„Það er ekki hægt að ætla neinu nútímasamfélagi að lifa við þetta“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. janúar 2021 12:11 Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir íbúa Siglufjarðar orðna langþreytta á ófærð og lokunum. Vísir/Stöð 2 Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir Siglfirðinga orðna langþreytta á lokunum með tilheyrandi raski á atvinnustarfsemi. Það sé allt of algengt að íbúar verði innlyksa dögum saman vegna ófærðar. Eina lausnin séu jarðgöng. Það kemur í ljós skömmu eftir hádegi hvort rýma þurfi fleiri hús en veðurspáin næstu tvo daga er afar óhagstæð. Siglfirðingar eru orðnir vanir válegum veðrum og hafa margsinnis þurft að búa við snjóflóðahættu og ófærð allt um kring. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir hljóðið í bæjarbúum ágætt miðað við aðstæður. Lokanir taki þó mikið á. „Þetta hefur augljósleg áhrif þegar fyrirtæki geta ekki komið frá sér vörum þegar þeir ætla og þegar þau vantar að koma til sín vörum. Þetta hefur mikil áhrif en einhvern veginn lifa menn með þessu.“ Veðurútlitið er ekki gott næstu tvo daga. Á Norðausturlandi mun hvessa og bæta í úrkomu. Elías segir íbúa langeyga eftir lausnum. „Eðlilega er fólk orðið þreytt á þessu. Það er ekki hægt að ætla neinu nútímasamfélagi að lifa við þetta. Síðasta vetur var lokað alloft, ég held að það hafi verið lokað um fimmtíu sinnum þannig að þetta er mjög mikið. Lausnin, jafneinföld og hún er, þá er hún ekki einföld en hún er einfaldlega jarðgöng; annars vegar frá Siglufirði og yfir í Fljót og hins vegar frá Ólafsfirði og þá yfir á Dalvík sennilega.“ Elías segir að forgangsraða þurfi innviðauppbyggingu á landsbyggðinni. „Ég er þeirrar skoðunar að við ættum að búa við farsíma-og útvarpssamband á öllum aðalvegum, og samgöngur sem við getum treyst á. Ég veit líka að það kostar fullt af peningum og það er þá spurning um forgangsröðun til að leysa þessi mál. Ég er svolítið á þeirri skoðun að menn séu ekki að forgangsraða rétt. Ég hefði haldið að við ættum að vera komin lengra árið 2021.“ Ekki hafa borist fregnir af snjóflóðum síðan í gær þegar flóð sást falla út í Héðinsfjarðarvatn. Veðurstofan mun þó öðlast betri yfirsýn eftir athugun og mælingar dagsins. Rýming í bænum verður þá einnig endurmetin. Fjallabyggð Veður Almannavarnir Samgöngur Byggðamál Tengdar fréttir „Hélt við værum örugg undir snjóflóðavarnargarðinum“ Íbúi sem þurfti ásamt fjölskyldu sinni að yfirgefa heimili sitt á Siglufirði í gær vegna snjóflóðahættu segist undrandi því snjóflóðagarður sé við húsið. Greinilegt sé að verið sé að endurmeta snjóflóðavarnir á svæðinu. Talið er að altjón hafi orðið á skíðasvæði Siglfirðinga í snjóflóði í gær en lyftan virðist hafa sloppið. 21. janúar 2021 19:00 Rýming áfram í gildi og samgöngur takmarkaðar vegna snjóflóðahættu Rýming verður áfram í gildi á Siglufirði í dag og verður hún endurmetin síðdegis á morgun. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, í samtali við fréttastofu. 21. janúar 2021 17:46 Köldu norðlægu áttirnar ekkert að gefa eftir Köldu norðlægu áttirnar með ofankomu fyrir norðan og austan eru ekkert að fara að gefa eftir næstu daga. Einna helst er að sjá að hiti nái að skríða yfir frostmark syðst á landinu. 21. janúar 2021 07:41 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Það kemur í ljós skömmu eftir hádegi hvort rýma þurfi fleiri hús en veðurspáin næstu tvo daga er afar óhagstæð. Siglfirðingar eru orðnir vanir válegum veðrum og hafa margsinnis þurft að búa við snjóflóðahættu og ófærð allt um kring. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir hljóðið í bæjarbúum ágætt miðað við aðstæður. Lokanir taki þó mikið á. „Þetta hefur augljósleg áhrif þegar fyrirtæki geta ekki komið frá sér vörum þegar þeir ætla og þegar þau vantar að koma til sín vörum. Þetta hefur mikil áhrif en einhvern veginn lifa menn með þessu.“ Veðurútlitið er ekki gott næstu tvo daga. Á Norðausturlandi mun hvessa og bæta í úrkomu. Elías segir íbúa langeyga eftir lausnum. „Eðlilega er fólk orðið þreytt á þessu. Það er ekki hægt að ætla neinu nútímasamfélagi að lifa við þetta. Síðasta vetur var lokað alloft, ég held að það hafi verið lokað um fimmtíu sinnum þannig að þetta er mjög mikið. Lausnin, jafneinföld og hún er, þá er hún ekki einföld en hún er einfaldlega jarðgöng; annars vegar frá Siglufirði og yfir í Fljót og hins vegar frá Ólafsfirði og þá yfir á Dalvík sennilega.“ Elías segir að forgangsraða þurfi innviðauppbyggingu á landsbyggðinni. „Ég er þeirrar skoðunar að við ættum að búa við farsíma-og útvarpssamband á öllum aðalvegum, og samgöngur sem við getum treyst á. Ég veit líka að það kostar fullt af peningum og það er þá spurning um forgangsröðun til að leysa þessi mál. Ég er svolítið á þeirri skoðun að menn séu ekki að forgangsraða rétt. Ég hefði haldið að við ættum að vera komin lengra árið 2021.“ Ekki hafa borist fregnir af snjóflóðum síðan í gær þegar flóð sást falla út í Héðinsfjarðarvatn. Veðurstofan mun þó öðlast betri yfirsýn eftir athugun og mælingar dagsins. Rýming í bænum verður þá einnig endurmetin.
Fjallabyggð Veður Almannavarnir Samgöngur Byggðamál Tengdar fréttir „Hélt við værum örugg undir snjóflóðavarnargarðinum“ Íbúi sem þurfti ásamt fjölskyldu sinni að yfirgefa heimili sitt á Siglufirði í gær vegna snjóflóðahættu segist undrandi því snjóflóðagarður sé við húsið. Greinilegt sé að verið sé að endurmeta snjóflóðavarnir á svæðinu. Talið er að altjón hafi orðið á skíðasvæði Siglfirðinga í snjóflóði í gær en lyftan virðist hafa sloppið. 21. janúar 2021 19:00 Rýming áfram í gildi og samgöngur takmarkaðar vegna snjóflóðahættu Rýming verður áfram í gildi á Siglufirði í dag og verður hún endurmetin síðdegis á morgun. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, í samtali við fréttastofu. 21. janúar 2021 17:46 Köldu norðlægu áttirnar ekkert að gefa eftir Köldu norðlægu áttirnar með ofankomu fyrir norðan og austan eru ekkert að fara að gefa eftir næstu daga. Einna helst er að sjá að hiti nái að skríða yfir frostmark syðst á landinu. 21. janúar 2021 07:41 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
„Hélt við værum örugg undir snjóflóðavarnargarðinum“ Íbúi sem þurfti ásamt fjölskyldu sinni að yfirgefa heimili sitt á Siglufirði í gær vegna snjóflóðahættu segist undrandi því snjóflóðagarður sé við húsið. Greinilegt sé að verið sé að endurmeta snjóflóðavarnir á svæðinu. Talið er að altjón hafi orðið á skíðasvæði Siglfirðinga í snjóflóði í gær en lyftan virðist hafa sloppið. 21. janúar 2021 19:00
Rýming áfram í gildi og samgöngur takmarkaðar vegna snjóflóðahættu Rýming verður áfram í gildi á Siglufirði í dag og verður hún endurmetin síðdegis á morgun. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, í samtali við fréttastofu. 21. janúar 2021 17:46
Köldu norðlægu áttirnar ekkert að gefa eftir Köldu norðlægu áttirnar með ofankomu fyrir norðan og austan eru ekkert að fara að gefa eftir næstu daga. Einna helst er að sjá að hiti nái að skríða yfir frostmark syðst á landinu. 21. janúar 2021 07:41