„Hin miklu tíðindi“ eru þau að nú er kona varaforseti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. janúar 2021 20:05 Í sögulegu samhengi eru stærstu tíðindin, að mati Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands, þau að nú er Kamala Harris fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta Bandaríkjanna. Vísir/EPA Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, óskar nýjum forseta Bandaríkjanna velfarnaðar nú þegar hann hefur tekið við embætti. Guðni hyggur að meiri áhersla verði lögð meðal annars á loftslagsmál og jafnréttismál í tíð nýrrar ríkisstjórnar í Bandaríkjunum frá því sem var í stjórnartíð Trump. Guðni segir ein stærstu tíðindin vera þau að í fyrsta sinn sé það nú kona sem gegni embætti varaforseta. „Þetta er alltaf sögulegur viðburður og ekki kemur nú á óvart að hinn nýi forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, hafi lagt áherslu á einingu og samstöðu. Það eru svona þau atriði sem rata helst á blað þegar forsetaefni og aðstoðarfólk fara að semja ávarp af þessu tagi,“ sagði Guðni í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Forsetinn var spurður hvort hann ætti von á því að bjartari tímar væru framundan í Bandaríkjunum en nokkur sundrung hefur ríkt meðal þjóðarinnar í aðdraganda stjórnarskiptanna. „Við skulum að minnsta kosti vona það. Síðastliðin ár hafa einkennst af aukinni sundrungu og því er auðvitað áhyggjuefni að línurnar verða miklu skarpari og deilurnar illvígari og það er verkefni nýs forseta og annarra ráðamanna vestra að snúa því frekar í þá vegu að fólk haldi áfram að takast á en deili með orðum og geri ekki mótherja eða fólk á öndverðu meiði að svörnum óvinum sem eigi ekkert gott skilið. Og það verður verkefni þessa forseta að brúa bil og byggja brýr og hvetja til sátta frekar en sundrungar,“ sagði Guðni. Hann segir það liggja í augum uppi að í embætti forseta Bandaríkjanna hafi orð mikil áhrif. „Því meiri sem völdin eru því meira vægi hafa orðin og þá er brýnt að sá eða sú sem er á valdastóli þar vestra geri sér grein fyrir því.“ Sjálfur hitti Guðni aldrei Donald Trump, að minnsta kosti ekki á einkafundi, á meðan sá síðarnefndi gegndi embætti Bandaríkjaforseta. „Ég var einu sinni á samkomu, við viðburð þar sem við vorum í sama sal, þegar þess var minnst að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldar,“ sagði Guðni, en sá viðburður fór fram í París. Guðni átti aftur á móti stuttan fund með Mike Pence varaforseta þegar hann heimsótti Ísland árið 2019. Guðni Th. Jóhannesson átti fund í Höfða með Mike Pence, sem lét af embætti varaforseta Bandaríkjanna í dag, þegar hann sótti Ísland heim árið 2019.Vísir/Elín Margrét „Ég óska Biden alls velfarnaðar og hygg að það sé hið eina rétta, rétt eins og ég óskaði Donald Trump velfarnaðar þegar hann tók við embætti á sínum tíma,“ sagði Guðni. „Ég hygg nú að hvað okkur hér á Íslandi varði, þá munum við sjá að það munu aðrir vindar blása og ná hingað til lands. Það verður önnur afstaða til umhverfismála, það verður aukin áhersla á kynjajafnrétti, og kannski svo ég skjóti því hér inn í, að í sögulegu ljósi þá eru hin miklu tíðindi ekki síður þau að nú er varaforseti Bandaríkjanna kona, Kamala Harris, og það eru mikil og góð tíðindi að það hafi gerst núna í fyrsta sinn,“ sagði Guðni. Joe Biden Bandaríkin Forseti Íslands Reykjavík síðdegis Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
„Þetta er alltaf sögulegur viðburður og ekki kemur nú á óvart að hinn nýi forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, hafi lagt áherslu á einingu og samstöðu. Það eru svona þau atriði sem rata helst á blað þegar forsetaefni og aðstoðarfólk fara að semja ávarp af þessu tagi,“ sagði Guðni í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Forsetinn var spurður hvort hann ætti von á því að bjartari tímar væru framundan í Bandaríkjunum en nokkur sundrung hefur ríkt meðal þjóðarinnar í aðdraganda stjórnarskiptanna. „Við skulum að minnsta kosti vona það. Síðastliðin ár hafa einkennst af aukinni sundrungu og því er auðvitað áhyggjuefni að línurnar verða miklu skarpari og deilurnar illvígari og það er verkefni nýs forseta og annarra ráðamanna vestra að snúa því frekar í þá vegu að fólk haldi áfram að takast á en deili með orðum og geri ekki mótherja eða fólk á öndverðu meiði að svörnum óvinum sem eigi ekkert gott skilið. Og það verður verkefni þessa forseta að brúa bil og byggja brýr og hvetja til sátta frekar en sundrungar,“ sagði Guðni. Hann segir það liggja í augum uppi að í embætti forseta Bandaríkjanna hafi orð mikil áhrif. „Því meiri sem völdin eru því meira vægi hafa orðin og þá er brýnt að sá eða sú sem er á valdastóli þar vestra geri sér grein fyrir því.“ Sjálfur hitti Guðni aldrei Donald Trump, að minnsta kosti ekki á einkafundi, á meðan sá síðarnefndi gegndi embætti Bandaríkjaforseta. „Ég var einu sinni á samkomu, við viðburð þar sem við vorum í sama sal, þegar þess var minnst að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldar,“ sagði Guðni, en sá viðburður fór fram í París. Guðni átti aftur á móti stuttan fund með Mike Pence varaforseta þegar hann heimsótti Ísland árið 2019. Guðni Th. Jóhannesson átti fund í Höfða með Mike Pence, sem lét af embætti varaforseta Bandaríkjanna í dag, þegar hann sótti Ísland heim árið 2019.Vísir/Elín Margrét „Ég óska Biden alls velfarnaðar og hygg að það sé hið eina rétta, rétt eins og ég óskaði Donald Trump velfarnaðar þegar hann tók við embætti á sínum tíma,“ sagði Guðni. „Ég hygg nú að hvað okkur hér á Íslandi varði, þá munum við sjá að það munu aðrir vindar blása og ná hingað til lands. Það verður önnur afstaða til umhverfismála, það verður aukin áhersla á kynjajafnrétti, og kannski svo ég skjóti því hér inn í, að í sögulegu ljósi þá eru hin miklu tíðindi ekki síður þau að nú er varaforseti Bandaríkjanna kona, Kamala Harris, og það eru mikil og góð tíðindi að það hafi gerst núna í fyrsta sinn,“ sagði Guðni.
Joe Biden Bandaríkin Forseti Íslands Reykjavík síðdegis Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira