Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2021 12:29 Q-liðar stóðu margir í þeirri trú að innsetningarathöfnin í gær væri gildra og að Donald Trump myndi setja á herlög og handtaka leiðtoga Demókrataflokksins í massavís. AP/Andrew Harnik Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. Fylgjendur Qanon samsæriskenningarinnar töldu innsetningarathöfnina í gær vera gildru Trumps og áttu von á því að Trump myndi setja á herlög og senda hermenn til að handtaka leiðtoga Demókrata og aðra í massavís. Joe Biden sór þó embættiseið sinn sem forseti við rólega athöfn í gær og Donald Trump lét sig hverfa til Flórída. Enginn var handtekinn og ekkert varð úr spádómum og yfirlýsingum netverjans sem gengur undir nafninu Q. Sá á að hafa verið með aðgang að leynilegum upplýsingum innan ríkisstjórnar Trumps og verið með puttann á púlsinum varðandi baráttuna gegn djöfladýrkendunum. Margir svokallaðir samsæringar standa nú á krossgötum Stormurinn sem skellur aldrei á Það er í raun erfitt að fanga Qanon hreyfinguna en í einföldu máli er um að ræða fólk sem trúir/trúði því að Trump stæði í leynilegri baráttu við djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórni heiminum á bak við tjöldin. Þar að auki fylgja hreyfingunni aðrar innihaldslausar samsæriskenningar um skotárásir, bóluefni, að bylgjur frá 5G sendum valdi Covid-19 og ýmislegt annað. Þessi undarlega og stoðlausa samsæriskenning er í raun mynduð úr mörgum öðrum og tengist jafnvel Pizzagate samsæriskenningunni um að Demókratar hafi haldið börnum í búrum og níðst á þeim í kjallara pítsustaðar í Washington DC. Undanfarin ár hefur dularfull manneskja sem kallast Q lofað því að verið sé að varpa ljósi á þessa djöfladýrkendur og þau verði opinberuð og handtekin í einum stórum viðburði sem kallaður hefur verið „stormurinn“. Sá stormur átti að skella á í gær. Hér má sjá samantekt Guardian um það hvað Qanon er. Margir miður sín Sé mið tekið af spjallþráðum Qanon á netinu eru margir þeirra sem hafa fylgt samsæriskenningunni eftir miður sín. Reuters vísar til að mynda í umræðu á Telegram, þar sem 18.400 notendur eru skráðir. Þar var fólk á báðum áttum. Einhverjir hvöttu fólk til að treysta á áætlunina og aðrir töldu sig svikna. Það væri ljóst að það væri engin áætlun og Q væri ómarkverður. Sambærilegra sögu er að segja af öðrum spjallþráðum, þar sem Q-liðar skipast í hópa. Einhverjir virðast hafa gefist upp og aðrir grafa hælana dýpra. NBC News segir að Ron Watkins, sem hefur verið fyrirferðarmikill í tengslum við Qanon og stýrði upprunalega spjallþræðinum þar sem Q átti að hafa stigið fyrst fram á sjónarsviðið, virðist hafa lagt árar í bát í gær. Hann sendi rúmlega hundrað þúsund fylgjendum sínum þau skilaboð að þau hefði gert sitt besta og nú væri kominn tími til þess snúa aftur til eðlilegra lífa þeirra, eins og hægt væri. Fólk ætti góðar minningar og jafnvel vini vegna Q. Watkins og faðir hans Jim eru af mörgum sérfræðingum taldir vera Q. Þeir hafi í raun þóst vera Q og deilt skilaboðunum sem eiga að hafa komið frá innherjanum dularfulla. Kevin Roose er blaðamaður New York times og deildi hann skilaboðum Ron Watkins í gær. Ron Watkins, the former 8kun admin who helped keep QAnon afloat for years (and who some suspected of being Q himself), is throwing in the towel. pic.twitter.com/HJdBrOexO2— Kevin Roose (@kevinroose) January 20, 2021 Þá hefur NBC eftir sérfræðingi sem hefur fylgt samsæriskenningunni eftir að þeir aðilar sem hafi hagnast á fylgjendum hennar verji nú miklu púðri í að halda fylgjendum sínum. Það sé þó erfitt þar sem svo umfangsmikill spádómur hafi ekki ræst. Sérfræðingar óttast að fólk sem hafi aðhyllst Qanon en sé nú óráðið gæti auðveldlega dregist að annars konar öfgahópum eins og þjóðernissinnum og heimaræktuðum hryðjuverkamönnum. Í frétt NBC er haft eftir einum rannsakanda að þjóðernissinnar og nýnasistar séu þegar byrjaðir að láta að sér kveða á spjallþráðum Qanon og reyni að fá fólkið til að ganga til liðs við þá. Í frétt Washington Post segir að þó margir segist ósáttir við að „Stormurinn“ hafi ekki skollið á í gær hafi meirihluti þeirra fært markið til. Storminum hafi einungis verið frestað í þeirra augum og að herinn stjórni nú baráttunni. Aðrir telja að Trump gæti snúið aftur til Washington DC. Blaðamaðurinn Ben Collins hefur fylgst með Qanon hreyfingunni og segir öfgahópa og sértrúarsöfnuði geta laðað Q-liða til sín. Nýnasistar séu þegar byrjaðir. This is the real threat. Other extremist groups and cults can now absorb newly adrift, already radicalized people.It s already happening with neo-Nazis and white supremacists on Telegram, who are explicitly targeting disaffected Q follwers today