Þurfum að vera búin undir veirustofna sem sleppa undan bóluefni Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2021 14:29 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Sóttvarnalæknir segir að fólk þurfi að búa sig undir það að stofnar kórónuveirunnar komi fram, sem bóluefni bíti ekki á. Ekki sé heldur ljóst hversu lengi ónæmi af þeim bóluefnum sem leyfi hafa fengist fyrir vari lengi og ekki útilokað að bólusettir þurfi aftur í bólusetningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður út í bóluefnismál á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Ísland hefur tryggt sér bóluefnisskammta fyrir yfir hálfa milljón manns frá nokkrum framleiðendum. Íslendingar eru þó ekki nema rúmlega 300 þúsund talsins. „Hugsunin á bak við það aðallega sú að ef eitthvað skyldi koma upp hjá einhverjum framleiðanda værum við samt sem áður með tryggt magn af bóluefni,“ sagði Þórólfur um þessi umframkaup á bóluefnisskömmtum. Inntur eftir því hvort þeir sem fengið hafa bólusetningu gætu þurft bólusetningu aftur sagði Þórólfur það mögulegt. „Það er alls ekkert útilokað, það getur vel verið, og það er ein af þessum rannsóknarspurningum sem þarf að svara; hvað endist ónæmið lengi? Venjulega þarf ekki að gefa fljótt annan skammt en það verður eiginlega bara að koma í ljós hvort það þarf og þess vegna er nauðsynlegt að fylgjast með því mjög náið,“ sagði Þórólfur. Fleiri spurningum um ónæmi og virkni bóluefnanna væri jafnframt ósvarað, til að mynda hvort bóluefnin virki gegn öllum stofnum veirunnar. Þórólfur benti þó á að ekkert væri enn komið fram sem benti til þess að bóluefni virkuðu ekki gegn stofnum sem kenndir hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. „Það er líka spurning hvort munu koma upp stofnar af veirunni sem sleppa undan bólusetningunni, og er það eitthvað mismunandi milli bóluefna? Við vitum þetta ekki enn þá. Til dæmis þessi breski stofn og suðurafríski, það eru ekki enn þá komnar neinar vísbendingar um að þessir stofnar sleppi undan bóluefninu. En það gæti verið og við þurfum alveg að vera undir það búin.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Fáum heldur færri skammta frá Pfizer næstu vikur en gert var ráð fyrir Heldur færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer gegn kórónuveirunni koma til landsins á næstu vikum en gert var ráð fyrir. Skorturinn verður hins vegar bættur upp í mars og heildarfjöldi skammta í marslok verður því óbreyttur frá því sem áætlað var. 21. janúar 2021 11:18 Fjórir greindust innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir ekki. 21. janúar 2021 10:40 Rafræn bólusetningarvottorð aðgengileg á morgun Þeir fyrstu sem fengu bólusetningu við covid-19 hér á landi fá sína seinni sprautu í dag og á morgun. Embætti landlæknis leggur nú lokahönd á rafræna lausn sem á að gera fólki kleift að nálgast bólusetningarvottorð í gegnum netið á heimasíðunni heilsuvera.is. 20. janúar 2021 18:24 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður út í bóluefnismál á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Ísland hefur tryggt sér bóluefnisskammta fyrir yfir hálfa milljón manns frá nokkrum framleiðendum. Íslendingar eru þó ekki nema rúmlega 300 þúsund talsins. „Hugsunin á bak við það aðallega sú að ef eitthvað skyldi koma upp hjá einhverjum framleiðanda værum við samt sem áður með tryggt magn af bóluefni,“ sagði Þórólfur um þessi umframkaup á bóluefnisskömmtum. Inntur eftir því hvort þeir sem fengið hafa bólusetningu gætu þurft bólusetningu aftur sagði Þórólfur það mögulegt. „Það er alls ekkert útilokað, það getur vel verið, og það er ein af þessum rannsóknarspurningum sem þarf að svara; hvað endist ónæmið lengi? Venjulega þarf ekki að gefa fljótt annan skammt en það verður eiginlega bara að koma í ljós hvort það þarf og þess vegna er nauðsynlegt að fylgjast með því mjög náið,“ sagði Þórólfur. Fleiri spurningum um ónæmi og virkni bóluefnanna væri jafnframt ósvarað, til að mynda hvort bóluefnin virki gegn öllum stofnum veirunnar. Þórólfur benti þó á að ekkert væri enn komið fram sem benti til þess að bóluefni virkuðu ekki gegn stofnum sem kenndir hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. „Það er líka spurning hvort munu koma upp stofnar af veirunni sem sleppa undan bólusetningunni, og er það eitthvað mismunandi milli bóluefna? Við vitum þetta ekki enn þá. Til dæmis þessi breski stofn og suðurafríski, það eru ekki enn þá komnar neinar vísbendingar um að þessir stofnar sleppi undan bóluefninu. En það gæti verið og við þurfum alveg að vera undir það búin.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Fáum heldur færri skammta frá Pfizer næstu vikur en gert var ráð fyrir Heldur færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer gegn kórónuveirunni koma til landsins á næstu vikum en gert var ráð fyrir. Skorturinn verður hins vegar bættur upp í mars og heildarfjöldi skammta í marslok verður því óbreyttur frá því sem áætlað var. 21. janúar 2021 11:18 Fjórir greindust innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir ekki. 21. janúar 2021 10:40 Rafræn bólusetningarvottorð aðgengileg á morgun Þeir fyrstu sem fengu bólusetningu við covid-19 hér á landi fá sína seinni sprautu í dag og á morgun. Embætti landlæknis leggur nú lokahönd á rafræna lausn sem á að gera fólki kleift að nálgast bólusetningarvottorð í gegnum netið á heimasíðunni heilsuvera.is. 20. janúar 2021 18:24 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Fáum heldur færri skammta frá Pfizer næstu vikur en gert var ráð fyrir Heldur færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer gegn kórónuveirunni koma til landsins á næstu vikum en gert var ráð fyrir. Skorturinn verður hins vegar bættur upp í mars og heildarfjöldi skammta í marslok verður því óbreyttur frá því sem áætlað var. 21. janúar 2021 11:18
Fjórir greindust innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir ekki. 21. janúar 2021 10:40
Rafræn bólusetningarvottorð aðgengileg á morgun Þeir fyrstu sem fengu bólusetningu við covid-19 hér á landi fá sína seinni sprautu í dag og á morgun. Embætti landlæknis leggur nú lokahönd á rafræna lausn sem á að gera fólki kleift að nálgast bólusetningarvottorð í gegnum netið á heimasíðunni heilsuvera.is. 20. janúar 2021 18:24