Joe Biden er 46. forseti Bandaríkjanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2021 16:50 Joe Biden Bandaríkjaforseti. epa/Saul Loeb Joe Biden sór rétt í þessu embættiseið og er nú forseti Bandaríkjanna. Kamala Harris er varaforseti, fyrst kvenna og fyrst svartra Bandaríkjamanna. Fráfarandi forseti var ekki viðstaddur athöfnina en varaforsetinn Mike Pence mætti ásamt eiginkonu sinni. Þetta mun vera í fyrsta sinn frá 1869 sem fráfarandi forseti er ekki viðstaddur innsetningarathöfn eftirmanns síns. Pence valdi að vera ekki viðstaddur kveðjuávarp forsetans fyrr í dag. Það var forseti Hæstaréttar, John Roberts, sem fór með eiðinn fyrir forsetann en hæstaréttardómarinn Sonia Sotomayor fór með eiðinn fyrir Harris. Þetta mun vera í fjórða sinn sem Roberts er til staðar fyrir forseta sem hefur á honum litlar mætur en bæði Biden og Obama greiddu atkvæði gegn skipun hans við dómstólinn. Kamala Harris sver embættiseiðinn.AP/Saul Loeb Biden notaðist við biblíu sem hefur verið í eigu fjölskyldunnar frá 1893. Hann hefur áður notað biblíuna við innsetningarathafnir, bæði þegar hann varð öldungadeildarþingmaður og þegar hann sór eið sem varaforseti. Áætlað var að um 25 þúsund hermenn yrðu við öryggisgæslu við athöfnina við þinghúsið. Meðal annarra viðstaddra voru þrír fyrrverandi forsetar; Barack Obama, George W. Bush og Bill Clinton. Lady Gaga söng þjóðsönginn og Jennifer Lopes „This land is your land“. Seinna verður sjónvarpað frá viðburði við Lincoln-minnisvarðann, þar sem Bruce Springsteen, John Legend og Justin Timberlake munu koma fram. Kynnir verður Tom Hanks. Ný stefna mörkuð, strax í dag Meðal fyrstu verka Biden verður að gefa út nokkrar forsetatilskipanir þar sem hann mun meðal annars snúa ákvörðun Trump um að segja Bandaríkin frá Parísarsamkomulaginu um aðgerðir í loftslagsmálum, endurkalla leyfið sem Trump gaf út vegna Keystone XL olíulagnarinnar og koma á laggirnar nýrri aðgerðastjórn um viðbrögð gegn Covid-19. Þá hyggst hann koma á grímuskyldu og fjarlægðartakmörkunum í öllum opinberum byggingum og fella úr gildi reglur sem Trump gaf út um aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum á landamærunum við Mexíkó. Umræddar reglur greiddu fyrir fjármögnun landamæraveggjarins svokallaða. 200 þúsund flöggum var komið fyrir á National Mall fyrir athöfnina, þar sem þau stóðu í stað áhorfenda.AP/Julio Cortez Harris bíður hins vegar það verkefni að hafa umsjón með því þegar þrír nýir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins sverja sinn embættiseið. Þegar það er um garð gengið eiga báðir flokkar 50 sæti í deildinni og Harris mun fara með úrslitaatkvæðið. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Hver verða skilaboð Trump til Biden? Reagan fyrstur til að skilja eftir bréf til næsta forseta Donald Trump hefur yfirgefið Hvíta húsið í hinsta sinn og fregnir þess efnis að hann hafi ekki skilið eftir skilaboð til Biden verið dregnar til baka. 20. janúar 2021 15:03 Trump fjarri góðu gamni: Hvað verður um kjarnorkufótboltann og kexið? Ef Donald Trump verður ekki viðstaddur þegar Joe Biden sver embættiseiðinn, hvernig mun þá fara með svokallaðan „kjarnorkufótbolta“, sem á að skiptast um hendur á nákvæmlega sama tíma? 20. janúar 2021 11:47 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Þetta mun vera í fyrsta sinn frá 1869 sem fráfarandi forseti er ekki viðstaddur innsetningarathöfn eftirmanns síns. Pence valdi að vera ekki viðstaddur kveðjuávarp forsetans fyrr í dag. Það var forseti Hæstaréttar, John Roberts, sem fór með eiðinn fyrir forsetann en hæstaréttardómarinn Sonia Sotomayor fór með eiðinn fyrir Harris. Þetta mun vera í fjórða sinn sem Roberts er til staðar fyrir forseta sem hefur á honum litlar mætur en bæði Biden og Obama greiddu atkvæði gegn skipun hans við dómstólinn. Kamala Harris sver embættiseiðinn.AP/Saul Loeb Biden notaðist við biblíu sem hefur verið í eigu fjölskyldunnar frá 1893. Hann hefur áður notað biblíuna við innsetningarathafnir, bæði þegar hann varð öldungadeildarþingmaður og þegar hann sór eið sem varaforseti. Áætlað var að um 25 þúsund hermenn yrðu við öryggisgæslu við athöfnina við þinghúsið. Meðal annarra viðstaddra voru þrír fyrrverandi forsetar; Barack Obama, George W. Bush og Bill Clinton. Lady Gaga söng þjóðsönginn og Jennifer Lopes „This land is your land“. Seinna verður sjónvarpað frá viðburði við Lincoln-minnisvarðann, þar sem Bruce Springsteen, John Legend og Justin Timberlake munu koma fram. Kynnir verður Tom Hanks. Ný stefna mörkuð, strax í dag Meðal fyrstu verka Biden verður að gefa út nokkrar forsetatilskipanir þar sem hann mun meðal annars snúa ákvörðun Trump um að segja Bandaríkin frá Parísarsamkomulaginu um aðgerðir í loftslagsmálum, endurkalla leyfið sem Trump gaf út vegna Keystone XL olíulagnarinnar og koma á laggirnar nýrri aðgerðastjórn um viðbrögð gegn Covid-19. Þá hyggst hann koma á grímuskyldu og fjarlægðartakmörkunum í öllum opinberum byggingum og fella úr gildi reglur sem Trump gaf út um aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum á landamærunum við Mexíkó. Umræddar reglur greiddu fyrir fjármögnun landamæraveggjarins svokallaða. 200 þúsund flöggum var komið fyrir á National Mall fyrir athöfnina, þar sem þau stóðu í stað áhorfenda.AP/Julio Cortez Harris bíður hins vegar það verkefni að hafa umsjón með því þegar þrír nýir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins sverja sinn embættiseið. Þegar það er um garð gengið eiga báðir flokkar 50 sæti í deildinni og Harris mun fara með úrslitaatkvæðið.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Hver verða skilaboð Trump til Biden? Reagan fyrstur til að skilja eftir bréf til næsta forseta Donald Trump hefur yfirgefið Hvíta húsið í hinsta sinn og fregnir þess efnis að hann hafi ekki skilið eftir skilaboð til Biden verið dregnar til baka. 20. janúar 2021 15:03 Trump fjarri góðu gamni: Hvað verður um kjarnorkufótboltann og kexið? Ef Donald Trump verður ekki viðstaddur þegar Joe Biden sver embættiseiðinn, hvernig mun þá fara með svokallaðan „kjarnorkufótbolta“, sem á að skiptast um hendur á nákvæmlega sama tíma? 20. janúar 2021 11:47 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Hver verða skilaboð Trump til Biden? Reagan fyrstur til að skilja eftir bréf til næsta forseta Donald Trump hefur yfirgefið Hvíta húsið í hinsta sinn og fregnir þess efnis að hann hafi ekki skilið eftir skilaboð til Biden verið dregnar til baka. 20. janúar 2021 15:03
Trump fjarri góðu gamni: Hvað verður um kjarnorkufótboltann og kexið? Ef Donald Trump verður ekki viðstaddur þegar Joe Biden sver embættiseiðinn, hvernig mun þá fara með svokallaðan „kjarnorkufótbolta“, sem á að skiptast um hendur á nákvæmlega sama tíma? 20. janúar 2021 11:47