„Mér fannst þetta ljótur heimur og ég var hrædd við að eignast stelpu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. janúar 2021 13:00 Nadía Rut Reynisdóttir er ein af þeim sem deilir reynslu sinni af foreldrahlutverkinu í þáttunum Líf dafnar. Nadía er þolandi kynferðisofbeldis og hafði það áhrif á hennar upplifun af barneignarferlinu. Líf dafnar Konur sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfa oft að takast á við áfallið aftur og erfiðar tilfinningar þegar þær ganga í gegnum barneignarferli. Nadía Rut Reynisdóttir varð fyrir kynferðisofbeldi í útilegu með fjölskyldu sinni og vinafólki og sagði hún sína sögu í þættinum Líf dafnar sem sýndur var í gær. Athugið að eftirfarandi frásögn getur vakið upp óhug vegna lýsinga á kynferðisofbeldi. „Þetta er á tjaldsvæði og svo eru börnin svæfð og einn af eldri bræðrum vinar bróður míns sér um að passa. Það gengur bara voða vel og við bara sofnum inni í tjaldi og svo vakna ég við það að það er maður kominn inn í tjaldið. Við erum tvær stelpur sem liggjum þarna hlið við hlið og hann brýtur á mér kynferðislega.“ Vildi gleyma öllu strax Nadía segir að eins og margir þolendur kynferðisofbeldis, hafi hún frosið í þessum aðstæðum. „Ég horfi upp í loftið og veit ekkert hvað er að gerast. Ég var náttúrulega lítið barn, ég var fimm ára og var ennþá á leikskóla.“ Strákurinn sem var að passa barnahópinn kemur að þessu og bregst við og hendir manninum út úr tjaldinu. Í kjölfarið hringir hann á lögreglu. „Foreldrar mínir koma og við förum að gista annars staðar. Svo daginn eftir förum við beint í skýrslutöku hjá lögreglunni.“ Nadía segir að hún hafi strax farið í þann gír að vilja gleyma þessu öllu, en það sé þó ekki alltaf möguleiki. „Sama hvað maður reynir þá færðu þessa „triggera.“ Lykt til dæmis hjá mér er svakalegur trigger, ég má bara ekki finna ákveðna lykt og þá er ég bara komin inn í þetta tjald.“ Hluta af átakanlegri frásögn hennar má heyra í brotinu hér fyrir neðan. Klippa: Líf dafnar - Nadía Rut Reynisdóttir Af hverju ekki ég? Þessi erfiða lífsreynsla varð til þess að Nadía ákvað snemma að hún ætlaði ekki að eignast barn. „Mér fannst þetta ljótur heimur og ég var hrædd við að eignast stelpu og að þurfa að ganga í gegnum svona og hvað þá að vera foreldri, það er örugglega alveg jafn erfitt ef ekki erfiðara.“ Eftir að hitta annan þolanda kynferðisofbeldis sem var orðin móðir sjálf, fann hún að það væri kannski hægt og skipti á endanum um skoðun. „Ef að hún getur þetta og getur hugsað sér þetta, af hverju ekki ég?“ Ofbeldið sem hún varð fyrir í æsku hafði samt áhrif á hennar upplifun af barneignarferlinu og móðurhlutverkinu. Þetta nýja hlutverk hjálpaði henni líka á margan hátt að vinna úr þessu áfalli og loka því. Nadía íhugaði að eignast ekki barn, af ótta við að þurfa að ganga í gegnum þetta aftur. Hún óttaðist að dóttir sín myndi hugsanlega lenda í þessu líka.Líf dafnar Íhugaði að segja ekkert Nadía segir að það hafi hjálpað sér mikið í mæðraverndinni að segja ljósmóðurinni frá þessu. „Ég stoppaði alveg þegar hún spurði ljósmóðirin „Hefur þú orðið fyrir kynferðisofbeldi?“ og ég hugsaði mjög mikið á ég að segja henni það eða á ég bara að fara í gegnum þetta og láta sem ekkert sé? Því þannig hef ég í rauninni lifað mest af mínu lífi.“ Hún valdi að svara spurningunni játandi og hafði það mikil áhrif á hennar meðgöngu á jákvæðan hátt. Það byggði líka mjög sterkt traust á milli þeirra þegar ljósmóðirin bað um leyfi áður en hún skráði þetta í mæðraskrá Nadíu, sem fylgdi henni alla meðgönguna og í fæðinguna. „Ég naut meðgöngunnar minnar í botn, var ótrúlega heilbrigð líka af því að ég fór að hugsa svo vel um sjálfa mig út af barninu mínu.“ Ákveðin frelsun Vendipunkturinn var þegar hún ákvað að segja ljósmóðurinni að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. „Ég veit ekkert hvort að meðgangan hefði verið jafn ánægjuleg ef ég hefði ekki sagt henni það, maður bara svona frelsaðist.“ Nadía segir að hún geri sér grein fyrir því að hugsanlega þurfi hún að leita sér hjálpar fagaðila þegar kemur að því að láta dóttur sína frá sér í pössun og annað í framtíðinni. Í þættinum er einnig rætt um líkamsmynd á meðgöngu og eftir fæðingu, áhrif samfélagsmiðla, samanburð við aðra, mömmuhópa, brjóstagjöf og margt fleira. Þættirnir Líf dafnar eru sýndir á miðvikudögum á Stöð 2 og einnig er hægt að finna þá með og án texta á Stöð 2+ eftir að þeir eru sýndir. Í fyrsta þættinum af Líf Dafnar var fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö var fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er svo fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum er fjallað um raunina og uppeldi. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver í samstarfi við Eyland & Kamban fyrir Stöð 2 en þáttastjórnandi og leikstjóri er Andrea Eyland. Ofbeldi gegn börnum Líf dafnar Kviknar Frjósemi Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Þorði ekki að spyrja hvort að barnið myndi lifa“ Sigmundur Grétar Hermannsson og Eva Rún Guðmundsdóttir eiga saman þrjú börn. Dreng fæddan 2013 sem fæddist eftir 30 vikna meðgöngu, stúlku fædda 2015 eftir 32 vikna meðgöngu og svo eignuðust þau litla stúlku árið 2020 eftir fulla meðgöngu. 14. janúar 2021 17:30 Var með samviskubit í hálft ár yfir tengslarofinu „Þetta var æðislegt en örugglega svona fyrstu fimm, sex mánuðina gekk mér illa að ná þessari tengingu,“ segir Gunnar Helgason um tengslamyndunina eftir að hann varð faðir í fyrsta skipti. 7. janúar 2021 16:30 „Magnað hvað fólk er tilbúið að deila eigin reynslu í þágu annarra“ „Þetta eru innilega persónulegir þættir þar sem foreldrar og sérfræðingar ræða við okkur um raunina að eignast börn, bæði í gleði og sorg,“ segir þáttastjórnandinn Andrea Eyland um þættina Líf dafnar, sem fara af stað í kvöld. 6. janúar 2021 14:03 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Athugið að eftirfarandi frásögn getur vakið upp óhug vegna lýsinga á kynferðisofbeldi. „Þetta er á tjaldsvæði og svo eru börnin svæfð og einn af eldri bræðrum vinar bróður míns sér um að passa. Það gengur bara voða vel og við bara sofnum inni í tjaldi og svo vakna ég við það að það er maður kominn inn í tjaldið. Við erum tvær stelpur sem liggjum þarna hlið við hlið og hann brýtur á mér kynferðislega.“ Vildi gleyma öllu strax Nadía segir að eins og margir þolendur kynferðisofbeldis, hafi hún frosið í þessum aðstæðum. „Ég horfi upp í loftið og veit ekkert hvað er að gerast. Ég var náttúrulega lítið barn, ég var fimm ára og var ennþá á leikskóla.“ Strákurinn sem var að passa barnahópinn kemur að þessu og bregst við og hendir manninum út úr tjaldinu. Í kjölfarið hringir hann á lögreglu. „Foreldrar mínir koma og við förum að gista annars staðar. Svo daginn eftir förum við beint í skýrslutöku hjá lögreglunni.“ Nadía segir að hún hafi strax farið í þann gír að vilja gleyma þessu öllu, en það sé þó ekki alltaf möguleiki. „Sama hvað maður reynir þá færðu þessa „triggera.“ Lykt til dæmis hjá mér er svakalegur trigger, ég má bara ekki finna ákveðna lykt og þá er ég bara komin inn í þetta tjald.“ Hluta af átakanlegri frásögn hennar má heyra í brotinu hér fyrir neðan. Klippa: Líf dafnar - Nadía Rut Reynisdóttir Af hverju ekki ég? Þessi erfiða lífsreynsla varð til þess að Nadía ákvað snemma að hún ætlaði ekki að eignast barn. „Mér fannst þetta ljótur heimur og ég var hrædd við að eignast stelpu og að þurfa að ganga í gegnum svona og hvað þá að vera foreldri, það er örugglega alveg jafn erfitt ef ekki erfiðara.“ Eftir að hitta annan þolanda kynferðisofbeldis sem var orðin móðir sjálf, fann hún að það væri kannski hægt og skipti á endanum um skoðun. „Ef að hún getur þetta og getur hugsað sér þetta, af hverju ekki ég?“ Ofbeldið sem hún varð fyrir í æsku hafði samt áhrif á hennar upplifun af barneignarferlinu og móðurhlutverkinu. Þetta nýja hlutverk hjálpaði henni líka á margan hátt að vinna úr þessu áfalli og loka því. Nadía íhugaði að eignast ekki barn, af ótta við að þurfa að ganga í gegnum þetta aftur. Hún óttaðist að dóttir sín myndi hugsanlega lenda í þessu líka.Líf dafnar Íhugaði að segja ekkert Nadía segir að það hafi hjálpað sér mikið í mæðraverndinni að segja ljósmóðurinni frá þessu. „Ég stoppaði alveg þegar hún spurði ljósmóðirin „Hefur þú orðið fyrir kynferðisofbeldi?“ og ég hugsaði mjög mikið á ég að segja henni það eða á ég bara að fara í gegnum þetta og láta sem ekkert sé? Því þannig hef ég í rauninni lifað mest af mínu lífi.“ Hún valdi að svara spurningunni játandi og hafði það mikil áhrif á hennar meðgöngu á jákvæðan hátt. Það byggði líka mjög sterkt traust á milli þeirra þegar ljósmóðirin bað um leyfi áður en hún skráði þetta í mæðraskrá Nadíu, sem fylgdi henni alla meðgönguna og í fæðinguna. „Ég naut meðgöngunnar minnar í botn, var ótrúlega heilbrigð líka af því að ég fór að hugsa svo vel um sjálfa mig út af barninu mínu.“ Ákveðin frelsun Vendipunkturinn var þegar hún ákvað að segja ljósmóðurinni að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. „Ég veit ekkert hvort að meðgangan hefði verið jafn ánægjuleg ef ég hefði ekki sagt henni það, maður bara svona frelsaðist.“ Nadía segir að hún geri sér grein fyrir því að hugsanlega þurfi hún að leita sér hjálpar fagaðila þegar kemur að því að láta dóttur sína frá sér í pössun og annað í framtíðinni. Í þættinum er einnig rætt um líkamsmynd á meðgöngu og eftir fæðingu, áhrif samfélagsmiðla, samanburð við aðra, mömmuhópa, brjóstagjöf og margt fleira. Þættirnir Líf dafnar eru sýndir á miðvikudögum á Stöð 2 og einnig er hægt að finna þá með og án texta á Stöð 2+ eftir að þeir eru sýndir. Í fyrsta þættinum af Líf Dafnar var fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö var fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er svo fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum er fjallað um raunina og uppeldi. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver í samstarfi við Eyland & Kamban fyrir Stöð 2 en þáttastjórnandi og leikstjóri er Andrea Eyland.
Í fyrsta þættinum af Líf Dafnar var fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö var fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er svo fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum er fjallað um raunina og uppeldi. Þættirnir eru framleiddir af Glassriver í samstarfi við Eyland & Kamban fyrir Stöð 2 en þáttastjórnandi og leikstjóri er Andrea Eyland.
Ofbeldi gegn börnum Líf dafnar Kviknar Frjósemi Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Þorði ekki að spyrja hvort að barnið myndi lifa“ Sigmundur Grétar Hermannsson og Eva Rún Guðmundsdóttir eiga saman þrjú börn. Dreng fæddan 2013 sem fæddist eftir 30 vikna meðgöngu, stúlku fædda 2015 eftir 32 vikna meðgöngu og svo eignuðust þau litla stúlku árið 2020 eftir fulla meðgöngu. 14. janúar 2021 17:30 Var með samviskubit í hálft ár yfir tengslarofinu „Þetta var æðislegt en örugglega svona fyrstu fimm, sex mánuðina gekk mér illa að ná þessari tengingu,“ segir Gunnar Helgason um tengslamyndunina eftir að hann varð faðir í fyrsta skipti. 7. janúar 2021 16:30 „Magnað hvað fólk er tilbúið að deila eigin reynslu í þágu annarra“ „Þetta eru innilega persónulegir þættir þar sem foreldrar og sérfræðingar ræða við okkur um raunina að eignast börn, bæði í gleði og sorg,“ segir þáttastjórnandinn Andrea Eyland um þættina Líf dafnar, sem fara af stað í kvöld. 6. janúar 2021 14:03 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
„Þorði ekki að spyrja hvort að barnið myndi lifa“ Sigmundur Grétar Hermannsson og Eva Rún Guðmundsdóttir eiga saman þrjú börn. Dreng fæddan 2013 sem fæddist eftir 30 vikna meðgöngu, stúlku fædda 2015 eftir 32 vikna meðgöngu og svo eignuðust þau litla stúlku árið 2020 eftir fulla meðgöngu. 14. janúar 2021 17:30
Var með samviskubit í hálft ár yfir tengslarofinu „Þetta var æðislegt en örugglega svona fyrstu fimm, sex mánuðina gekk mér illa að ná þessari tengingu,“ segir Gunnar Helgason um tengslamyndunina eftir að hann varð faðir í fyrsta skipti. 7. janúar 2021 16:30
„Magnað hvað fólk er tilbúið að deila eigin reynslu í þágu annarra“ „Þetta eru innilega persónulegir þættir þar sem foreldrar og sérfræðingar ræða við okkur um raunina að eignast börn, bæði í gleði og sorg,“ segir þáttastjórnandinn Andrea Eyland um þættina Líf dafnar, sem fara af stað í kvöld. 6. janúar 2021 14:03