Þurfum að vera búin undir veirustofna sem sleppa undan bóluefni Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2021 14:29 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Sóttvarnalæknir segir að fólk þurfi að búa sig undir það að stofnar kórónuveirunnar komi fram, sem bóluefni bíti ekki á. Ekki sé heldur ljóst hversu lengi ónæmi af þeim bóluefnum sem leyfi hafa fengist fyrir vari lengi og ekki útilokað að bólusettir þurfi aftur í bólusetningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður út í bóluefnismál á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Ísland hefur tryggt sér bóluefnisskammta fyrir yfir hálfa milljón manns frá nokkrum framleiðendum. Íslendingar eru þó ekki nema rúmlega 300 þúsund talsins. „Hugsunin á bak við það aðallega sú að ef eitthvað skyldi koma upp hjá einhverjum framleiðanda værum við samt sem áður með tryggt magn af bóluefni,“ sagði Þórólfur um þessi umframkaup á bóluefnisskömmtum. Inntur eftir því hvort þeir sem fengið hafa bólusetningu gætu þurft bólusetningu aftur sagði Þórólfur það mögulegt. „Það er alls ekkert útilokað, það getur vel verið, og það er ein af þessum rannsóknarspurningum sem þarf að svara; hvað endist ónæmið lengi? Venjulega þarf ekki að gefa fljótt annan skammt en það verður eiginlega bara að koma í ljós hvort það þarf og þess vegna er nauðsynlegt að fylgjast með því mjög náið,“ sagði Þórólfur. Fleiri spurningum um ónæmi og virkni bóluefnanna væri jafnframt ósvarað, til að mynda hvort bóluefnin virki gegn öllum stofnum veirunnar. Þórólfur benti þó á að ekkert væri enn komið fram sem benti til þess að bóluefni virkuðu ekki gegn stofnum sem kenndir hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. „Það er líka spurning hvort munu koma upp stofnar af veirunni sem sleppa undan bólusetningunni, og er það eitthvað mismunandi milli bóluefna? Við vitum þetta ekki enn þá. Til dæmis þessi breski stofn og suðurafríski, það eru ekki enn þá komnar neinar vísbendingar um að þessir stofnar sleppi undan bóluefninu. En það gæti verið og við þurfum alveg að vera undir það búin.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Fáum heldur færri skammta frá Pfizer næstu vikur en gert var ráð fyrir Heldur færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer gegn kórónuveirunni koma til landsins á næstu vikum en gert var ráð fyrir. Skorturinn verður hins vegar bættur upp í mars og heildarfjöldi skammta í marslok verður því óbreyttur frá því sem áætlað var. 21. janúar 2021 11:18 Fjórir greindust innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir ekki. 21. janúar 2021 10:40 Rafræn bólusetningarvottorð aðgengileg á morgun Þeir fyrstu sem fengu bólusetningu við covid-19 hér á landi fá sína seinni sprautu í dag og á morgun. Embætti landlæknis leggur nú lokahönd á rafræna lausn sem á að gera fólki kleift að nálgast bólusetningarvottorð í gegnum netið á heimasíðunni heilsuvera.is. 20. janúar 2021 18:24 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður út í bóluefnismál á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Ísland hefur tryggt sér bóluefnisskammta fyrir yfir hálfa milljón manns frá nokkrum framleiðendum. Íslendingar eru þó ekki nema rúmlega 300 þúsund talsins. „Hugsunin á bak við það aðallega sú að ef eitthvað skyldi koma upp hjá einhverjum framleiðanda værum við samt sem áður með tryggt magn af bóluefni,“ sagði Þórólfur um þessi umframkaup á bóluefnisskömmtum. Inntur eftir því hvort þeir sem fengið hafa bólusetningu gætu þurft bólusetningu aftur sagði Þórólfur það mögulegt. „Það er alls ekkert útilokað, það getur vel verið, og það er ein af þessum rannsóknarspurningum sem þarf að svara; hvað endist ónæmið lengi? Venjulega þarf ekki að gefa fljótt annan skammt en það verður eiginlega bara að koma í ljós hvort það þarf og þess vegna er nauðsynlegt að fylgjast með því mjög náið,“ sagði Þórólfur. Fleiri spurningum um ónæmi og virkni bóluefnanna væri jafnframt ósvarað, til að mynda hvort bóluefnin virki gegn öllum stofnum veirunnar. Þórólfur benti þó á að ekkert væri enn komið fram sem benti til þess að bóluefni virkuðu ekki gegn stofnum sem kenndir hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. „Það er líka spurning hvort munu koma upp stofnar af veirunni sem sleppa undan bólusetningunni, og er það eitthvað mismunandi milli bóluefna? Við vitum þetta ekki enn þá. Til dæmis þessi breski stofn og suðurafríski, það eru ekki enn þá komnar neinar vísbendingar um að þessir stofnar sleppi undan bóluefninu. En það gæti verið og við þurfum alveg að vera undir það búin.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Fáum heldur færri skammta frá Pfizer næstu vikur en gert var ráð fyrir Heldur færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer gegn kórónuveirunni koma til landsins á næstu vikum en gert var ráð fyrir. Skorturinn verður hins vegar bættur upp í mars og heildarfjöldi skammta í marslok verður því óbreyttur frá því sem áætlað var. 21. janúar 2021 11:18 Fjórir greindust innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir ekki. 21. janúar 2021 10:40 Rafræn bólusetningarvottorð aðgengileg á morgun Þeir fyrstu sem fengu bólusetningu við covid-19 hér á landi fá sína seinni sprautu í dag og á morgun. Embætti landlæknis leggur nú lokahönd á rafræna lausn sem á að gera fólki kleift að nálgast bólusetningarvottorð í gegnum netið á heimasíðunni heilsuvera.is. 20. janúar 2021 18:24 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Sjá meira
Fáum heldur færri skammta frá Pfizer næstu vikur en gert var ráð fyrir Heldur færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer gegn kórónuveirunni koma til landsins á næstu vikum en gert var ráð fyrir. Skorturinn verður hins vegar bættur upp í mars og heildarfjöldi skammta í marslok verður því óbreyttur frá því sem áætlað var. 21. janúar 2021 11:18
Fjórir greindust innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir ekki. 21. janúar 2021 10:40
Rafræn bólusetningarvottorð aðgengileg á morgun Þeir fyrstu sem fengu bólusetningu við covid-19 hér á landi fá sína seinni sprautu í dag og á morgun. Embætti landlæknis leggur nú lokahönd á rafræna lausn sem á að gera fólki kleift að nálgast bólusetningarvottorð í gegnum netið á heimasíðunni heilsuvera.is. 20. janúar 2021 18:24