Þurfum að vera búin undir veirustofna sem sleppa undan bóluefni Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2021 14:29 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Sóttvarnalæknir segir að fólk þurfi að búa sig undir það að stofnar kórónuveirunnar komi fram, sem bóluefni bíti ekki á. Ekki sé heldur ljóst hversu lengi ónæmi af þeim bóluefnum sem leyfi hafa fengist fyrir vari lengi og ekki útilokað að bólusettir þurfi aftur í bólusetningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður út í bóluefnismál á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Ísland hefur tryggt sér bóluefnisskammta fyrir yfir hálfa milljón manns frá nokkrum framleiðendum. Íslendingar eru þó ekki nema rúmlega 300 þúsund talsins. „Hugsunin á bak við það aðallega sú að ef eitthvað skyldi koma upp hjá einhverjum framleiðanda værum við samt sem áður með tryggt magn af bóluefni,“ sagði Þórólfur um þessi umframkaup á bóluefnisskömmtum. Inntur eftir því hvort þeir sem fengið hafa bólusetningu gætu þurft bólusetningu aftur sagði Þórólfur það mögulegt. „Það er alls ekkert útilokað, það getur vel verið, og það er ein af þessum rannsóknarspurningum sem þarf að svara; hvað endist ónæmið lengi? Venjulega þarf ekki að gefa fljótt annan skammt en það verður eiginlega bara að koma í ljós hvort það þarf og þess vegna er nauðsynlegt að fylgjast með því mjög náið,“ sagði Þórólfur. Fleiri spurningum um ónæmi og virkni bóluefnanna væri jafnframt ósvarað, til að mynda hvort bóluefnin virki gegn öllum stofnum veirunnar. Þórólfur benti þó á að ekkert væri enn komið fram sem benti til þess að bóluefni virkuðu ekki gegn stofnum sem kenndir hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. „Það er líka spurning hvort munu koma upp stofnar af veirunni sem sleppa undan bólusetningunni, og er það eitthvað mismunandi milli bóluefna? Við vitum þetta ekki enn þá. Til dæmis þessi breski stofn og suðurafríski, það eru ekki enn þá komnar neinar vísbendingar um að þessir stofnar sleppi undan bóluefninu. En það gæti verið og við þurfum alveg að vera undir það búin.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Fáum heldur færri skammta frá Pfizer næstu vikur en gert var ráð fyrir Heldur færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer gegn kórónuveirunni koma til landsins á næstu vikum en gert var ráð fyrir. Skorturinn verður hins vegar bættur upp í mars og heildarfjöldi skammta í marslok verður því óbreyttur frá því sem áætlað var. 21. janúar 2021 11:18 Fjórir greindust innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir ekki. 21. janúar 2021 10:40 Rafræn bólusetningarvottorð aðgengileg á morgun Þeir fyrstu sem fengu bólusetningu við covid-19 hér á landi fá sína seinni sprautu í dag og á morgun. Embætti landlæknis leggur nú lokahönd á rafræna lausn sem á að gera fólki kleift að nálgast bólusetningarvottorð í gegnum netið á heimasíðunni heilsuvera.is. 20. janúar 2021 18:24 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður út í bóluefnismál á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Ísland hefur tryggt sér bóluefnisskammta fyrir yfir hálfa milljón manns frá nokkrum framleiðendum. Íslendingar eru þó ekki nema rúmlega 300 þúsund talsins. „Hugsunin á bak við það aðallega sú að ef eitthvað skyldi koma upp hjá einhverjum framleiðanda værum við samt sem áður með tryggt magn af bóluefni,“ sagði Þórólfur um þessi umframkaup á bóluefnisskömmtum. Inntur eftir því hvort þeir sem fengið hafa bólusetningu gætu þurft bólusetningu aftur sagði Þórólfur það mögulegt. „Það er alls ekkert útilokað, það getur vel verið, og það er ein af þessum rannsóknarspurningum sem þarf að svara; hvað endist ónæmið lengi? Venjulega þarf ekki að gefa fljótt annan skammt en það verður eiginlega bara að koma í ljós hvort það þarf og þess vegna er nauðsynlegt að fylgjast með því mjög náið,“ sagði Þórólfur. Fleiri spurningum um ónæmi og virkni bóluefnanna væri jafnframt ósvarað, til að mynda hvort bóluefnin virki gegn öllum stofnum veirunnar. Þórólfur benti þó á að ekkert væri enn komið fram sem benti til þess að bóluefni virkuðu ekki gegn stofnum sem kenndir hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. „Það er líka spurning hvort munu koma upp stofnar af veirunni sem sleppa undan bólusetningunni, og er það eitthvað mismunandi milli bóluefna? Við vitum þetta ekki enn þá. Til dæmis þessi breski stofn og suðurafríski, það eru ekki enn þá komnar neinar vísbendingar um að þessir stofnar sleppi undan bóluefninu. En það gæti verið og við þurfum alveg að vera undir það búin.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Fáum heldur færri skammta frá Pfizer næstu vikur en gert var ráð fyrir Heldur færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer gegn kórónuveirunni koma til landsins á næstu vikum en gert var ráð fyrir. Skorturinn verður hins vegar bættur upp í mars og heildarfjöldi skammta í marslok verður því óbreyttur frá því sem áætlað var. 21. janúar 2021 11:18 Fjórir greindust innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir ekki. 21. janúar 2021 10:40 Rafræn bólusetningarvottorð aðgengileg á morgun Þeir fyrstu sem fengu bólusetningu við covid-19 hér á landi fá sína seinni sprautu í dag og á morgun. Embætti landlæknis leggur nú lokahönd á rafræna lausn sem á að gera fólki kleift að nálgast bólusetningarvottorð í gegnum netið á heimasíðunni heilsuvera.is. 20. janúar 2021 18:24 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Fáum heldur færri skammta frá Pfizer næstu vikur en gert var ráð fyrir Heldur færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer gegn kórónuveirunni koma til landsins á næstu vikum en gert var ráð fyrir. Skorturinn verður hins vegar bættur upp í mars og heildarfjöldi skammta í marslok verður því óbreyttur frá því sem áætlað var. 21. janúar 2021 11:18
Fjórir greindust innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en tveir ekki. 21. janúar 2021 10:40
Rafræn bólusetningarvottorð aðgengileg á morgun Þeir fyrstu sem fengu bólusetningu við covid-19 hér á landi fá sína seinni sprautu í dag og á morgun. Embætti landlæknis leggur nú lokahönd á rafræna lausn sem á að gera fólki kleift að nálgast bólusetningarvottorð í gegnum netið á heimasíðunni heilsuvera.is. 20. janúar 2021 18:24