Framfarir eða fullyrðingar? Þóra Björg Jónsdóttir skrifar 21. janúar 2021 13:31 Enn einn vinnudagurinn að hefjast. Ég sæki mér fyrsta kaffibollann og sest við tölvuna. Ýmislegt sem liggur fyrir í dag. Ég var beðin að byrja á að skoða eitt mikilvægt verkefni þar sem okkur gengur ekki nógu vel. Ég er nú alveg slök yfir því. Við í minni deild erum nefnilega ekki mikið fyrir greiningar, þær eru bara til að búa til vandamál úr hlutunum. Þá er hringt úr skólanum. Gunni minn er búinn að vera eitthvað ómögulegur. Hann haltrar af og til og kvartar undan verk í ökklanum. Stundum grætur hann af vanlíðan. Þetta er ekki fyrsta símtalið. Gunni stendur sig alls ekki nógu vel í íþróttum og er ekki að gera sitt besta. Kennarinn nefnir núna að það gæti verið ástæða til að láta skoða fótinn á honum, jafnvel taka mynd því þetta er búið að vera ansi lengi svona. Ég bara hugsa mitt og kveð kennarann. Þetta líður örugglega hjá, við erum ekki mikið fyrir að búa til vandamál í minni fjölskyldu og ekki hrifin af svona greiningum. *** Við erum víst ekki öll mikið fyrir greiningar, sérstaklega ekki þegar kemur að andlegum áskorunum fólks og sér í lagi barna. Reglulega koma fram setningar sem eru klappaðar upp í nokkurs konar hringekju. Þetta eru fullyrðingar sem snúa að því að það sé of mikið um greiningar, skólakerfið sé úrelt og fleira í þessum dúr. Á meðan hringekjan er í gangi er hins vegar fjöldi manns að leggja sig fram við að bæta líðan barna og styðja við þau – hjá ríki og sveitarfélögum, á heimilum, í skólum og víðar. Það er ekki allt í beinni útsendingu en það er samt gert. Fullyrðingarnar eru háværar, oft samhengislausar og ekki beint hvetjandi. Hvernig væri að ná uppbyggilegri umræðu? Hlusta á þau sem geta frætt og spyrja þeirra spurninga sem kunna að vakna. Hér eru til dæmis nokkrar sem gætu verið gagnlegar í slíkri umræðu: Hvaða tilgangi þjóna greiningar? Hvernig getum við vitað hvaða leið er best til að mæta þörfum barns með andlegar áskoranir? Hvernig getum við vitað hvaða leið er best til að mæta þörfum barns með líkamlegar áskoranir? Hvað geta foreldrar og aðrir aðstandendur barna, til dæmis með ADHD og einhverfu, gert til að styðja við þau? Taka öll börn sem hafa farið í gegnum greiningarferli lyf? Hvernig virka lyf fyrir þau sem eru með ADHD? Hvernig geta skólar mætt þörfum barna með andlegar áskoranir? Hvað úrræði eru í boði? Hvernig getur skólakerfið mætt þörfum allra barna sem best svo þeim geti liðið vel og gengið vel í námi? Staðreyndin er vissulega sú að margir einstaklingar hafa upplifað vanlíðan á skólagöngunni og skort á því að tekið væri tillit til þarfa þeirra. Það snýr bæði að líðan og námsárangri, ekki alltaf hvorutveggja samtímis. Öll sem hafa áhuga á velferð barna hljóta að vilja frasalausa umræðu og markvissar aðgerðir þegar það liggur fyrir hvað er mest aðkallandi og hvað er líklegt til að skila mestum árangri bæði varðandi líðan og námsárangur. Ef við teljum vera tækifæri til að gera betur eigum við þá ekki að verja orkunni í það eða ætlum við bara að eyða henni í næsta hring umræðunnar? Hvaða tilgangi þjónar að grípa sömu fullyrðingarnar á lofti aftur og aftur? Stoppum þessa hringekju. Tökum þátt í uppbyggilegri umræðu – hlustum, spyrjum spurninga og leitum bestu leiðanna til að styðja við öll börn svo þeim líði vel og gangi vel. Höfundur er móðir, markþjálfi og lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Enn einn vinnudagurinn að hefjast. Ég sæki mér fyrsta kaffibollann og sest við tölvuna. Ýmislegt sem liggur fyrir í dag. Ég var beðin að byrja á að skoða eitt mikilvægt verkefni þar sem okkur gengur ekki nógu vel. Ég er nú alveg slök yfir því. Við í minni deild erum nefnilega ekki mikið fyrir greiningar, þær eru bara til að búa til vandamál úr hlutunum. Þá er hringt úr skólanum. Gunni minn er búinn að vera eitthvað ómögulegur. Hann haltrar af og til og kvartar undan verk í ökklanum. Stundum grætur hann af vanlíðan. Þetta er ekki fyrsta símtalið. Gunni stendur sig alls ekki nógu vel í íþróttum og er ekki að gera sitt besta. Kennarinn nefnir núna að það gæti verið ástæða til að láta skoða fótinn á honum, jafnvel taka mynd því þetta er búið að vera ansi lengi svona. Ég bara hugsa mitt og kveð kennarann. Þetta líður örugglega hjá, við erum ekki mikið fyrir að búa til vandamál í minni fjölskyldu og ekki hrifin af svona greiningum. *** Við erum víst ekki öll mikið fyrir greiningar, sérstaklega ekki þegar kemur að andlegum áskorunum fólks og sér í lagi barna. Reglulega koma fram setningar sem eru klappaðar upp í nokkurs konar hringekju. Þetta eru fullyrðingar sem snúa að því að það sé of mikið um greiningar, skólakerfið sé úrelt og fleira í þessum dúr. Á meðan hringekjan er í gangi er hins vegar fjöldi manns að leggja sig fram við að bæta líðan barna og styðja við þau – hjá ríki og sveitarfélögum, á heimilum, í skólum og víðar. Það er ekki allt í beinni útsendingu en það er samt gert. Fullyrðingarnar eru háværar, oft samhengislausar og ekki beint hvetjandi. Hvernig væri að ná uppbyggilegri umræðu? Hlusta á þau sem geta frætt og spyrja þeirra spurninga sem kunna að vakna. Hér eru til dæmis nokkrar sem gætu verið gagnlegar í slíkri umræðu: Hvaða tilgangi þjóna greiningar? Hvernig getum við vitað hvaða leið er best til að mæta þörfum barns með andlegar áskoranir? Hvernig getum við vitað hvaða leið er best til að mæta þörfum barns með líkamlegar áskoranir? Hvað geta foreldrar og aðrir aðstandendur barna, til dæmis með ADHD og einhverfu, gert til að styðja við þau? Taka öll börn sem hafa farið í gegnum greiningarferli lyf? Hvernig virka lyf fyrir þau sem eru með ADHD? Hvernig geta skólar mætt þörfum barna með andlegar áskoranir? Hvað úrræði eru í boði? Hvernig getur skólakerfið mætt þörfum allra barna sem best svo þeim geti liðið vel og gengið vel í námi? Staðreyndin er vissulega sú að margir einstaklingar hafa upplifað vanlíðan á skólagöngunni og skort á því að tekið væri tillit til þarfa þeirra. Það snýr bæði að líðan og námsárangri, ekki alltaf hvorutveggja samtímis. Öll sem hafa áhuga á velferð barna hljóta að vilja frasalausa umræðu og markvissar aðgerðir þegar það liggur fyrir hvað er mest aðkallandi og hvað er líklegt til að skila mestum árangri bæði varðandi líðan og námsárangur. Ef við teljum vera tækifæri til að gera betur eigum við þá ekki að verja orkunni í það eða ætlum við bara að eyða henni í næsta hring umræðunnar? Hvaða tilgangi þjónar að grípa sömu fullyrðingarnar á lofti aftur og aftur? Stoppum þessa hringekju. Tökum þátt í uppbyggilegri umræðu – hlustum, spyrjum spurninga og leitum bestu leiðanna til að styðja við öll börn svo þeim líði vel og gangi vel. Höfundur er móðir, markþjálfi og lögfræðingur.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar