„Það er ekki hægt að ætla neinu nútímasamfélagi að lifa við þetta“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. janúar 2021 12:11 Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir íbúa Siglufjarðar orðna langþreytta á ófærð og lokunum. Vísir/Stöð 2 Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir Siglfirðinga orðna langþreytta á lokunum með tilheyrandi raski á atvinnustarfsemi. Það sé allt of algengt að íbúar verði innlyksa dögum saman vegna ófærðar. Eina lausnin séu jarðgöng. Það kemur í ljós skömmu eftir hádegi hvort rýma þurfi fleiri hús en veðurspáin næstu tvo daga er afar óhagstæð. Siglfirðingar eru orðnir vanir válegum veðrum og hafa margsinnis þurft að búa við snjóflóðahættu og ófærð allt um kring. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir hljóðið í bæjarbúum ágætt miðað við aðstæður. Lokanir taki þó mikið á. „Þetta hefur augljósleg áhrif þegar fyrirtæki geta ekki komið frá sér vörum þegar þeir ætla og þegar þau vantar að koma til sín vörum. Þetta hefur mikil áhrif en einhvern veginn lifa menn með þessu.“ Veðurútlitið er ekki gott næstu tvo daga. Á Norðausturlandi mun hvessa og bæta í úrkomu. Elías segir íbúa langeyga eftir lausnum. „Eðlilega er fólk orðið þreytt á þessu. Það er ekki hægt að ætla neinu nútímasamfélagi að lifa við þetta. Síðasta vetur var lokað alloft, ég held að það hafi verið lokað um fimmtíu sinnum þannig að þetta er mjög mikið. Lausnin, jafneinföld og hún er, þá er hún ekki einföld en hún er einfaldlega jarðgöng; annars vegar frá Siglufirði og yfir í Fljót og hins vegar frá Ólafsfirði og þá yfir á Dalvík sennilega.“ Elías segir að forgangsraða þurfi innviðauppbyggingu á landsbyggðinni. „Ég er þeirrar skoðunar að við ættum að búa við farsíma-og útvarpssamband á öllum aðalvegum, og samgöngur sem við getum treyst á. Ég veit líka að það kostar fullt af peningum og það er þá spurning um forgangsröðun til að leysa þessi mál. Ég er svolítið á þeirri skoðun að menn séu ekki að forgangsraða rétt. Ég hefði haldið að við ættum að vera komin lengra árið 2021.“ Ekki hafa borist fregnir af snjóflóðum síðan í gær þegar flóð sást falla út í Héðinsfjarðarvatn. Veðurstofan mun þó öðlast betri yfirsýn eftir athugun og mælingar dagsins. Rýming í bænum verður þá einnig endurmetin. Fjallabyggð Veður Almannavarnir Samgöngur Byggðamál Tengdar fréttir „Hélt við værum örugg undir snjóflóðavarnargarðinum“ Íbúi sem þurfti ásamt fjölskyldu sinni að yfirgefa heimili sitt á Siglufirði í gær vegna snjóflóðahættu segist undrandi því snjóflóðagarður sé við húsið. Greinilegt sé að verið sé að endurmeta snjóflóðavarnir á svæðinu. Talið er að altjón hafi orðið á skíðasvæði Siglfirðinga í snjóflóði í gær en lyftan virðist hafa sloppið. 21. janúar 2021 19:00 Rýming áfram í gildi og samgöngur takmarkaðar vegna snjóflóðahættu Rýming verður áfram í gildi á Siglufirði í dag og verður hún endurmetin síðdegis á morgun. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, í samtali við fréttastofu. 21. janúar 2021 17:46 Köldu norðlægu áttirnar ekkert að gefa eftir Köldu norðlægu áttirnar með ofankomu fyrir norðan og austan eru ekkert að fara að gefa eftir næstu daga. Einna helst er að sjá að hiti nái að skríða yfir frostmark syðst á landinu. 21. janúar 2021 07:41 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira
Það kemur í ljós skömmu eftir hádegi hvort rýma þurfi fleiri hús en veðurspáin næstu tvo daga er afar óhagstæð. Siglfirðingar eru orðnir vanir válegum veðrum og hafa margsinnis þurft að búa við snjóflóðahættu og ófærð allt um kring. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir hljóðið í bæjarbúum ágætt miðað við aðstæður. Lokanir taki þó mikið á. „Þetta hefur augljósleg áhrif þegar fyrirtæki geta ekki komið frá sér vörum þegar þeir ætla og þegar þau vantar að koma til sín vörum. Þetta hefur mikil áhrif en einhvern veginn lifa menn með þessu.“ Veðurútlitið er ekki gott næstu tvo daga. Á Norðausturlandi mun hvessa og bæta í úrkomu. Elías segir íbúa langeyga eftir lausnum. „Eðlilega er fólk orðið þreytt á þessu. Það er ekki hægt að ætla neinu nútímasamfélagi að lifa við þetta. Síðasta vetur var lokað alloft, ég held að það hafi verið lokað um fimmtíu sinnum þannig að þetta er mjög mikið. Lausnin, jafneinföld og hún er, þá er hún ekki einföld en hún er einfaldlega jarðgöng; annars vegar frá Siglufirði og yfir í Fljót og hins vegar frá Ólafsfirði og þá yfir á Dalvík sennilega.“ Elías segir að forgangsraða þurfi innviðauppbyggingu á landsbyggðinni. „Ég er þeirrar skoðunar að við ættum að búa við farsíma-og útvarpssamband á öllum aðalvegum, og samgöngur sem við getum treyst á. Ég veit líka að það kostar fullt af peningum og það er þá spurning um forgangsröðun til að leysa þessi mál. Ég er svolítið á þeirri skoðun að menn séu ekki að forgangsraða rétt. Ég hefði haldið að við ættum að vera komin lengra árið 2021.“ Ekki hafa borist fregnir af snjóflóðum síðan í gær þegar flóð sást falla út í Héðinsfjarðarvatn. Veðurstofan mun þó öðlast betri yfirsýn eftir athugun og mælingar dagsins. Rýming í bænum verður þá einnig endurmetin.
Fjallabyggð Veður Almannavarnir Samgöngur Byggðamál Tengdar fréttir „Hélt við værum örugg undir snjóflóðavarnargarðinum“ Íbúi sem þurfti ásamt fjölskyldu sinni að yfirgefa heimili sitt á Siglufirði í gær vegna snjóflóðahættu segist undrandi því snjóflóðagarður sé við húsið. Greinilegt sé að verið sé að endurmeta snjóflóðavarnir á svæðinu. Talið er að altjón hafi orðið á skíðasvæði Siglfirðinga í snjóflóði í gær en lyftan virðist hafa sloppið. 21. janúar 2021 19:00 Rýming áfram í gildi og samgöngur takmarkaðar vegna snjóflóðahættu Rýming verður áfram í gildi á Siglufirði í dag og verður hún endurmetin síðdegis á morgun. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, í samtali við fréttastofu. 21. janúar 2021 17:46 Köldu norðlægu áttirnar ekkert að gefa eftir Köldu norðlægu áttirnar með ofankomu fyrir norðan og austan eru ekkert að fara að gefa eftir næstu daga. Einna helst er að sjá að hiti nái að skríða yfir frostmark syðst á landinu. 21. janúar 2021 07:41 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira
„Hélt við værum örugg undir snjóflóðavarnargarðinum“ Íbúi sem þurfti ásamt fjölskyldu sinni að yfirgefa heimili sitt á Siglufirði í gær vegna snjóflóðahættu segist undrandi því snjóflóðagarður sé við húsið. Greinilegt sé að verið sé að endurmeta snjóflóðavarnir á svæðinu. Talið er að altjón hafi orðið á skíðasvæði Siglfirðinga í snjóflóði í gær en lyftan virðist hafa sloppið. 21. janúar 2021 19:00
Rýming áfram í gildi og samgöngur takmarkaðar vegna snjóflóðahættu Rýming verður áfram í gildi á Siglufirði í dag og verður hún endurmetin síðdegis á morgun. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, í samtali við fréttastofu. 21. janúar 2021 17:46
Köldu norðlægu áttirnar ekkert að gefa eftir Köldu norðlægu áttirnar með ofankomu fyrir norðan og austan eru ekkert að fara að gefa eftir næstu daga. Einna helst er að sjá að hiti nái að skríða yfir frostmark syðst á landinu. 21. janúar 2021 07:41