Ómakleg gagnrýni á bólusetningar í Ísrael Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 20. janúar 2021 15:30 Undanfarna áratugi hafa jákvæðar fréttir frá Ísraelsríki sjaldan birst í almennum fjölmiðlum. Það kom því ánægjulega á óvart að íslenskir fjölmiðlar hafi á dögunum fjallað um góðan árangur Ísraelsríkis í bólusetningarherferð gegn Covid-19. Nú hafa yfir 32% ísraelskra ríkisborgara fengið fyrri skammt bóluefnisins en hvergi í heiminum er það hlutfall hærra.1 Engu að síður virðast andstæðingar Ísraels staðráðnir í því að snúa hverju sem gæti talist jákvætt við landið upp í neikvæðni, jafnvel þótt það krefjist þess að sannleikanum sé hagrætt. Félagasamtök andsnúin Ísraelsríki, bæði á Íslandi og erlendis, hafa undanfarnar vikur kvartað sáran yfir því að ísraelsk yfirvöld hafi ekki samtímis hafið bólusetningu á íbúum palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna. En þegar nánar er að gáð kemur í ljós að þessi gagnrýni er með öllu ómakleg og nægir að nefna tvær ástæður því til stuðnings. Í fyrsta lagi verður að teljast afar ólíklegt að Palestínska heimastjórnin (PA) myndi leyfa ísraelskum yfirvöldum að bólusetja Palestínumenn. Öll slík samvinna er talin vera óbein viðurkenning á Ísraelsríki (e. normalization). Í fyrra hafnaði heimastjórnin hjálpargögnum frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum vegna aðkomu Ísraels að sendingunni.2 Það er ekkert sem bendir til þess að afstaða þeirra hafi breyst undanfarna mánuði. Í öðru lagi bera ísraelsk yfirvöld ekki ábyrgð á bólusetningu íbúa sjálfstjórnarsvæðanna því þeir eru ekki ísraelskir ríkisborgarar heldur palestínskir. Samkvæmt samkomulagi á milli fulltrúa Ísraels og Palestínu frá árinu 1993 átti ábyrgð á heilbrigðisþjónustu Palestínumanna færast til heimastjórnarinnar eftir brotthvarf Gyðinga frá Gazasvæðinu og Jeríkó.3 Því ferli lauk árið 2005 og síðan þá hefur heilbrigðisþjónustan á sjálfstjórnarsvæðunum verið ábyrgð heimastjórnarinnar. Það kemur engum á óvart að félagasamtök sem byggja málflutning sinn að miklu leyti á rógburði um Ísraelsríki skuli taka slíka orðræðu upp á sína arma. Það sem raunverulega veldur vonbrigðum er að almennir fjölmiðlar og þekkt mannréttindasamtök taki undir þennan málflutning. Til dæmis birtist nýlega frétt á mbl.is um bólusetningu fanga í Ísraelsríki þar sem ásökunin um aðskilnaðarstefnu við framkvæmd bólusetninga var lögð fram án frekari athugasemda.4 Líkt og annars staðar var tilvist Palestínsku heimastjórnarinnar og ábyrgð hennar gagnvart Palestínumönnum einfaldlega hundsuð. Það hefur auk þess legið á milli hluta í nánast öllum fréttaflutningi af málinu að palestínska heimastjórnin hefur þegar tryggt Palestínumönnum bóluefni. Fyrir viku síðan var gerður samningur við Rússa um innflutning á Sputnik V bóluefninu og fyrstu skammtarnir eiga að berast til sjálfstjórnarsvæðanna í byrjun febrúar.5 Allar vangaveltur um að íbúar sjálfstjórnarsvæðanna verði ekki bólusettir eru því með öllu óþarfar. Ég ber að jafnaði virðingu fyrir fjölmiðlum og því aðhaldi sem þeir hafa veitt yfirvöldum jafnt sem þjóðfélagshópum. Ég er þeirrar skoðunar að íslenskir fjölmiðlar séu almennt frekar áreiðanlegir. Samt sem áður hefur umfjöllun þeirra um málefni Ísraelsríkis oft verið undantekning frá þeirri reglu. Falskar ásakanir um aðskilnaðarstefnu við framkvæmd bólusetninga eru aðeins smávægileg birtingarmynd mun stærra vandamáls – undirliggjandi tortryggni og neikvæðni gagnvart öllu sem tengist Ísraelsríki. En þegar dylgjur og falskar ásakanir eru lagðar til hliðar tala staðreyndirnar sínu máli. Ísrael hefur veitt besta fordæmið í hraðri og skipulegri bólusetningu heils samfélags. Það má læra margt af útsjónarsemi Ísraelsmanna í þessu máli ef við viljum segja skilið við þennan leiða faraldur í náinni framtíð. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir 1 https://ourworldindata.org/covid-vaccinations 2 https://www.bloomberg.com/news/articles/2020-05-21/palestinian-authority-won-t-take-uae-aid-flown-to-israel-maan 3 http://www.acpr.org.il/publications/books/43-Zero-oslo-accord.pdf, “greinargerð VI” 4 https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/01/17/fangar_i_israel_bolusettir/ 5 https://www.pharmiweb.com/press-release/2021-01-12/palestine-has-become-the-first-country-in-the-middle-east-to-register-sputnik-v-vaccine Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Undanfarna áratugi hafa jákvæðar fréttir frá Ísraelsríki sjaldan birst í almennum fjölmiðlum. Það kom því ánægjulega á óvart að íslenskir fjölmiðlar hafi á dögunum fjallað um góðan árangur Ísraelsríkis í bólusetningarherferð gegn Covid-19. Nú hafa yfir 32% ísraelskra ríkisborgara fengið fyrri skammt bóluefnisins en hvergi í heiminum er það hlutfall hærra.1 Engu að síður virðast andstæðingar Ísraels staðráðnir í því að snúa hverju sem gæti talist jákvætt við landið upp í neikvæðni, jafnvel þótt það krefjist þess að sannleikanum sé hagrætt. Félagasamtök andsnúin Ísraelsríki, bæði á Íslandi og erlendis, hafa undanfarnar vikur kvartað sáran yfir því að ísraelsk yfirvöld hafi ekki samtímis hafið bólusetningu á íbúum palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna. En þegar nánar er að gáð kemur í ljós að þessi gagnrýni er með öllu ómakleg og nægir að nefna tvær ástæður því til stuðnings. Í fyrsta lagi verður að teljast afar ólíklegt að Palestínska heimastjórnin (PA) myndi leyfa ísraelskum yfirvöldum að bólusetja Palestínumenn. Öll slík samvinna er talin vera óbein viðurkenning á Ísraelsríki (e. normalization). Í fyrra hafnaði heimastjórnin hjálpargögnum frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum vegna aðkomu Ísraels að sendingunni.2 Það er ekkert sem bendir til þess að afstaða þeirra hafi breyst undanfarna mánuði. Í öðru lagi bera ísraelsk yfirvöld ekki ábyrgð á bólusetningu íbúa sjálfstjórnarsvæðanna því þeir eru ekki ísraelskir ríkisborgarar heldur palestínskir. Samkvæmt samkomulagi á milli fulltrúa Ísraels og Palestínu frá árinu 1993 átti ábyrgð á heilbrigðisþjónustu Palestínumanna færast til heimastjórnarinnar eftir brotthvarf Gyðinga frá Gazasvæðinu og Jeríkó.3 Því ferli lauk árið 2005 og síðan þá hefur heilbrigðisþjónustan á sjálfstjórnarsvæðunum verið ábyrgð heimastjórnarinnar. Það kemur engum á óvart að félagasamtök sem byggja málflutning sinn að miklu leyti á rógburði um Ísraelsríki skuli taka slíka orðræðu upp á sína arma. Það sem raunverulega veldur vonbrigðum er að almennir fjölmiðlar og þekkt mannréttindasamtök taki undir þennan málflutning. Til dæmis birtist nýlega frétt á mbl.is um bólusetningu fanga í Ísraelsríki þar sem ásökunin um aðskilnaðarstefnu við framkvæmd bólusetninga var lögð fram án frekari athugasemda.4 Líkt og annars staðar var tilvist Palestínsku heimastjórnarinnar og ábyrgð hennar gagnvart Palestínumönnum einfaldlega hundsuð. Það hefur auk þess legið á milli hluta í nánast öllum fréttaflutningi af málinu að palestínska heimastjórnin hefur þegar tryggt Palestínumönnum bóluefni. Fyrir viku síðan var gerður samningur við Rússa um innflutning á Sputnik V bóluefninu og fyrstu skammtarnir eiga að berast til sjálfstjórnarsvæðanna í byrjun febrúar.5 Allar vangaveltur um að íbúar sjálfstjórnarsvæðanna verði ekki bólusettir eru því með öllu óþarfar. Ég ber að jafnaði virðingu fyrir fjölmiðlum og því aðhaldi sem þeir hafa veitt yfirvöldum jafnt sem þjóðfélagshópum. Ég er þeirrar skoðunar að íslenskir fjölmiðlar séu almennt frekar áreiðanlegir. Samt sem áður hefur umfjöllun þeirra um málefni Ísraelsríkis oft verið undantekning frá þeirri reglu. Falskar ásakanir um aðskilnaðarstefnu við framkvæmd bólusetninga eru aðeins smávægileg birtingarmynd mun stærra vandamáls – undirliggjandi tortryggni og neikvæðni gagnvart öllu sem tengist Ísraelsríki. En þegar dylgjur og falskar ásakanir eru lagðar til hliðar tala staðreyndirnar sínu máli. Ísrael hefur veitt besta fordæmið í hraðri og skipulegri bólusetningu heils samfélags. Það má læra margt af útsjónarsemi Ísraelsmanna í þessu máli ef við viljum segja skilið við þennan leiða faraldur í náinni framtíð. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir 1 https://ourworldindata.org/covid-vaccinations 2 https://www.bloomberg.com/news/articles/2020-05-21/palestinian-authority-won-t-take-uae-aid-flown-to-israel-maan 3 http://www.acpr.org.il/publications/books/43-Zero-oslo-accord.pdf, “greinargerð VI” 4 https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/01/17/fangar_i_israel_bolusettir/ 5 https://www.pharmiweb.com/press-release/2021-01-12/palestine-has-become-the-first-country-in-the-middle-east-to-register-sputnik-v-vaccine
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar