Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Tindastóll 86-103 | Baráttan skilaði Skagfirðingum sigrinum Gunnar Gunnarsson skrifar 25. janúar 2021 21:06 Körfubolti, Dominos deild kk Kr - Tindastóll Foto: Elín Björg Tindastóll krækti í sinn annan sigur á tímabilinu í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið vann Hött 86-103 á Egilsstöðum í kvöld. Baráttugleði Skagfirðinga tryggði þeim sigurinn eftir langa dag. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en var frestað vegna ófærðar. Honum var síðan frestað um 45 mínútur í viðbót en liðsrúta Skagfirðinga fór út af á Mývatnsöræfum. Það virtist sitja í þeim í fyrsta leikhluta, Höttur seig fram úr þegar leið á hann og var yfir 29-20 að honum loknum. Baldur Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, virtist ná að kveikja í sínu liði í leikhléinu, það mætti með miklu meiri ákefð og var eftir 2,5 mínútur búið að snúa leiknum sér í vil með 0-11 kafla. Hetti tókst að jafna i 35-35 en aftur sigu gestirnir fram úr og voru 40-52 yfir í hálfleik. Höttur átti mikið áhlaup í byrjun seinni hálfleiks og jafnaði á tveimur mínútu með 12-2 kafla. Þar fór Bandaríkjamaðurinn Michael Mallory mikinn og skoraði sjö stiganna. Aftur tókst þó Tindastólsmönnum að taka sig saman og síga fram úr. Í stöðunni 57-63 skoraði Nikolas Tomsick góða körfu og kom gestunum í átta stiga forskot. Liðsfélagi hans, Shawn Glover, gerði sig þá sekan um asnaskap og lét reka sig úr salnum með sinni annarri tæknivillu en hann var á þessum tímapunkti stigahæstur á vellinum með 22 stig. Þá steig Tomsick upp og bætti við sjö stigum í viðbót sem lögðu grunninn að 69-77 forustu Tindastóls í lok þriðja leikhluta. Hattarmenn gerðu sig líklega í eitt lokaáhlaup en það fjaraði fljótt út. Heimamennirnir Pétur Rúnar Birgisson, Axel Kárason og Viðar Ágústsson drógu þá vagninn. Viðar dró vagninn, henti sér á alla lausa bolta, óð inn í fráköst og meira að segja skoraði nokkur stig þegar á því þurfti að halda. Vendipunkturinn var sennilega þegar fjórar mínútur voru eftir. Höttur klúðraði möguleikanum á að minnka muninn í fimm stig en hinu megin skoraði Viðar úr hálf vonlausri stöðu og jók forskotið í níu. Eftir það fjaraði undan Hetti, orkan virtist þrotin, skipulagið líka og við bættist að lokum að Mallory fékk sína fimmtu villu. Hvað gerði gæfumuninn? Skagfirðingar vildu sigurinn frekar og börðust betur þegar á leið og voru tilbúnir að taka af skarði Þeir stigu upp einn af öðrum þegar á þurfti að halda. Þegar Glover fór út af raðaði Tomsick niður stigum til að halda Hetti í fjarlægð, svo sigldu hinir sigrinum heim. Tindastólsvörnin var almennt ágæt í leiknum og skilaði nokkrum auðveldum stigum eins og tölfræði um stig eftir tapaða bolta og önnur hraðaupphlaup sýnir, Tindastóll skoraði 37 slík stig gegn 9 Hattar. Hverjir sköruðu fram úr? Antanas Udras átti virkilega fínan leik fyrir Tindastól í kvöld. Hann sá um stigaskorunin framan af og þótt aðrir tækju við því hlutverki þegar á leið varð hann stigahæstur með 23 stig. Hann tók tíu fráköst, þar af sjö varnarfráköst og stóð sig vel í baráttunni við Sigurð Gunnar Þorsteinsson undir körfunni. Sigurður var sá sem sýndi mestan vilja hjá Hetti, skoraði 18 stig og tók 11 fráköst. Michael Mallory skoraði 22 stig og gaf 7 stoðsendingar en það vantaði að samherjar þeirra fylgdu með. Hvað gekk illa? Þrátt fyrir að hafa skorað yfir 100 stig virkaði sóknarleikur Tindastóls ekki alltaf sannfærandi. Hins vegar þarf að skoða Hattarvörnina, annan heimaleikinn í röð fær liðið á sig yfir 100 stig. Í kvöld vantaði hreinlega grimmd í liðið. Leikur þess var of sveiflukenndur og það vantaði að fleiri fylgdu fordæmi Sigga Þorsteins og Mallory. Hvað næst? Tindastóll leggur aftur á Öxnadalsheiðina á fimmtudagskvöld og mætir þá Þór Akureyri, sem er án sigurs en hefur tapað síðustu leikjum naumt. Tindastóll er í 9. sæti, talsvert frá þeim stað sem liðið ætlar sér að vera á. Höttur er einnig fjarri þeim stað sem liðið ætlaði sér, án sigurs líkt og Þór og á leik í Valsheimilinu á fimmtudagskvöld. Baldur Þór Ragnarsson gat fagnað í kvöld.vísir/bára Baldur Ragnarsson: Litlu hlutirnir sem sjást ekki skiluðu sigrinum Baldur Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, sagði baráttugleði og liðsheild hafa skilað liðinu 86-103 sigri á Hetti á Egilsstöðum í kvöld. „Við sýndum vilja og unnum saman sem lið. Það var þessi orka sem flestir sem spilað hafa leikinn kannast við að skilar sigrinum, hlutirnir sem sjást ekki. Þeir hafa vanalega verið sterkir í þessu liði og voru það í kvöld.“ Antanas Udras var stigahæstur Tindastólsliðsins með 23 stig auk þess að taka ellefu fráköst. „Mér fannst hann frábær í þessum leik. Hann er góður frákastari og mjög ákveðinn sóknarfrákastari auk þess sem hann spilaði vel á móti Sigga (Sigurði Gunnari Þorsteinssyni).“ Um miðjan þriðja leikhluta var Bandaríkjamaðurinn Shawn Glover rekinn út af með sína aðra tæknivillu en hann var þá stigahæstur Tindastólsmanna. Nikolas Tomsick steig þá upp og raðaði niður stigum en kom lítið við sögu í fjórða leikhlutanum. Hann virtist hlífa öðrum fætinum en Baldur fullyrðir að hann sé heill. „Ég tók hann út af og ætlaði að setja hann inn á en þá voru þeir sem voru á vellinum búnir að læsa vörninni. Höttur skoraði ekki á okkur en við vorum skynsamir og góðir í sókninni og kláruðum þetta. Það er leikur á fimmtudag og með hliðsjón af honum og orkunni sem var inni á vellinum ákveð ég að halda honum á bekknum. Hann er fínn. Við erum með fullt af vopnum í okkar liði en það er liðsheildin sem siglir þessu heim. Ákveðnir leikmenn skora en svo eru aðrir sem taka þátt með að stökkva á lausa bolta eða leggja sig meira fram í vörninni.“ Tindastóll vann í kvöld sinn annan sigur í deildinni. Liðið er í níunda sæti en vill vera ofar. „Við höfum tapað í jöfnum leikjum eins og gegn Val og Njarðvík. Þar skilja á milli litlu hlutirnir sem sjást illa og ég minntist á áðan. Þá hefur vantað en voru til staðar í dag.“ Leikmenn Tindastóls reyndu að drífa sig af stað eftir leikinn í von um að fjallvegirnir norður í land haldist opnir þannig þeir komist heim eftir langan dag. „Við lögðum af stað um klukkan tíu í morgun og vorum komnir hingað um 17:30. Við tókum bara stutt matarstopp á Laugum. Rútan lenti út af skömmu eftir að við fórum frá Mývatni. Við biðum þar dálítinn tíma en svo mættu einhverjir meistarar, vinnukallar úr sveitinni og mokuðu okkur upp. Núna er svo best að fara heim.“ Viðar Ágústsson var öflugur í kvöld.Vísir/bára Viðar Ágústsson: Maður gerir það sem maður er góður í „Það var klárlega vörnin sem skilaði þessum sigri. Þetta var leikur áhlaupa, liðin skiptust á að skora og svo eftir miðjan þriðja leikhluta náðum við að stoppa þá af og búa til bil,“ sagði Viðar Ágústsson, leikmaður Tindastóls eftir 86-103 sigurinn á Hetti á Egilsstöðum í kvöld. Hann var einn af þeim leikmönnum sem stigu upp eftir að Shawn Glover fékk sína aðra tæknivillu og þar með útilokun um miðjan þriðja leikhluta. Viðar skoraði sjö vel tímasett stig, tók fimm fráköst, þar af þrjú sóknarfráköst og stal boltanum tvisvar. „Við náðum að standa saman eftir að við misstum Glover út af og ná góðum stoppum. Antanas (Udras) átti virkilega góða frammistöðu, hann lokaði teignum og við vorum klárir með honum auk þess sem hann skoraði nokkur stig. Maður gerir svo sitt besta, það sem maður er góður í, að krassa og taka sóknarfráköst. Svo fær maður nokkur opin skot.“ Dominos-deild karla Höttur Tindastóll
Tindastóll krækti í sinn annan sigur á tímabilinu í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið vann Hött 86-103 á Egilsstöðum í kvöld. Baráttugleði Skagfirðinga tryggði þeim sigurinn eftir langa dag. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en var frestað vegna ófærðar. Honum var síðan frestað um 45 mínútur í viðbót en liðsrúta Skagfirðinga fór út af á Mývatnsöræfum. Það virtist sitja í þeim í fyrsta leikhluta, Höttur seig fram úr þegar leið á hann og var yfir 29-20 að honum loknum. Baldur Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, virtist ná að kveikja í sínu liði í leikhléinu, það mætti með miklu meiri ákefð og var eftir 2,5 mínútur búið að snúa leiknum sér í vil með 0-11 kafla. Hetti tókst að jafna i 35-35 en aftur sigu gestirnir fram úr og voru 40-52 yfir í hálfleik. Höttur átti mikið áhlaup í byrjun seinni hálfleiks og jafnaði á tveimur mínútu með 12-2 kafla. Þar fór Bandaríkjamaðurinn Michael Mallory mikinn og skoraði sjö stiganna. Aftur tókst þó Tindastólsmönnum að taka sig saman og síga fram úr. Í stöðunni 57-63 skoraði Nikolas Tomsick góða körfu og kom gestunum í átta stiga forskot. Liðsfélagi hans, Shawn Glover, gerði sig þá sekan um asnaskap og lét reka sig úr salnum með sinni annarri tæknivillu en hann var á þessum tímapunkti stigahæstur á vellinum með 22 stig. Þá steig Tomsick upp og bætti við sjö stigum í viðbót sem lögðu grunninn að 69-77 forustu Tindastóls í lok þriðja leikhluta. Hattarmenn gerðu sig líklega í eitt lokaáhlaup en það fjaraði fljótt út. Heimamennirnir Pétur Rúnar Birgisson, Axel Kárason og Viðar Ágústsson drógu þá vagninn. Viðar dró vagninn, henti sér á alla lausa bolta, óð inn í fráköst og meira að segja skoraði nokkur stig þegar á því þurfti að halda. Vendipunkturinn var sennilega þegar fjórar mínútur voru eftir. Höttur klúðraði möguleikanum á að minnka muninn í fimm stig en hinu megin skoraði Viðar úr hálf vonlausri stöðu og jók forskotið í níu. Eftir það fjaraði undan Hetti, orkan virtist þrotin, skipulagið líka og við bættist að lokum að Mallory fékk sína fimmtu villu. Hvað gerði gæfumuninn? Skagfirðingar vildu sigurinn frekar og börðust betur þegar á leið og voru tilbúnir að taka af skarði Þeir stigu upp einn af öðrum þegar á þurfti að halda. Þegar Glover fór út af raðaði Tomsick niður stigum til að halda Hetti í fjarlægð, svo sigldu hinir sigrinum heim. Tindastólsvörnin var almennt ágæt í leiknum og skilaði nokkrum auðveldum stigum eins og tölfræði um stig eftir tapaða bolta og önnur hraðaupphlaup sýnir, Tindastóll skoraði 37 slík stig gegn 9 Hattar. Hverjir sköruðu fram úr? Antanas Udras átti virkilega fínan leik fyrir Tindastól í kvöld. Hann sá um stigaskorunin framan af og þótt aðrir tækju við því hlutverki þegar á leið varð hann stigahæstur með 23 stig. Hann tók tíu fráköst, þar af sjö varnarfráköst og stóð sig vel í baráttunni við Sigurð Gunnar Þorsteinsson undir körfunni. Sigurður var sá sem sýndi mestan vilja hjá Hetti, skoraði 18 stig og tók 11 fráköst. Michael Mallory skoraði 22 stig og gaf 7 stoðsendingar en það vantaði að samherjar þeirra fylgdu með. Hvað gekk illa? Þrátt fyrir að hafa skorað yfir 100 stig virkaði sóknarleikur Tindastóls ekki alltaf sannfærandi. Hins vegar þarf að skoða Hattarvörnina, annan heimaleikinn í röð fær liðið á sig yfir 100 stig. Í kvöld vantaði hreinlega grimmd í liðið. Leikur þess var of sveiflukenndur og það vantaði að fleiri fylgdu fordæmi Sigga Þorsteins og Mallory. Hvað næst? Tindastóll leggur aftur á Öxnadalsheiðina á fimmtudagskvöld og mætir þá Þór Akureyri, sem er án sigurs en hefur tapað síðustu leikjum naumt. Tindastóll er í 9. sæti, talsvert frá þeim stað sem liðið ætlar sér að vera á. Höttur er einnig fjarri þeim stað sem liðið ætlaði sér, án sigurs líkt og Þór og á leik í Valsheimilinu á fimmtudagskvöld. Baldur Þór Ragnarsson gat fagnað í kvöld.vísir/bára Baldur Ragnarsson: Litlu hlutirnir sem sjást ekki skiluðu sigrinum Baldur Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, sagði baráttugleði og liðsheild hafa skilað liðinu 86-103 sigri á Hetti á Egilsstöðum í kvöld. „Við sýndum vilja og unnum saman sem lið. Það var þessi orka sem flestir sem spilað hafa leikinn kannast við að skilar sigrinum, hlutirnir sem sjást ekki. Þeir hafa vanalega verið sterkir í þessu liði og voru það í kvöld.“ Antanas Udras var stigahæstur Tindastólsliðsins með 23 stig auk þess að taka ellefu fráköst. „Mér fannst hann frábær í þessum leik. Hann er góður frákastari og mjög ákveðinn sóknarfrákastari auk þess sem hann spilaði vel á móti Sigga (Sigurði Gunnari Þorsteinssyni).“ Um miðjan þriðja leikhluta var Bandaríkjamaðurinn Shawn Glover rekinn út af með sína aðra tæknivillu en hann var þá stigahæstur Tindastólsmanna. Nikolas Tomsick steig þá upp og raðaði niður stigum en kom lítið við sögu í fjórða leikhlutanum. Hann virtist hlífa öðrum fætinum en Baldur fullyrðir að hann sé heill. „Ég tók hann út af og ætlaði að setja hann inn á en þá voru þeir sem voru á vellinum búnir að læsa vörninni. Höttur skoraði ekki á okkur en við vorum skynsamir og góðir í sókninni og kláruðum þetta. Það er leikur á fimmtudag og með hliðsjón af honum og orkunni sem var inni á vellinum ákveð ég að halda honum á bekknum. Hann er fínn. Við erum með fullt af vopnum í okkar liði en það er liðsheildin sem siglir þessu heim. Ákveðnir leikmenn skora en svo eru aðrir sem taka þátt með að stökkva á lausa bolta eða leggja sig meira fram í vörninni.“ Tindastóll vann í kvöld sinn annan sigur í deildinni. Liðið er í níunda sæti en vill vera ofar. „Við höfum tapað í jöfnum leikjum eins og gegn Val og Njarðvík. Þar skilja á milli litlu hlutirnir sem sjást illa og ég minntist á áðan. Þá hefur vantað en voru til staðar í dag.“ Leikmenn Tindastóls reyndu að drífa sig af stað eftir leikinn í von um að fjallvegirnir norður í land haldist opnir þannig þeir komist heim eftir langan dag. „Við lögðum af stað um klukkan tíu í morgun og vorum komnir hingað um 17:30. Við tókum bara stutt matarstopp á Laugum. Rútan lenti út af skömmu eftir að við fórum frá Mývatni. Við biðum þar dálítinn tíma en svo mættu einhverjir meistarar, vinnukallar úr sveitinni og mokuðu okkur upp. Núna er svo best að fara heim.“ Viðar Ágústsson var öflugur í kvöld.Vísir/bára Viðar Ágústsson: Maður gerir það sem maður er góður í „Það var klárlega vörnin sem skilaði þessum sigri. Þetta var leikur áhlaupa, liðin skiptust á að skora og svo eftir miðjan þriðja leikhluta náðum við að stoppa þá af og búa til bil,“ sagði Viðar Ágústsson, leikmaður Tindastóls eftir 86-103 sigurinn á Hetti á Egilsstöðum í kvöld. Hann var einn af þeim leikmönnum sem stigu upp eftir að Shawn Glover fékk sína aðra tæknivillu og þar með útilokun um miðjan þriðja leikhluta. Viðar skoraði sjö vel tímasett stig, tók fimm fráköst, þar af þrjú sóknarfráköst og stal boltanum tvisvar. „Við náðum að standa saman eftir að við misstum Glover út af og ná góðum stoppum. Antanas (Udras) átti virkilega góða frammistöðu, hann lokaði teignum og við vorum klárir með honum auk þess sem hann skoraði nokkur stig. Maður gerir svo sitt besta, það sem maður er góður í, að krassa og taka sóknarfráköst. Svo fær maður nokkur opin skot.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum