Segir Grænland vera að hrökkva í gírinn sem tilvonandi sjálfstætt ríki Kristján Már Unnarsson skrifar 21. janúar 2021 22:00 Össur sprittar Guðlaug Þór eftir að hafa afhent honum Grænlandsskýrsluna með þéttingsföstu handtaki. Arnar Halldórsson Stefnt er að því að stórefla samstarf Íslendinga og Grænlendinga og var fyrsta skrefið kynnt í dag þegar Össur Skarphéðinsson, formaður Grænlandsnefndar utanríkisráðherra, afhenti Guðlaugi Þór Þórðarsyni yfirgripsmikla skýrslu um hvernig best væri að fara að. Í skýrslunni eru 99 tillögur um hvernig megi efla tengslin milli Íslands og Grænlands en fjallað er um málið í frétt Stöðvar 2. Ráðherrann segist hafa fengið Össur til verksins vegna bæði þekkingar hans og ástríðu á málefnum Grænlendinga. Með honum í nefndinni voru Unnur Brá Konráðsdóttir og Óttar Guðlaugsson. Frá Nýlenduhöfn í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Á hæðinni fyrir ofan húsið stendur styttan af Hans Egede, trúboðanum sem með leyfi Danakonungs fór að leita að norrænum íbúum Grænlands fyrir nærri þrjúhundruð árum en fann þá bara inúíta.Árni Harðarson Eftir vinnslu skýrslunnar segir Össur eitt standa upp úr. „Það er sóknarhugur í Grænlandi og mér finnast Grænlendingar sem þjóð og tilvonandi sjálfstætt ríki vera að hrökkva í gírinn.“ Og nefnir sem dæmi þann kraft sem er í uppbyggingu sjávarútvegs, flugvallagerð og námavinnslu. En Grænland er einnig í sviðsljósinu vegna stóraukins áhuga stórveldanna á landinu sem og Norðurslóðum. „Aukið samstarf Íslands og Grænlands mun færa báðum löndunum ávinning, bæði pólitískan en líka efnahagslegan,“ segir Össur. Fyrrverandi og núverandi utanríkisráðherra takast í hendur. „Ég myndi kyssa hann ef ekki væri covid,“ sagði Össur.Arnar Halldórsson Ráðherrann er strax byrjaður að undirbúa rammasamning milli landanna og þingsályktunartillögu. „Það hefur alltaf verið þörf fyrir það að við vinnum náið saman, þessi lönd. En aldrei meira heldur en núna,“ segir Guðlaugur Þór. „Grænland hefur verið hið gleymda land á okkar svæði en er hins vegar að koma alveg óðfluga fram á sviðsljósið vegna þess að það hefur algera sérstöðu í mörgum efnum,“ segir Össur. „Þetta eru okkar næstu nágrannar og möguleikarnir á samstarfi okkar á milli eru gríðarlega miklir. Það mun styrkja báða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Norðurslóðir Utanríkismál Varnarmál NATO Tengdar fréttir Endurtaka útboð í gerð flugvallar á Grænlandi Flugvallafélag grænlenskra stjórnvalda, Kalaallit Airports, hefur ákveðið að bjóða út að nýju gerð flugvallar við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Þetta er endurtekning á útboði í fyrra en tilboðin sem þá bárust voru sögð hafa verið öll hátt yfir fjárhagsramma verkefnisins. Íslenski verktakinn Ístak var í hópi bjóðenda, sem valdir höfðu verið að undangengnu forvali. 17. janúar 2021 22:00 Grænlendingar semja um hærri greiðslur fyrir kvóta Grænlendingar hafa endurnýjað samninga við Evrópusambandið sem tryggja þeim andvirði þriggja milljarða íslenskra króna í árlegar tekjur af fiskveiðiheimildum í lögsögu Grænlands. Fyrirtæki í eigu Íslendinga er meðal þeirra sem nýta kvótana. 13. janúar 2021 09:09 Grænlendingar sömdu um Thule-herstöðina án undirskriftar Dana Samningar sem landsstjórn Grænlands gerði við Bandaríkjastjórn í vikunni um Thule-herstöðina, eitt hernaðarlega mikilvægasta mannvirki norðurslóða, voru án formlegrar aðildar ríkisstjórnar Danmerkur. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist. 1. nóvember 2020 08:14 Grænlendingar kynna olíuleit norðan Íslands Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands. 11. september 2020 22:35 Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að. 14. desember 2019 23:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Sjá meira
Í skýrslunni eru 99 tillögur um hvernig megi efla tengslin milli Íslands og Grænlands en fjallað er um málið í frétt Stöðvar 2. Ráðherrann segist hafa fengið Össur til verksins vegna bæði þekkingar hans og ástríðu á málefnum Grænlendinga. Með honum í nefndinni voru Unnur Brá Konráðsdóttir og Óttar Guðlaugsson. Frá Nýlenduhöfn í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Á hæðinni fyrir ofan húsið stendur styttan af Hans Egede, trúboðanum sem með leyfi Danakonungs fór að leita að norrænum íbúum Grænlands fyrir nærri þrjúhundruð árum en fann þá bara inúíta.Árni Harðarson Eftir vinnslu skýrslunnar segir Össur eitt standa upp úr. „Það er sóknarhugur í Grænlandi og mér finnast Grænlendingar sem þjóð og tilvonandi sjálfstætt ríki vera að hrökkva í gírinn.“ Og nefnir sem dæmi þann kraft sem er í uppbyggingu sjávarútvegs, flugvallagerð og námavinnslu. En Grænland er einnig í sviðsljósinu vegna stóraukins áhuga stórveldanna á landinu sem og Norðurslóðum. „Aukið samstarf Íslands og Grænlands mun færa báðum löndunum ávinning, bæði pólitískan en líka efnahagslegan,“ segir Össur. Fyrrverandi og núverandi utanríkisráðherra takast í hendur. „Ég myndi kyssa hann ef ekki væri covid,“ sagði Össur.Arnar Halldórsson Ráðherrann er strax byrjaður að undirbúa rammasamning milli landanna og þingsályktunartillögu. „Það hefur alltaf verið þörf fyrir það að við vinnum náið saman, þessi lönd. En aldrei meira heldur en núna,“ segir Guðlaugur Þór. „Grænland hefur verið hið gleymda land á okkar svæði en er hins vegar að koma alveg óðfluga fram á sviðsljósið vegna þess að það hefur algera sérstöðu í mörgum efnum,“ segir Össur. „Þetta eru okkar næstu nágrannar og möguleikarnir á samstarfi okkar á milli eru gríðarlega miklir. Það mun styrkja báða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Norðurslóðir Utanríkismál Varnarmál NATO Tengdar fréttir Endurtaka útboð í gerð flugvallar á Grænlandi Flugvallafélag grænlenskra stjórnvalda, Kalaallit Airports, hefur ákveðið að bjóða út að nýju gerð flugvallar við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Þetta er endurtekning á útboði í fyrra en tilboðin sem þá bárust voru sögð hafa verið öll hátt yfir fjárhagsramma verkefnisins. Íslenski verktakinn Ístak var í hópi bjóðenda, sem valdir höfðu verið að undangengnu forvali. 17. janúar 2021 22:00 Grænlendingar semja um hærri greiðslur fyrir kvóta Grænlendingar hafa endurnýjað samninga við Evrópusambandið sem tryggja þeim andvirði þriggja milljarða íslenskra króna í árlegar tekjur af fiskveiðiheimildum í lögsögu Grænlands. Fyrirtæki í eigu Íslendinga er meðal þeirra sem nýta kvótana. 13. janúar 2021 09:09 Grænlendingar sömdu um Thule-herstöðina án undirskriftar Dana Samningar sem landsstjórn Grænlands gerði við Bandaríkjastjórn í vikunni um Thule-herstöðina, eitt hernaðarlega mikilvægasta mannvirki norðurslóða, voru án formlegrar aðildar ríkisstjórnar Danmerkur. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist. 1. nóvember 2020 08:14 Grænlendingar kynna olíuleit norðan Íslands Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands. 11. september 2020 22:35 Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að. 14. desember 2019 23:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Sjá meira
Endurtaka útboð í gerð flugvallar á Grænlandi Flugvallafélag grænlenskra stjórnvalda, Kalaallit Airports, hefur ákveðið að bjóða út að nýju gerð flugvallar við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Þetta er endurtekning á útboði í fyrra en tilboðin sem þá bárust voru sögð hafa verið öll hátt yfir fjárhagsramma verkefnisins. Íslenski verktakinn Ístak var í hópi bjóðenda, sem valdir höfðu verið að undangengnu forvali. 17. janúar 2021 22:00
Grænlendingar semja um hærri greiðslur fyrir kvóta Grænlendingar hafa endurnýjað samninga við Evrópusambandið sem tryggja þeim andvirði þriggja milljarða íslenskra króna í árlegar tekjur af fiskveiðiheimildum í lögsögu Grænlands. Fyrirtæki í eigu Íslendinga er meðal þeirra sem nýta kvótana. 13. janúar 2021 09:09
Grænlendingar sömdu um Thule-herstöðina án undirskriftar Dana Samningar sem landsstjórn Grænlands gerði við Bandaríkjastjórn í vikunni um Thule-herstöðina, eitt hernaðarlega mikilvægasta mannvirki norðurslóða, voru án formlegrar aðildar ríkisstjórnar Danmerkur. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist. 1. nóvember 2020 08:14
Grænlendingar kynna olíuleit norðan Íslands Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands. 11. september 2020 22:35
Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að. 14. desember 2019 23:00