93 öldungadeildarþingmenn greiddu atkvæði með tilnefningu Austins en tveir greiddu atkvæði gegn henni.
Austin er þar með annar ráðherra Joe Bidens sem lýkur tilnefningarferli sínu en öldungadeildarþingið staðfesti Avril Haines sem yfirmann leyniþjónusta Bandaríkjanna á miðvikudaginn. Hún er fyrsta konan til að gegna þeirri stöðu.
Biden og Austin störfuðu náið saman á árunum 2010 og 2011, þegar Biden var varaforseti. Þá var Austin yfirmaður hersins í Baghdad í Írak og unnu þeir að því að flytja hermenn á brott frá ríkinu.
Herinn sneri þó aftur árið 2014, þegar Íslamska ríkið lagði undir sig stóra hluta Íraks og Sýrlands og er Austin sagður hafa komið að skipulagningu aðgerða gegn ISIS.
Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Biden reiði sig á Austin til að koma á stöðugleika innan ráðuneytisins en á undanförnum fjórum árum hafa tveir ráðherrar farið þar í gegn og fjórir aðrir sinnt embættinu tímabundið.
Þurfti undanþágu frá þinginu
Tilnefning Austin er óhefðbundin þar sem hann er fyrrverandi herforingi og reglurnar eru hannaðar til að tryggja borgaraleg yfirráð yfir herafla Bandaríkjanna. Hann þurfti sérstaka undanþágu þar sem reglur meina fyrrverandi herforingjum að sinna embættinu innan við sjö árum eftir að þeir hætta störfum sínum innan herafla Bandaríkjanna.
Báðar deildir þingsins samþykktu þá undanþágu í gær. Hún hefur tvisvar sinnum verið veitt áður. Árið 2017, þegar Donald Trump skipaði herforingjann Jim Mattis í embættið og árið 1950 þegar George C. Marshall varð varnarmálaráðherra á tíma Kóreustríðsins.
Þegar Austin sat fyrir svörum þingmanna sagðist hann ekki hafa sóst eftir því að verða ráðherra en hann væri tilbúinn til að sinna því. Þá sagðist Austin ætla að beita sér varðandi það að tækla þjóðernishyggju og annars konar öfgar innan herafla Bandaríkjanna.
It s an honor and a privilege to serve as our country s 28th Secretary of Defense, and I m especially proud to be the first African American to hold the position. Let s get to work. pic.twitter.com/qPAzVRxz9L
— Lloyd Austin (@LloydAustin) January 22, 2021