Þórólfur bjartsýnn og útilokar ekki að slaka fyrr á aðgerðum Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 22. janúar 2021 11:37 Þórólfur og aðrir Íslendingar hafa tilefni til að brosa í dag en ekkert smit greindist innanlands í gær. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ef fram haldi sem horfir í fjölda innanlandssmita hér á landi muni hann taka frekari afléttingar til skoðunar. Hann leggur þó enn áherslu á að grunnreglan sé að flýta sér hægt. Erlendir miðlar sýna stöðunni á Íslandi áhuga enda ástandið í mörgum nágrannalöndunum afar erfitt. Enginn greindist smitaður innanlands í gær en hátt í sjö hundruð fóru í sýnatöku. „Það var tekinn dágóður fjöldi sýna svo þetta eru fínar tölur náttúrulega,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann er hæstánægður með stöðu mála. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel með jól og áramót þegar við sjáum að aðrar þjóðir eru að fá mikið bakslag í sína faraldra í kringum þessar hátíðir. Við höfum ekki gert það. Það sýnir að fólk hefur virkilega verið að vanda sig. Þrátt fyrir einhverjar fréttir um annað er hægt að segja að fólk hefur tekið þetta virkilega alvarlega og gert vel.“ Hann segist ánægður með þátttöku almennings í aðgerðum nú sem áður. Veiran sé þó enn á sveimi og ekki horfin úr samfélaginu. „En hún nær sér ekki á strik því fólk er duglegt að fara eftir þeim leiðbeiningum sem eru í gangi. Svo erum við að herða eftirlit á landamærum til að tryggja að hún komist ekki inn. Allt þeta hjálpast að. Ef við höldum áfram á þessari leið þá mun okkur takast vel.“ Núverandi aðgerðir verða í gildi til 17. febrúar en margir velta fyrir sér hvort hægt verði að slaka á aðgerðum fyrr. „Ef þetta heldur svona áfram þá getum við virkilega farið að hugsa um hvort við eigum að fara að slaka meira á. En ég minni á að það er varla nema rúm vika liðin síðan síðustu afléttingar tóku gildi. Við þurfum að flýta okkur hægt,“ segir Þórólfur. Fróðlegt verði að sjá tölur í næstu viku og hvort við getum farið að hugsa okkur til hreyfings, við léttingu aðgerða. „En ég minni á það líka að menn hafa verið kallað eftir fyrirsjáanleika og að fólk viti að hverju það gangi. Menn hafa fengið fyrirsjáanleika með reglugerð sem gildir til 17. febrúar. en ég held það yrðu allir voða glaðir ef við myndum slaka meira á. En ég minni á að slakað var á verulega í skólunum. Sjáum hvað næsta vika leiðir í ljós,“ segir Þórólfur og bætir við: „Ég held að ef við verðum áfram með mjög lítið af smitum þá mun ég taka það til endurskoðunar. En eftir sem áður er grunnreglan að flýta sér hægt.“ Þórólfur var á leiðinni í viðtal við Bloomberg fréttastofuna í framhaldi af spjalli sínu við Vísi. „Það eru margir erlendis frá að hafa samband við mig. Þetta er mjög ánægjulegt hjá okkur. Að sama skapi er sorglegt að sjá hvernig ástandið er í mörgum nálægum löndum. Til hvaða ráða er verið að grípa. Þessar miklu lokanir. Þar sem menn eru að grípa til aðgerða nú á landamærum sem við höfum verið að nota alveg síðan síðastliðið sumar. Ég fullyrði að það hafi að mörgu leyti skipt sköpum að við höfum náð tökum á þessu. Plús aðgerðir sem hafa verið innanlands. Ég held að fólk sé að sjá það núna hve mikilvægt er að halda landamærum hreinum. Held það sé bara í mörgum löndum of seint í rassinn gripið með það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Enginn greindist smitaður innanlands í gær en hátt í sjö hundruð fóru í sýnatöku. „Það var tekinn dágóður fjöldi sýna svo þetta eru fínar tölur náttúrulega,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann er hæstánægður með stöðu mála. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel með jól og áramót þegar við sjáum að aðrar þjóðir eru að fá mikið bakslag í sína faraldra í kringum þessar hátíðir. Við höfum ekki gert það. Það sýnir að fólk hefur virkilega verið að vanda sig. Þrátt fyrir einhverjar fréttir um annað er hægt að segja að fólk hefur tekið þetta virkilega alvarlega og gert vel.“ Hann segist ánægður með þátttöku almennings í aðgerðum nú sem áður. Veiran sé þó enn á sveimi og ekki horfin úr samfélaginu. „En hún nær sér ekki á strik því fólk er duglegt að fara eftir þeim leiðbeiningum sem eru í gangi. Svo erum við að herða eftirlit á landamærum til að tryggja að hún komist ekki inn. Allt þeta hjálpast að. Ef við höldum áfram á þessari leið þá mun okkur takast vel.“ Núverandi aðgerðir verða í gildi til 17. febrúar en margir velta fyrir sér hvort hægt verði að slaka á aðgerðum fyrr. „Ef þetta heldur svona áfram þá getum við virkilega farið að hugsa um hvort við eigum að fara að slaka meira á. En ég minni á að það er varla nema rúm vika liðin síðan síðustu afléttingar tóku gildi. Við þurfum að flýta okkur hægt,“ segir Þórólfur. Fróðlegt verði að sjá tölur í næstu viku og hvort við getum farið að hugsa okkur til hreyfings, við léttingu aðgerða. „En ég minni á það líka að menn hafa verið kallað eftir fyrirsjáanleika og að fólk viti að hverju það gangi. Menn hafa fengið fyrirsjáanleika með reglugerð sem gildir til 17. febrúar. en ég held það yrðu allir voða glaðir ef við myndum slaka meira á. En ég minni á að slakað var á verulega í skólunum. Sjáum hvað næsta vika leiðir í ljós,“ segir Þórólfur og bætir við: „Ég held að ef við verðum áfram með mjög lítið af smitum þá mun ég taka það til endurskoðunar. En eftir sem áður er grunnreglan að flýta sér hægt.“ Þórólfur var á leiðinni í viðtal við Bloomberg fréttastofuna í framhaldi af spjalli sínu við Vísi. „Það eru margir erlendis frá að hafa samband við mig. Þetta er mjög ánægjulegt hjá okkur. Að sama skapi er sorglegt að sjá hvernig ástandið er í mörgum nálægum löndum. Til hvaða ráða er verið að grípa. Þessar miklu lokanir. Þar sem menn eru að grípa til aðgerða nú á landamærum sem við höfum verið að nota alveg síðan síðastliðið sumar. Ég fullyrði að það hafi að mörgu leyti skipt sköpum að við höfum náð tökum á þessu. Plús aðgerðir sem hafa verið innanlands. Ég held að fólk sé að sjá það núna hve mikilvægt er að halda landamærum hreinum. Held það sé bara í mörgum löndum of seint í rassinn gripið með það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira