Bjarni: Ég held að við séum hálfnaðir í maraþonhlaupi Gumma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. janúar 2021 09:00 Bjarni Fritzson segir liðsheildina spila mikilvægt hlutverk hjá íslenska liðinu. Vísir/Bára Ísland mætir Sviss á HM í handbolta klukkan 14.30 í dag. Bjarni Fritzon fór yfir stöðu mála hjá íslenska liðinu en Bjarni er nýjasti sérfræðingur Seinni bylgjunnar sem er á dagskrá Stöð 2 Sport. „Það sem mér finnst einkennandi fyrir liðið er hrikalega mikil liðsheild ,“ sagði Bjarni um íslenska liðið. Þá tók hann fram að það væri erfitt að nefna hvaða leikmaður íslenska liðsins hefði staðið upp úr því það væru nýir leikmenn í hverjum leik. Sjá má viðtal Gaupa við Bjarna Fritzon í heild sinni í spilaranum hér neðst í fréttinni. „Það hefur geislað af svakalegri liðsheild og góðri stemmningu. Í síðustu tveimur leikjum finnst mér hafa verið gott jafnvægi í liðinu. Þeir létu grófan leik Marokkó ekki slá sig út af laginu heldur héldu haus, héldu einbeitingu og stóðu vel saman. Mér finnst bragurinn á liðinu,“ bætti hann við. Sviss, Frakkland og Noregur bíða Íslands í milliriðili. „Noregur og Frakkland hafa verið tvö af sterkustu liðum heims síðastliðin fimm eða sex ár, Frakkar í rauninni síðan 1995. Svo eru Sviss að koma sterkir upp og áttu frábæran leik gegn Frökkum svo þetta verður svakalega erfitt.“ „Ég er mjög spenntur að sjá hvernig landsliðið okkar mun mæta inn í þessa leiki. Við höfum engu að tapa, við eigum rosalega unga stráka sem vilja sýna sig og vilja sýna að þeir eiga heima meðal þeirra bestu og ég er spenntur að sjá hvað þeir gera.“ Möguleikarnir gegn Sviss „Ánægjulegt að fá þennan leik við Sviss fyrst. Ef við komum vel út úr honum og náum sigri erum við komnir með fjögur stig. Það byggir upp smá von og við höfum alveg unnið Noreg, það er ekki svo langt síðan. Svo þó Frakkarnir séu ógnarsterkir þá höfum við átt góða leiki á móti þeim.“ „Leikurinn á móti Sviss verður alger lykilleikur en mjög erfiður. Vonandi ná þeir sigri og það gæti kveikt meiri neista.“ Styrkleikar íslenska liðsins „Þessir strákar sem eru að koma upp núna eru rosalega góðir og eru með sjálfstraust. Þeir eru búnir að ná árangri með sínum félagsliðum og eru byrjaðir að spila með mörgum mjög öflugum liðum erlendis.“ „Styrkleikinn liggur í þeirra sjálfstrausti og þeirra metnaði í að ná langt. Svo finnst mér rosalega mikill liðsheildar bragur á liðinu og við erum að taka þetta rosalega á liðsheildinni. Við þurfum að halda henni áfram.“ „Svo finnst mér vörnin búin að styrkjast mjög mikið. Ég veit að Gummi (Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari) er búinn að þrjóskast með þessa vörn og fengið mikla gagnrýni á þessa vörn en hann trúir á hana og nú sér maður hvernig hún er farin að virka betur og betur.“ „Til að eiga einhvern séns á móti þessum liðum þurfum við að ná þessum tveimur þáttum. Halda áfram liðsheildinni og ná upp mjög sterkri vörn.“ Landsliðsþjálfarinn hefur gefið það út að markmið hans sé að koma Íslandi í hóp átta bestu liða í heimi. „Ég held við séum hálfnaðir í maraþonhlaupi Gumma. Við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur. Liðið er ótrúlega ungt og eru strax orðnir mjög sterkir. Geta verið orðið ógnargóðir eftir tvö ár og þess vegna held ég að Gummi sé óhræddur við að rúlla mönnum inn og út úr hóp. Held að hann sé að reyna finna rétta blönduna og gefa þessum strákum tækifæri sem mun nýtast okkur mjög mikið næstu ár,“ sagði Bjarni að lokum. Klippa: Bjarni um landsliðið Leikur Íslands og Sviss í milliriðli á HM í handbolta hefst klukkan 14.30 í dag. Handbolti HM 2021 í handbolta Seinni bylgjan Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Sjá meira
„Það sem mér finnst einkennandi fyrir liðið er hrikalega mikil liðsheild ,“ sagði Bjarni um íslenska liðið. Þá tók hann fram að það væri erfitt að nefna hvaða leikmaður íslenska liðsins hefði staðið upp úr því það væru nýir leikmenn í hverjum leik. Sjá má viðtal Gaupa við Bjarna Fritzon í heild sinni í spilaranum hér neðst í fréttinni. „Það hefur geislað af svakalegri liðsheild og góðri stemmningu. Í síðustu tveimur leikjum finnst mér hafa verið gott jafnvægi í liðinu. Þeir létu grófan leik Marokkó ekki slá sig út af laginu heldur héldu haus, héldu einbeitingu og stóðu vel saman. Mér finnst bragurinn á liðinu,“ bætti hann við. Sviss, Frakkland og Noregur bíða Íslands í milliriðili. „Noregur og Frakkland hafa verið tvö af sterkustu liðum heims síðastliðin fimm eða sex ár, Frakkar í rauninni síðan 1995. Svo eru Sviss að koma sterkir upp og áttu frábæran leik gegn Frökkum svo þetta verður svakalega erfitt.“ „Ég er mjög spenntur að sjá hvernig landsliðið okkar mun mæta inn í þessa leiki. Við höfum engu að tapa, við eigum rosalega unga stráka sem vilja sýna sig og vilja sýna að þeir eiga heima meðal þeirra bestu og ég er spenntur að sjá hvað þeir gera.“ Möguleikarnir gegn Sviss „Ánægjulegt að fá þennan leik við Sviss fyrst. Ef við komum vel út úr honum og náum sigri erum við komnir með fjögur stig. Það byggir upp smá von og við höfum alveg unnið Noreg, það er ekki svo langt síðan. Svo þó Frakkarnir séu ógnarsterkir þá höfum við átt góða leiki á móti þeim.“ „Leikurinn á móti Sviss verður alger lykilleikur en mjög erfiður. Vonandi ná þeir sigri og það gæti kveikt meiri neista.“ Styrkleikar íslenska liðsins „Þessir strákar sem eru að koma upp núna eru rosalega góðir og eru með sjálfstraust. Þeir eru búnir að ná árangri með sínum félagsliðum og eru byrjaðir að spila með mörgum mjög öflugum liðum erlendis.“ „Styrkleikinn liggur í þeirra sjálfstrausti og þeirra metnaði í að ná langt. Svo finnst mér rosalega mikill liðsheildar bragur á liðinu og við erum að taka þetta rosalega á liðsheildinni. Við þurfum að halda henni áfram.“ „Svo finnst mér vörnin búin að styrkjast mjög mikið. Ég veit að Gummi (Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari) er búinn að þrjóskast með þessa vörn og fengið mikla gagnrýni á þessa vörn en hann trúir á hana og nú sér maður hvernig hún er farin að virka betur og betur.“ „Til að eiga einhvern séns á móti þessum liðum þurfum við að ná þessum tveimur þáttum. Halda áfram liðsheildinni og ná upp mjög sterkri vörn.“ Landsliðsþjálfarinn hefur gefið það út að markmið hans sé að koma Íslandi í hóp átta bestu liða í heimi. „Ég held við séum hálfnaðir í maraþonhlaupi Gumma. Við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur. Liðið er ótrúlega ungt og eru strax orðnir mjög sterkir. Geta verið orðið ógnargóðir eftir tvö ár og þess vegna held ég að Gummi sé óhræddur við að rúlla mönnum inn og út úr hóp. Held að hann sé að reyna finna rétta blönduna og gefa þessum strákum tækifæri sem mun nýtast okkur mjög mikið næstu ár,“ sagði Bjarni að lokum. Klippa: Bjarni um landsliðið Leikur Íslands og Sviss í milliriðli á HM í handbolta hefst klukkan 14.30 í dag.
Handbolti HM 2021 í handbolta Seinni bylgjan Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Sjá meira