirunnar gagnrýnir Kína og stofnunina sjálfa fyrir að ekki hafi verið brugðist nógu snemma við. Í skýrslunni, sem fjölmiðlar fengu aðgang að í gær, segja höfundar hennar að í Kína, þar sem veiran greindist fyrst, hefði verið hægt að grípa til aðgerða fyrr og jafnframt haft þær umfangsmeiri. Það sama ætti við um önnur ríki þar sem veiran greindist tiltölulega snemma. Ráðið veltir meðal annars upp þeirri spurningu hvort WHO hefði átt að lýsa yfir neyðarástandi fyrr en gert var. Neyðarnefnd WHO var ekki kölluð saman fyrr en 22. janúar í fyrra og lýsti hún ekki yfir neyðarástandi fyrr en viku seinna. WHO notaði ekki orðið faraldur fyrr en þann 11. mars. Þar að auki hafi sérfræðingar WHO deilt sín á milli um það hve smitandi veiran væri. Sagt að hún væri ekki jafn smitandi og flensa og að fólk án einkenna dreifði henni sjaldan. Hvorugt er rétt. Nú um ári seinna hafa rúmlega tvær milljónir dáið vegna veirunnar og nærri því hundrað milljónir smitast, svo vitað sé. Sérfræðingar telja afar líklegt að fleiri hafi bæði smitast og dáið en opinber gögn segja til um. Ráðið var leitt af Ellen Johnson Sirleaf, fyrrverandi forseta Líberíu, og Helen Clark, fyrrverandi forsætisráðherra Nýja Sjálands. Á blaðamannafundi í dag sagði Sirleaf að fjárskortur hefði einnig komið niður á störfum WHO og að það væri aðildarríkjanna að ákveða hvort gera ætti breytingar á stofnuninni. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Kína að þar í landi hafi verið gripið hratt til afgerandi aðgerða. Til að mynda hafi borginni Wuhan, þar sem veiran greindist fyrst, verið svo gott sem lokað innan við þremur vikum eftir að faraldurinn hófst. Ráðamenn í Kína hafa þó verið sakaðir um að draga fæturna í viðbrögðum við faraldrinum. Sjá einnig: Biðu í sex mikilvæga daga Rannsókn fréttaveitunnar leiddi þar að auki í ljós í sumar að á sama tíma og starfsmenn WHO hrósuðu Kína opinberlega, gagnrýndu þeir ráðamenn þar fyrir að deila ekki mikilvægum upplýsingum með stofnuninni. Þá hefur gengið mjög erfiðlega að fá leyfi fyrir sérfræðinga WHO til að fara til Kína og rannsaka uppruna veirunnar og hvernig hún smitaðist í menn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19 Ójöfn dreifing bóluefnis „siðferðilegt stórslys“ Það er ósanngjarnt að yngra og heilbrigðara fólk í ríkari þjóðum heimsins sé bólusett við kórónuveirunni áður en viðkvæmir hópar í fátækari löndum fá bólusetningu. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er afar gagnrýninn á það hvernig bóluefni hefur verið dreift. 18. janúar 2021 21:02 Tvær milljónir manna hafa látist af völdum veirunnar Meira en tvær milljónir manna hafa látist af völdum kórónuveirunnar. 93,4 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni á heimsvísu og flestir í Bandaríkjunum, þar sem tæpar 24 milljónir hafa greinst og 405 þúsund látist af völdum veirunnar. 15. janúar 2021 23:26 WHO: Hjarðónæmi næst ekki á þessu ári Soumya Swaminathan, aðalvísindamaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir að heimurinn nái ekki hjarðónæmi gegn Covid-19 á þessu ári. Þetta er þrátt fyrir að bólusetningar séu hafnar í um þrjátíu löndum í heiminum, þar á meðal hér á Íslandi. 12. janúar 2021 08:48 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Í skýrslunni, sem fjölmiðlar fengu aðgang að í gær, segja höfundar hennar að í Kína, þar sem veiran greindist fyrst, hefði verið hægt að grípa til aðgerða fyrr og jafnframt haft þær umfangsmeiri. Það sama ætti við um önnur ríki þar sem veiran greindist tiltölulega snemma. Ráðið veltir meðal annars upp þeirri spurningu hvort WHO hefði átt að lýsa yfir neyðarástandi fyrr en gert var. Neyðarnefnd WHO var ekki kölluð saman fyrr en 22. janúar í fyrra og lýsti hún ekki yfir neyðarástandi fyrr en viku seinna. WHO notaði ekki orðið faraldur fyrr en þann 11. mars. Þar að auki hafi sérfræðingar WHO deilt sín á milli um það hve smitandi veiran væri. Sagt að hún væri ekki jafn smitandi og flensa og að fólk án einkenna dreifði henni sjaldan. Hvorugt er rétt. Nú um ári seinna hafa rúmlega tvær milljónir dáið vegna veirunnar og nærri því hundrað milljónir smitast, svo vitað sé. Sérfræðingar telja afar líklegt að fleiri hafi bæði smitast og dáið en opinber gögn segja til um. Ráðið var leitt af Ellen Johnson Sirleaf, fyrrverandi forseta Líberíu, og Helen Clark, fyrrverandi forsætisráðherra Nýja Sjálands. Á blaðamannafundi í dag sagði Sirleaf að fjárskortur hefði einnig komið niður á störfum WHO og að það væri aðildarríkjanna að ákveða hvort gera ætti breytingar á stofnuninni. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Kína að þar í landi hafi verið gripið hratt til afgerandi aðgerða. Til að mynda hafi borginni Wuhan, þar sem veiran greindist fyrst, verið svo gott sem lokað innan við þremur vikum eftir að faraldurinn hófst. Ráðamenn í Kína hafa þó verið sakaðir um að draga fæturna í viðbrögðum við faraldrinum. Sjá einnig: Biðu í sex mikilvæga daga Rannsókn fréttaveitunnar leiddi þar að auki í ljós í sumar að á sama tíma og starfsmenn WHO hrósuðu Kína opinberlega, gagnrýndu þeir ráðamenn þar fyrir að deila ekki mikilvægum upplýsingum með stofnuninni. Þá hefur gengið mjög erfiðlega að fá leyfi fyrir sérfræðinga WHO til að fara til Kína og rannsaka uppruna veirunnar og hvernig hún smitaðist í menn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19 Ójöfn dreifing bóluefnis „siðferðilegt stórslys“ Það er ósanngjarnt að yngra og heilbrigðara fólk í ríkari þjóðum heimsins sé bólusett við kórónuveirunni áður en viðkvæmir hópar í fátækari löndum fá bólusetningu. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er afar gagnrýninn á það hvernig bóluefni hefur verið dreift. 18. janúar 2021 21:02 Tvær milljónir manna hafa látist af völdum veirunnar Meira en tvær milljónir manna hafa látist af völdum kórónuveirunnar. 93,4 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni á heimsvísu og flestir í Bandaríkjunum, þar sem tæpar 24 milljónir hafa greinst og 405 þúsund látist af völdum veirunnar. 15. janúar 2021 23:26 WHO: Hjarðónæmi næst ekki á þessu ári Soumya Swaminathan, aðalvísindamaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir að heimurinn nái ekki hjarðónæmi gegn Covid-19 á þessu ári. Þetta er þrátt fyrir að bólusetningar séu hafnar í um þrjátíu löndum í heiminum, þar á meðal hér á Íslandi. 12. janúar 2021 08:48 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19
Ójöfn dreifing bóluefnis „siðferðilegt stórslys“ Það er ósanngjarnt að yngra og heilbrigðara fólk í ríkari þjóðum heimsins sé bólusett við kórónuveirunni áður en viðkvæmir hópar í fátækari löndum fá bólusetningu. Þetta segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er afar gagnrýninn á það hvernig bóluefni hefur verið dreift. 18. janúar 2021 21:02
Tvær milljónir manna hafa látist af völdum veirunnar Meira en tvær milljónir manna hafa látist af völdum kórónuveirunnar. 93,4 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni á heimsvísu og flestir í Bandaríkjunum, þar sem tæpar 24 milljónir hafa greinst og 405 þúsund látist af völdum veirunnar. 15. janúar 2021 23:26
WHO: Hjarðónæmi næst ekki á þessu ári Soumya Swaminathan, aðalvísindamaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir að heimurinn nái ekki hjarðónæmi gegn Covid-19 á þessu ári. Þetta er þrátt fyrir að bólusetningar séu hafnar í um þrjátíu löndum í heiminum, þar á meðal hér á Íslandi. 12. janúar 2021 08:48