„Kæmi á óvart ef önnur lið en Þór og ÍR yrðu í tveimur neðstu sætunum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2021 12:01 Róðurinn verður þungur fyrir ÍR. vísir/bára Erfitt er að ráða í hvað gerist í Olís-deild karla eftir að keppni þar hefst á ný eftir rúmlega þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Theodór Ingi Pálmason, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport. Þrír leikir fara fram á sunnudaginn en það eru fyrstu leikirnir í deildinni síðan 3. október. „Þetta verður mjög áhugavert. Hléið var lengra en sumarfríið er venjulega. Liðin eru núna búin að æfa í um mánuð sem er á mörkunum að vera nóg en rétt sleppur. Hugsanlega verður einhver losarabragur á þessu,“ sagði Theodór við Vísi. „Hann segir að þau lið og þeir leikmenn sem lögðu inn í bankann með því að æfa vel í hléinu muni eflaust uppskera þegar keppni hefst aftur. „Ég held að þeir leikmenn og þau lið sem hafa sinnt þessu almennilega og æft af krafti, mín tilfinning er að það sé mjög misjafnt, muni græða alveg helling á því, allavega til að byrja með,“ sagði Theodór. En venjulega leyfir maður nokkrum umferðum að klárast áður en maður dregur ályktanir. Mín tilfinning er að við séum aftur að fara í það ástand og það sé voðalega erfitt að byggja á þessum fjórum umferðum sem eru búnar.“ Magnús Óli Magnússon og félagar í Val þykja líklegir til afreka.vísir/Hulda Margrét Leikið verður mjög þétt það sem eftir lifir tímabils og Theodór segir að þau lið sem eru með breiðustu leikmannahópana muni græða á því, þá sérstaklega Valur. „Ég held að æfingamenningin hjá Val sé komin lengra en hjá öðrum liðum. Þeir munu græða á því en maður þarf bara að sjá hvernig þetta er. Ef allir hafa æft almennilega munar minna um það en þetta er á ábyrgð hvers og eins og sú ábyrgð er svolítið mikil. Til að byrja með munu liðin með breiðustu leikmannahópana græða á þessu. Það verður spilað rosalega þétt, og þéttar en flestir leikmenn í þessari deild eru vanir,“ sagði Theodór. Íslandsmeistarar Selfoss fengu góðan liðsstyrk um áramótin þegar hægri skyttan Ragnar Jóhannsson sneri aftur heim eftir dvöl hjá FH og svo nokkur ár í atvinnumennsku í Þýskalandi. Theodór lék með Ragnari hjá FH og segir að hann styrki lið Selfoss gríðarlega mikið. Ragnar Jóhannsson er kominn aftur á heimaslóðir á Selfossi.selfoss „Ragnar var nálægt landsliðinu á tíma og hefur staðið sig vel úti. Bæði var þetta veikleikastaða hjá Selfossi og hann er líka einn besti leikmaður deildarinnar. Hann er góður í vörn og sókn en mætti sjá línuna betur,“ sagði Theodór léttur en hann er greinilega ekki enn búinn að fyrirgefa Ragnari línusendingar sem aldrei bárust. Hvað fallbaráttuna varðar segir Theodór að þar muni Grótta, Þór og ÍR berjast, eins og búist var við fyrir tímabilið. Honum leist þó mun betur á Gróttu en hin liðin í fyrstu umferðunum. „Í fyrstu fjórum leikjunum fannst manni Grótta vera talsvert betri en Þór og ÍR,“ sagði Theodór. „Það kæmi mér á óvart ef það yrðu önnur lið en Þór og ÍR í neðstu tveimur sætunum.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
„Þetta verður mjög áhugavert. Hléið var lengra en sumarfríið er venjulega. Liðin eru núna búin að æfa í um mánuð sem er á mörkunum að vera nóg en rétt sleppur. Hugsanlega verður einhver losarabragur á þessu,“ sagði Theodór við Vísi. „Hann segir að þau lið og þeir leikmenn sem lögðu inn í bankann með því að æfa vel í hléinu muni eflaust uppskera þegar keppni hefst aftur. „Ég held að þeir leikmenn og þau lið sem hafa sinnt þessu almennilega og æft af krafti, mín tilfinning er að það sé mjög misjafnt, muni græða alveg helling á því, allavega til að byrja með,“ sagði Theodór. En venjulega leyfir maður nokkrum umferðum að klárast áður en maður dregur ályktanir. Mín tilfinning er að við séum aftur að fara í það ástand og það sé voðalega erfitt að byggja á þessum fjórum umferðum sem eru búnar.“ Magnús Óli Magnússon og félagar í Val þykja líklegir til afreka.vísir/Hulda Margrét Leikið verður mjög þétt það sem eftir lifir tímabils og Theodór segir að þau lið sem eru með breiðustu leikmannahópana muni græða á því, þá sérstaklega Valur. „Ég held að æfingamenningin hjá Val sé komin lengra en hjá öðrum liðum. Þeir munu græða á því en maður þarf bara að sjá hvernig þetta er. Ef allir hafa æft almennilega munar minna um það en þetta er á ábyrgð hvers og eins og sú ábyrgð er svolítið mikil. Til að byrja með munu liðin með breiðustu leikmannahópana græða á þessu. Það verður spilað rosalega þétt, og þéttar en flestir leikmenn í þessari deild eru vanir,“ sagði Theodór. Íslandsmeistarar Selfoss fengu góðan liðsstyrk um áramótin þegar hægri skyttan Ragnar Jóhannsson sneri aftur heim eftir dvöl hjá FH og svo nokkur ár í atvinnumennsku í Þýskalandi. Theodór lék með Ragnari hjá FH og segir að hann styrki lið Selfoss gríðarlega mikið. Ragnar Jóhannsson er kominn aftur á heimaslóðir á Selfossi.selfoss „Ragnar var nálægt landsliðinu á tíma og hefur staðið sig vel úti. Bæði var þetta veikleikastaða hjá Selfossi og hann er líka einn besti leikmaður deildarinnar. Hann er góður í vörn og sókn en mætti sjá línuna betur,“ sagði Theodór léttur en hann er greinilega ekki enn búinn að fyrirgefa Ragnari línusendingar sem aldrei bárust. Hvað fallbaráttuna varðar segir Theodór að þar muni Grótta, Þór og ÍR berjast, eins og búist var við fyrir tímabilið. Honum leist þó mun betur á Gróttu en hin liðin í fyrstu umferðunum. „Í fyrstu fjórum leikjunum fannst manni Grótta vera talsvert betri en Þór og ÍR,“ sagði Theodór. „Það kæmi mér á óvart ef það yrðu önnur lið en Þór og ÍR í neðstu tveimur sætunum.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira