Lífið

„Þetta er auðvitað bara fáránlega fallega sungið“

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Söng- og leikkonan Íris Hólm var ein af gestum Ingó í nýjasta þætti Í kvöld er gigg sem sýndur var á Stöð 2 síðasta föstudagskvöld. 
Söng- og leikkonan Íris Hólm var ein af gestum Ingó í nýjasta þætti Í kvöld er gigg sem sýndur var á Stöð 2 síðasta föstudagskvöld.  Skjáskot

Þau voru nokkur Bubbalögin sem gestir Ingó spreyttu sig á í nýjasta þætti Í kvöld er gigg. Söng- og leikkonan Íris Hólm gaf þar ekkert eftir en hér að neðan er hægt að sjá hana syngja Bubbalagið Sumarið er tíminn með miklum krafti og innlifun.

 Greinilegt var að sjá að Íris hreif gestina með sér og í lok lagsins má heyra Ingó segja; „Þetta er auðvitað bara fáránlega fallega sungið.“ 

Klippa: Sumarið er tíminn - Íris Hólm

Þættirnir Í kvöld er gigg eru á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum kl. 18:50 en fyrir áhugasama er hægt að nálgast alla eldri þættina inni á Stöð 2 plús.


Tengdar fréttir

Bjössi Sax stal senunni með laginu Careless Whisper

 Saxófónleikarinn og gleðipinninn Bjössi Sax lét ekki sitt eftir liggja síðasta föstudagskvöld í þættinum Í kvöld er gigg sem er á dagskrá Stöðvar 2. Mikið líf og fjör var í þættinum og sannkölluð partýstemmning á meðal gesta. 

Lagið Esjan í hugljúfum flutningi Einars Ágústs

Það er óhætt að segja að fyrstu þáttaröðinni af Í kvöld er gigg hafi verið lokið með pompi og prakt. Á nýársdag var sýndur sérstakur áramótaþáttur með einvalaliði tónlistarfólks sem heillaði áhorfendur upp úr skónum með einstökum flutningi og líflegri framkomu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.