using prewritten scripts. https://t.co/5EA7K7kiGn— Ben Collins (@oneunderscore__) January 20, 2021 Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Fylgjendur Qanon samsæriskenningarinnar töldu innsetningarathöfnina í gær vera gildru Trumps og áttu von á því að Trump myndi setja á herlög og senda hermenn til að handtaka leiðtoga Demókrata og aðra í massavís. Joe Biden sór þó embættiseið sinn sem forseti við rólega athöfn í gær og Donald Trump lét sig hverfa til Flórída. Enginn var handtekinn og ekkert varð úr spádómum og yfirlýsingum netverjans sem gengur undir nafninu Q. Sá á að hafa verið með aðgang að leynilegum upplýsingum innan ríkisstjórnar Trumps og verið með puttann á púlsinum varðandi baráttuna gegn djöfladýrkendunum. Margir svokallaðir samsæringar standa nú á krossgötum Stormurinn sem skellur aldrei á Það er í raun erfitt að fanga Qanon hreyfinguna en í einföldu máli er um að ræða fólk sem trúir/trúði því að Trump stæði í leynilegri baráttu við djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórni heiminum á bak við tjöldin. Þar að auki fylgja hreyfingunni aðrar innihaldslausar samsæriskenningar um skotárásir, bóluefni, að bylgjur frá 5G sendum valdi Covid-19 og ýmislegt annað. Þessi undarlega og stoðlausa samsæriskenning er í raun mynduð úr mörgum öðrum og tengist jafnvel Pizzagate samsæriskenningunni um að Demókratar hafi haldið börnum í búrum og níðst á þeim í kjallara pítsustaðar í Washington DC. Undanfarin ár hefur dularfull manneskja sem kallast Q lofað því að verið sé að varpa ljósi á þessa djöfladýrkendur og þau verði opinberuð og handtekin í einum stórum viðburði sem kallaður hefur verið „stormurinn“. Sá stormur átti að skella á í gær. Hér má sjá samantekt Guardian um það hvað Qanon er. Margir miður sín Sé mið tekið af spjallþráðum Qanon á netinu eru margir þeirra sem hafa fylgt samsæriskenningunni eftir miður sín. Reuters vísar til að mynda í umræðu á Telegram, þar sem 18.400 notendur eru skráðir. Þar var fólk á báðum áttum. Einhverjir hvöttu fólk til að treysta á áætlunina og aðrir töldu sig svikna. Það væri ljóst að það væri engin áætlun og Q væri ómarkverður. Sambærilegra sögu er að segja af öðrum spjallþráðum, þar sem Q-liðar skipast í hópa. Einhverjir virðast hafa gefist upp og aðrir grafa hælana dýpra. NBC News segir að Ron Watkins, sem hefur verið fyrirferðarmikill í tengslum við Qanon og stýrði upprunalega spjallþræðinum þar sem Q átti að hafa stigið fyrst fram á sjónarsviðið, virðist hafa lagt árar í bát í gær. Hann sendi rúmlega hundrað þúsund fylgjendum sínum þau skilaboð að þau hefði gert sitt besta og nú væri kominn tími til þess snúa aftur til eðlilegra lífa þeirra, eins og hægt væri. Fólk ætti góðar minningar og jafnvel vini vegna Q. Watkins og faðir hans Jim eru af mörgum sérfræðingum taldir vera Q. Þeir hafi í raun þóst vera Q og deilt skilaboðunum sem eiga að hafa komið frá innherjanum dularfulla. Kevin Roose er blaðamaður New York times og deildi hann skilaboðum Ron Watkins í gær. Ron Watkins, the former 8kun admin who helped keep QAnon afloat for years (and who some suspected of being Q himself), is throwing in the towel. pic.twitter.com/HJdBrOexO2— Kevin Roose (@kevinroose) January 20, 2021 Þá hefur NBC eftir sérfræðingi sem hefur fylgt samsæriskenningunni eftir að þeir aðilar sem hafi hagnast á fylgjendum hennar verji nú miklu púðri í að halda fylgjendum sínum. Það sé þó erfitt þar sem svo umfangsmikill spádómur hafi ekki ræst. Sérfræðingar óttast að fólk sem hafi aðhyllst Qanon en sé nú óráðið gæti auðveldlega dregist að annars konar öfgahópum eins og þjóðernissinnum og heimaræktuðum hryðjuverkamönnum. Í frétt NBC er haft eftir einum rannsakanda að þjóðernissinnar og nýnasistar séu þegar byrjaðir að láta að sér kveða á spjallþráðum Qanon og reyni að fá fólkið til að ganga til liðs við þá. Í frétt Washington Post segir að þó margir segist ósáttir við að „Stormurinn“ hafi ekki skollið á í gær hafi meirihluti þeirra fært markið til. Storminum hafi einungis verið frestað í þeirra augum og að herinn stjórni nú baráttunni. Aðrir telja að Trump gæti snúið aftur til Washington DC. Blaðamaðurinn Ben Collins hefur fylgst með Qanon hreyfingunni og segir öfgahópa og sértrúarsöfnuði geta laðað Q-liða til sín. Nýnasistar séu þegar byrjaðir. This is the real threat. Other extremist groups and cults can now absorb newly adrift, already radicalized people.It s already happening with neo-Nazis and white supremacists on Telegram, who are explicitly targeting disaffected Q follwers today using prewritten scripts. https://t.co/5EA7K7kiGn— Ben Collins (@oneunderscore__) January 20, 2021
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira